.....?

Wednesday, April 27, 2005

Korparnir flugu með style!

Jæja loksins búin að ná mér niður eftir gleði helgarinnar þar sem korparnir lentu hvorki meira né minna en í 1. sæti fyrir flottustu búningana;) Vorum enda þvílíkt flott, haha þrátt fyrir að líta út eins og páfagaukar, svo kannski fengum við verðlaunin fyrir að þora að vera asnalegust!
Þetta var þvílíkt skemmtilegur dagur, fengum æðislegt veður og mjög skemmtilegt á matnum um kvöldið og má segja að nóttin hafi verið ung! En verðlaunin okkar voru ca. 2 kg af nammi, svona stál-korta veski fyrir alla og andlitslitir til að tryggja þáttöku á næsta ári. Litirnir voru komnir á eins og skot og héldu Hanna og Stefan uppi heiðri búningsins allt kvöldið. Liðið átti líklega metið í þvi að vera lélegust í svona risa-kúluspili og risa-skíðunum, en við stóðum okkur ótrúlega vel í innkaupavagnakappakstrinum, en ég fékk að sitja í;)
Svo var hápunktur dagsins þegar ég fékk að prófa "mótorhjól", faktiskt fyrsta sinn síðan ég fékk mótorhjólaprófið.. en kannski smá svindl að kalla þetta mótorhjól þar sem þetta var ca 50 cm hátt og líklega ætlað börnum, en komst samt geggjað hratt.. þvílík snilld!
Í dag var það minn og Mattiasar dagur að laga mat handa hinum 6. Var geggjað gott þó ég segji sjálf frá;) Við ofnsteiktum lúðu í kryddmarineringu, gerðum bakaðar risakartöflur, pönnusteikt grænmeti, hrísgrjón og snittubrauð. Með því gerðum við 3 ólikar kaldar sósur úr sýrðum rjóma, eina med hvítlauk, steinsselju og sítrónu, aðra með kaviar, rauðlauk og dill, og þá þriðju með chili, papriku og steinsselju.. og þetta var alveg geggjað gott;) Í eftirmat gerðum við perur með after-eight í ofni með vanilluís.
Ég reyni að setja inn myndir af kræsingunum og korpa keppninni okkar ef mer tekst einhverntíma að koma þessu myndaprógrammi í lag!

Ég sá þennan snilldar link inná blogginu hennar Sunnu Bjarkar http://eurovision.ert.gr/en/winners.asp en þetta eru öll sigurlögin í Eurovision frá upphafi. þvílík og önnur eins snilld, ég hélt Eurovision party mer sjálfri mér sama kvöld og ég las þetta;) Svo ég mæli eindreigið með því að setjast niður og hlusta á nokkra gamla smelli;)

Og áður en ég kveð þá eru gleðifréttir dagsins... Margrét keypti sér sófa í dag.. geggjað nice og fínt inni hjá mér nuna;).. er að hugsa um að sofa í honum í nótt.. ummm

Góða nótt..

En tími til að leggja sig

Friday, April 22, 2005

9-8-7-6....

Tja.. bara 9 tímar til teknologatornsins! Nú erum við búin að sauma okkur búinga, aukastig eru gefin fyrir besta búninginn;) Í upphafi áttu búningarnir að vera eitthvað í hrafna-átt.. en vegna skortst af svörtum fjödrum enduðum við eins og indiánar/páfagaukar... humm.. en fínir urðu þeir;) Með heimasaumuðu fjaðra hárbandinu munum við klæðast svörtum kínaskóm að verðmæti 200 kr frá Tiger, sólgleraugum, svartri peysu með númerunum korpur 1-5 ásamt heima gerðum hrafnagoggum... eitthvað í þá áttina.
Í gær var "Phaddra-kamp" í skólanum þar sem við fyrsta árs nemar, komandi phaddrar (eins konar mentorar fyrir busana á næsta ári) kepptum um hvaða keppni okkar busahópur kemur til með að taka þátt í introduktion mánuðnum næsta haust. Hver hópur átti að gera skemmtiatriði með hjálp af einum poka með hlutum í. Við fengum te, kerti, trivial spurningaspjald, handjárn, uppblásna önd og sápu... okkur tókst bara ótrúlega vel til.. hlógum samt mest sjálf held ég þegar við sýndum það.. soldið svona Óskar-Litlu-Hryllingsbúðar stíl:) Eftir dagskránna í skólanum lá leiðin heim til eins bekkjarbróðurs okkar þar sem var smá mini bekkjarparty. Mjög skemmtilegt kvöld!
Í dag lét ég endanlega verða af því að bjóða Marínu og Eiríki í mat, en þau búa hérna í hverfinu við hliðina á mér og það er samt búið að taka okkur nokkra mánuði að hittast;) Við borðuðum uppáhaldið mitt.. kjúklingabringur í mango-chutney, með hrísgrjónum, sallati og ofnbökuðum kartöflum. Svo voru það íslenskar pönnukökur með ís í eftirmat.. ummm, fannst þetta mjög gott þó ég segi sjálf frá;) Það var mjög gaman að hitta þau, Marín er komin með myndarlega kúlu, en hún á að eiga í September. Hver veit nema ég fái að barna píast á næsta ári:)
Umm talandi um matarboð, þá er "matarklúbburinn" okkar byrjaður. Erum 8 og gerum mat 2 og 2 handa hinum einu sinni í viku. Karin og Stefan byrjuðu í síðustu viku og gerðu major grill (þrátt fyrir þéttu haglélina sem byrjaði í miðri sólinni þegar þau ætluðu að byrja;).. . en umm þvílíkt gott! Risahamborgarar, grænmetis-grillpinnar, pinnabrauð og bananasplitt í eftirrétt.
Ég og mattias erum með næsta Miðvikudag svo við erum undir pressu!
Svo í enda næstu viku er komið að Ömmu-frænku helgi, en Amma Helga og Ella frænka eru að koma í helgarferð til mín, verður gaman að hitta þær gömlu og ég geri ráð fyrir að við munum byrja á því að þræða verslunargöturnar hér í bæ;)
En áður en ég kveð... þá vil ég óska besta sætasta litla bróður í heimi (sem upplýsti mig reyndar um það í dag að hann væri næstum því stærri en ég) til hamingju með afmælið, hann er heil 15 ára!

Monday, April 18, 2005

Sólbaðsveður

Þvílík blíða! Ég er búin að vera í sólbaði úti á svölum alla helgina og orðin þvílíkt sólbrennd og sæt.. samt meira sólbrennd en sæt, en þetta verður nú brúnt fyrir rest;) Vorið er allavega komið sem er allveg á við gott sumar heima við, og pils- og hlýrabola hæft í skjóli!
Við fórum út á Föstudaginn, vorum 8 sem fórum saman út að borða, svo bættist gangurinn hennar Hönnu við í millipartýinu, var mjög skemmtilegt. Svo voru það bara sólgleraugun og bókin það sem eftir var af helginni. Sofnaði kl 9 á laugardagskvöldið (það hefur ekki gerst frá því ég var í 2 bekk held ég, en ég var alveg búinn, skreið nú reyndar framúr við 11 og ætlaði að horfa á söngvakeppni framhaldsskólanna á netinu, en það virkaði ekki svo ég laggðist glöð uppí rúm aftur og svaf til næsta morguns, já nema það stutta símtal sem ég átti við Sigríði um 3 leitið þar sem hún var alveg eldspræk í höfuðborginni og ég giska helst á að Nina hafi verið á fóninum:)
Við unnum okkar annan bandí-leik í gær, hitt liðið mætti ekki, svo þetta var sjálfkrafa sigur 5-0.. en sigur er ávallt sigur!
Kvöldinu var slúttað með video, horfðum á Hide and Seek, þvílíkt ógeðsleg! Ég fékk meira að segja martröð í nótt (sem hefur líklega heldur ekki gerst frá því í 2. bekk) en ég þorði varla að sofna aftur, og leit á klukkuna skíthrædd og vonaði að hun væri ekki 02:06 (þeir sem hafa horft á myndina ná því) en haha mér leið eins og versta barni!
En næstu helgi erum við búin að skrá okkur til keppni í "teknologatorni" sem eru eins konar asnaleikar. Ég, Hanna, Stefan og Erik vinur hans og Kalli nágranni Hönnu erum saman í liði. Liðið mun bera nafnið "Korparna flyger" eða "Hrafnarnir fljúga" sem þykir voða sniðugt hér í landi þar sem hver einasti Svíi er tilneyddur til að horfa á þessa mynd í gagnfræðaskóla, og að sjálfsögðu taka þeir það fyrir víst að svona lifi íslendingar enn þann dag í dag!
Meðal greina eru sápudúkaboðhlaup, þar sem plastdúkur er þakinn með sápuvatni sem vill svo til að er mjög sleipt og markmiðið er að komast sem hraðast yfir dúkinn og til baka á meðan maður dripplar fótbolta og næsti maður tekur síðan við. Svo verður kassabílakappakstur í innkaupakerrum, bæði niður og upp brekkuna (pant ekki sitja í á niðurleiðinni!), hindrunarhlaup á "jätte-skíðum", skíðum sem allt liðið er á í einu og eigum að komast í gegnum allar hindranirnar og mín uppáhaldsgrein; kökuátskeppni.. sem gengur út á það að éta eins mikið af kökum áður en "pack-man" nær að klukka þig haha, svo er fullt af svipuðum vitleysiskeppnum og kvöldinu verður slúttað á kvöldmat og samfestingadjammi. Verður mjög skemmtileg helgi, og verður markmiðið vitanlega sett á verðlaunapall haha;)

En sólin og bækurnar bíða mín á svölunum.. er búin að setja á mig sólavörn eins og mamma sagði! Ciao

Thursday, April 14, 2005

...þreytt..!

Æ hvað mér líður duglegri, búin að skila af mér skilaverkefni vikunnar, nýkominn úr ræktinni, búin að laga mat og er að deyja úr þreytu.. svo finnst eins og ég eigi inni að fara að sofa.. en það er lítill púki á öxlinni á mér sem segir mér að lesa fyrir mekanik könnun á morgun! Á ég? sofa..lesa..sofa.. lesa? En svo er líka annar ennþá verri púki (nágranni) sem segir mér að fara á djammið.. en nei, það verður að bíða til morgundagsins, ég, hanna, karin och co. ætlum út að borða á einum nemenda-barnum og eitthvað skrall eftir það.
Annars þá er verðrið æði.. það er bara eins og í útlöndum;)
Ég er öll að komast í gírinn fyrir sumarið.. sigríður er dugleg að updata slúðrið að heiman, og má ekki gleyma því að daman er í forsetaframboði.. óska henni góðs gengis í baráttunni!
En þar sem það er nú helgi framundan.. þá er kannski alveg jafn gott að taka bók í hönd.. (það er nebbla alveg garanteruð leið til þess að sofna.. en samt með góða samvisku;)

Bið að heilsa í bili allihopa

Friday, April 08, 2005

Budapest- Stockholm -Örebro

Jæja.. komin tími á að updata síðustu 3 vikur. Ég kom heim í gær og verð að viðurkenna að það var nú notalegt að koma til baka í litlu honuna. En vikurnar 3 voru hreint æði! Byrjuðum í Budapest í 3 daga.. reunion fílingur að hitta Lillu aftur. En hún guidaði okkur um bæði sögulega staði, kastala og byggingar og síðast en ekki síst shopping mollin í Budapest;) Budapest var rosalega falleg og við vorum mjög heppin med veður. En þvílikar götur.. manni varð bara illt í rassbeinunum (það litla sem ennþá stendur út úr) á því að bara að sitja í bíl niður í bæ. Malbikið var eins og götóttur ostur svo ég veit hvert ég á að fara ef ég verð atvinnulaus útskrifaður vega og vatna verkfræðingur;) En það var geggjað skrítið að þó að miðbær Budapestar væri mjög fallegur og snyrtilegur þá var eins og að koma í algert slum að koma í úthverfin og útá land, ljótur feitur varðhundur og girðing í kringum hvert einasta hús, niðurfallsleiðslur ofanjarðar og allt var svo grátt. Svo var mjög fínt og snyrtilegt svo fljótt sem maður kom í túristabæji, synd en svona er það. Frá Budapest lá leiðin í algert dekur og páska kræsingar heima hjá Lillu, svo í stuttu máli þá sváfum við að meðaltali 10 tíma á dag, átum geggjaðan kúlu-ís á hverjum degi, héldum heilasellunum við með yatzy og þess á milli skoðuðum fallega staði. En eftir eina og hálfa viku í Ungverjalandi var stefnan sett á Stockholm. Við vorum á fótum eldsprækar kl 3:15 og komnar á flugvöllinn kl hálf 6 og áttum flug kl hálf 7.. en nei á töflunni góðu stóð 00:30! Við vonuðumst til að þetta væri apríl gabb, en nei flugvélin var biluð og þeir biðu eftir varahlutum og aðeins 16 tíma seinkun! Það var vél á leið til Malmö eftir 5 mín en við áttum miða til Stockholms. Þegar þeir voru nýbúinir að fylla vélina til Malmö ætluðum við að checka okkur in til Stockholm og byrja að bíða þá kölluðu þeir að það væru örfá sæti laus til Malmö.. við á sprettinum útí vél, ég hef ekki verið svona stressuð á flugvelli síðan ég missti næstum af vélinni í Oslo fyrir nokkrum árum, húff!. En þetta allt saman þýddi 5 tíma lestarferð til Stockholms en blessaðist allt á endanum, ég rétt náði í rassgatið á Isabellu áður en hún stakk af til Noregs um kvöldið, frábært að hitta hana. Hún var nýkomin heim frá Perú, er búin að vera þar síðan í Sept, svo ég fékk svona mjúkar-perú-heimabuxur.. alger draumur! Svo hitti ég Fredrik líka þegar hann kom heim frá Sviss.. geggjað að hitta þau öll! Eins og venjulega þá var mikil ásókn í Ísl. Sírius súkkulaðið, en þar sem aðeins einn pakki var með í för hafði Isabell vinninginn, Freriki ekki til mikillar ánægju. En algert flash back að hitta Lillu og þau svo nú langar mig bara að fara í heimsókn til Flekke!
En við fórum líklegast á djammið eins og mesta sveitafólk í Stórborginni Stockhólmi sem heppnðist nú ekki verr en það að við komumst inná VIP lista bara með brosinu einu, haha það kom svo í ljós að þetta var svona privat fest fyrir eitthvað fatamerki.. svo það voru allir eins inni á staðnum.. jah nema við! Mér hefur sjaldan liðið eins öðruvísi en akkurat þarna haha;)
Sami hringurinn var gerður í Stockholmi.. allar helstu túrista stöðvarnar ásamt göngugötunum að sjálfsögðu. Ekkert smá fallegt borg, og við fengum alveg glansandi veður.
Oj það var ógeðslegt þegar við komum þá ætluðum við að byrja á smá bæjarrölti og allt í einu röltum við ínní hóp af löggum, blaðamönnum og ljósmyndurum undir einni brúnni og sáum svo í dagblaðiunu daginn eftir að þeir voru að hýfa upp plastpoka með niðurbrytjuðu líki! Þessi göngustígur vakti ekki mikla lukku á leiðinni heim úr bío þeger við horfðum á The Saw sem er líklega ógeðslegasta mynd sem ég hef séð!
Eftir 3 daga í Stockholmi fórum við heim til Hönnu í Örebro, í áframhaldandi afslöppun, en við byrjuðum nú á smá stafagöngu á morgnanna til að hrista af okkur köku og ísspik ferðarinnar. Alger snilld að systir hennar hafði tekið þátt í að setja upp Litlu Hryllingsbúðina svo þau áttu það á videó, svo ég fór í gegnum enn eitt flash backið síðan í 10. bekk haha, en eg verð nú að viðurkenna að þeirra var nú aðeins meira professional.
En nú er ljúfa lífið á enda.. og skólinn byrjaður. Annars þá er bara allt frábært að frétta, er komin með vinnu á verkfræðistofu heima á krók í sumar, vorið og góða veðrið er að gæjast fram hérna, ég tek fram stuttbuxurnar og sandalana bráðum;)

Bið að heilsa í bili... neyðist til að fara að versla.. ískápurinn er tómur og skeinisbréfið búið.. krísa!

*Kossar og knús til stóru systir.. til hamingju með 22ja ára afmælið;)