.....?

Thursday, September 27, 2007

á góðri leið með að vinna upp 8 ára nammiskort!

Sigríður kom í heimsókn um síðustu helgi, stoppið var stutt en gott;)

Við afrekuðum þetta:

Yess 2 kíló af nammi, hvorki meira né minna:) Þrátt fyrir að nammið hafi vegið 2 kg þá kostaði það einungis 100 sænskar krónur.. iss þetta er gefins!
Auk sætindanna þá afrekuðum við heilan dag í búðum, og ég er byrjuð að kaupa jólagjafir að sjálfsögðu (kannski aðeins fyrr en venjulega) en raggi ætlar að koma færandi hendi líkt og jólasveinninn í lok október;)

Talandi um jólin þá er Kenya efst á listanum okkar núna.. spurning um að fara að negla það bara! Shitt það væri næs, við sitjum yfir tölvunni öll kvöld að láta okkur dreyma um alls konar safari og gaman;)

Annars þá er ég að fara í þemapartý á morgun, þemað er teiknimyndafígúrur og ég og Hanna ætlum að vera maurar!

Thursday, September 20, 2007

Amma mín er snilli

Amma mín er snillingur!!

Í tilefni af 79 ára afmæli hans afa þá sló ég á þráðinn til þeirra gömlu í kvöld. Hér er orðrétt quote frá ömmu gömlu:

"Kallinn er bara eins og Grímseyjarferjan, það koma sífellt fleiri gallar í ljós!"

Þetta var öll samúðin sem afi gamli fékk fyrir það að hafa haltrað um með slitna hásin í rúman mánuð!! Samtalið okkar endaði svo svoleiðis að ég átti sko að gefa honum ragga stóran koss frá henni (með þvílíkum skessutón að vanda) ;)

En hér er alveg crazy dúing, er alveg að drukna í verkefnavinnu og í skólanum 8-5 nánast alla daga. Svo er það Barcelona eftir tæpar 2 vikur! Við erum búin að bóka miða og förum 3. Okt. Svo er Raggi að koma heim í lok Okt, til þess að fara í brúðkaup til Döggu og Gústa, ég verð að bíta í það súra epli að komast ekki útaf skólanum:/

Nú sit ég yfir bókunum/blogginu og er að bíða eftir því að stressið komi yfir mig svo ég geti klárað þessa skýrslu sem ég á að skila á morgun. Ég byrjaði á síðustu skýrslu kl 10 og skrifaði til 3 um nóttina.. stefnir í e-ð svipað núna! Það er ekki eins og ég hafi ekki haft 3 vikur til að skrifa.. neeeiii...

Saturday, September 15, 2007

Innflyttningsfest

Mjög góð helgi að baki og skemmtileg innflyttningsfest;)


Veðrið var okkur ekki hliðhollt og það passaði að rigningin byrjaði á slaginu hálf fimm eða hálftíma áður en blakið átti að hefjast! Svona átti veðrið að vera:En við létum það nú ekki á okkur fá og strákarnir fóru í gufu á meðan við stelpurnar höfðum okkur til;) Ég komst alveg að því að köfnunartilfinningin sem raggi fær eftir 20 sek í gufu með mér er bara tómt væl því hann var rúma 2 tíma með strákunum... bjór og réttur félagsskapur virðast gera herslumuninn heh;)
Pulsurnar sem áttu að grillast í sólinni eftir blakið var seinknað framyfir þurrk svo strákarnir grilluðu dýrindispullur ofaní mannskapinn um 9 leitið;)
Nafnabreiddin í partýinu var mjög einhæf, þar voru tveir Erik, tveir Stefan, tvær Hönnur og tveir Lars, svo var hægt að halda áfram aðeins langsóttara, Palli og Calli, Ragnar og Rasmus etc. Ég er nú svosem ekki óvön því að við séum að minnsta kosti 2 margrétar þar sem ég er. Ég veit ekki hvað þetta er með mig og mína vini, en þetta hentar mér alveg stórvel þar sem ég er alveg glötuð í að muna nöfn!
Eftir partýið fórum við á Helsingkrona nation þar sem þemað var Schlager (sænsk júróvisionlög) sem ég kvartaði alls ekkert yfir;)

Hér kemur nasaþefurinn af íbúðinni..


Eins og sjá má þá mætti halda að við værum sponsruð af IKEA ;)
Restina af myndunum má finna undir "Myndir 9" hér til hliðar.
Annars þá biðjum við bara að heilsa heim á klaka í krapann úr sólinni hérna megin;)

Monday, September 10, 2007

Yo yo

Yo yo!

Alles gut från Lundur!

Erum loksins búin að koma okkur fyrir eftir bara 4 ferðir til IKEA (bara ein eftir)! það er alltaf gott að hafa ástæðu til þess að fara í IKEA allavega til þess að kaupa sér eina pullu eða svo;) Annars reddaði raggi restinni í innbúið á leiðinni heim úr bænum á laugardagskvöldið. Það vantaði bara miðjustatív undir rúmið okkar (jah svo það hrynji nú ekki undan okkur einhverja nóttina) en það sem fylgdi með var of lítið. Risastór og nýþung götuhella var þess virði að bera á öxlunum um miðja nótt því hún smellpassaði svona líka undir rúmið svo nú má meira að segja hoppa í því!

Það stefnir í stenhårt inflyttningspartý strax um 4 leitið á Föstudaginn. Planið er að byrja á blaki og grilli í fína miniparkinum hérna fyrir utan stofugluggann hjá okkur auk þess sem við erum búin að bóka saununa frá 16-22, svo verður takmarkið bara að koma öllum þokkalega vel fyrir í 50 fermetrunum okkar. Er búin að stilla þessu upp í jöfnuhneppi og leysa með gaussaðferð og fékk út að þröngt mega sáttir sitja og jafnvel deila stólum og ca fermeter á mann heh;) En nú krossleggjum við bara fingur og vonumst eftir áframhaldandi blíðu;)

Ég komst að því eftir smá skrall um helgina að Raggi talar reiprennandi sænsku í svefni! Það var bara fynndið að vakna upp við hann altalandi á sænsku "va bra.. nej men va bra det".. með mega hreim líka hehe;) ég hélt ég myndi drepast úr hlátri!

Af skólanum þá varð ég þvílíkt fegin í síðustu viku eftir fund með deildarstjóranum þegar hún sagði mér að ég fengi alla skildukúrsana á þriðja árinu metna að heiman svo ég held bara mínu striki inná fjórða árið;) rosa spennandi kúrsar svo mér leiðist ekki

Jæja, ætla að fara að safna kröftum fyrir næstu helgi, maður hefur ekkert þol lengur!

Saturday, September 01, 2007

Ég lofa að skrifa aldrei svona langt blogg aftur...

Jæja þá erum við komin á leiðarenda eftir nokkur þúsund km keyrslu.

Við komum í land í Bergen eldsnemma á Þriðjudagsmorguninn fyrir rúmri viku. Var þá snarlega minnt á það hvað það er viðbjóðslega dýrt að búa í Noregi... HÁLFT smurt rúnstykki á 42 NOK sem gera 460 íslenskar krónur! Við settum stefnuna beint á morgunverðar hlaðborð svo við vorum strax búin að græða ca 1500 kall á öðru rúnstykki heh.

Við brunuðum upp til Flekke (með dyggri aðstoð frá Mrs. Garmin... gps tækinu í framrúðunni) þar var allt jafn æðislegt og áður, sömu gömlu æðislegu kennararnir og fallega veðrið mmm, Raggi stakk uppá því að fara bara ekkert lengra;)

Ingvi lenti í herbergi með kínverskum dverg, einum frá Leshoto, einum Dana og einum Egypta. Egyptinn byrjaði á því að taka upp kross sem hann styllti upp við hliðiná mynd af gömlum manni með sítt og mikið skegg ásamt því að hengja upp fána landsins. Ingvi verður í viðbragðsstöðu að hlaupa bara út þegar hann heyrir “bíb” “bíb” “bíb” í vekjaraklukkum á morgnanna (ok djók þetta var ljótt.. en var samt pínu fynndið þegar hann var að draga þetta upp)

Frá Flekke brunuðum við í einum rykk og hundrað stiga hita (inní bílnum allavega) niður til Stavanger, þökk sé Mrs. Garmin (aftur) að við rötuðum til Gunnars og Sisselar. Þar fór svo vel um okkur að við ákváðum að sleppa Oslo stoppinu okkar og keyra bara Stavanger-Lundur í einum rykk á Sunnudagsmorgninum.... bara 1000 km þar. Gekk áfallalaust fyrir sig fyrir utan það þegar það fór að rjúka úr bremsunum hjá okkur í mesta fjalllendinu í Noregi. Norðmenn fá ekki hrós fyrir góða vegi, en fá án efa hrós fyrir það að vera með vegi yfir höfuð í þessu blessaða landi!!

Fengum íbúðina okkar á Mánudaginn (já gleymdi reyndar að færa þær fréttir að við erum búin að fá íbúð í centrala Lundi.. voða voða fínt;) Eyddum ca. 10 tímum í IKEA sama dag og svo komu Sandra og Árni í heimsókn daginn eftir. Það hitti svo vel á að það var allt til í IKEA nema svefnsófinn og stólarnir sem við ætluðum að kaupa svo dýnur á gólfinu voru það besta sem við höfðum uppá að bjóða í þetta sinn, bæði til að sofa á og borða... Lúxus!!

Svona fyrir utan IKEA þá höfum við verið meira og minna í raftækjaverslunum sem er nú reyndar ekki frásögu færandi nema fyrir það að það átti loksins að fara að ganga á Plasma-baukinn. Við vorum þvílíkt sátt búin að fínna þetta fína LCD á spottprís og komin með það í hendurnar þegar okkur datt í hug að tékka hvort það væri ekki örugglega Scart tengi á imbanum. Þá kom frekar skrýtinn svipur á afgreiðslumanninn og tjáði okkur það að þetta væri tölvuskjár en ekki sjónvarp. Bewhahah.. hefði viljað sjá það þegar við reyndum að tengja sjónvarpið eða mæta brjáluð í búðina og kvarta undan því að fjarstýringuna vantaði haha!

En nú er langþráði 26” LCDinn hans Ragga kominn á sinn stað:) Svo kemur svefnsófinn góði á morgun, svo það er orðið gestvænt fyrir áhugasama gesti;)

Það sem ég afrekaði helst á ferðalaginu var það að rjúfa rúmlega 7 ára nammibindindið mitt... shitt hvað appoló lakkrísinn var góður. Svo ég stefni á 7 páskaegg á næsta ári til að vinna þetta nammitap upp;)

Set inn myndir við tækifæri... hej då så länge