.....?

Tuesday, September 27, 2005

The Rocket-Scientists

Jæja ég er orðin alveg róleg núna enda var ég minnt á það að ég var sjálf í lúðrasveit þegar ég var lítil.. var örugglega ekki sú skemmtilegasta á heimilinu þegar ég djöflaðist á horninu. En var líka minnt á það að ég gerði hinar ýmsu kúnstir aðrar en að spila á þessi hljóðfæri.. ég var svo sannarlega ekki gömul þegar rannsóknareðlið kom upp í mér! Ég og Ósk stunduðum háþróaðar rannsóknir á ferli hrísgrjóna og niðurbritjaðra eyrnpinna (höfðum fyrir því að lita hrísgrjónin svo við finndum þau í hvíta gólfteppinu) Rannsóknirnar gengust út á það að kanna hversu langan tíma og hvaða leið eyrnapinninn/hrísgrjónið færi í gegnum blásturshljóðfærið.. þetta var mjög spennandi! Við reyndum líka að gera sprengju úr nethan gasi.. þið viljið ekki vita hvernig þær rannsóknir fóru fram :/
En þegar ég rifjaði upp tónlistarferil minn þá varð ég bara svekkt... þetta er langur ferill.. en afar lágkúruleg frammistaða. Ég byrjaði að sjálfsögðu á blokkflautu (líkt og nágrannar mínir tóku uppá 15 árum seinna!) þá lá leiðin yfir á píanó í nokkur ár (ég var mjög lagin við að læra hvenær ég átti að fletta nótunum þar sem ég spilaði alltaf eftir eyranu en taldi vissara að þykjast lesa nóturnar svo ég yrði nú ekki slegin á puttana..) svo prófaði ég þverflautu í smá stund.. en hún bilaði svo þá endaði ég feril minn á toppnum og spilaði á horn með lúðrasveit skólans! Haha það er til mynd af mér og Ósk þar sem við erum að æfa okkur.. og ef við vorum ekki fædd nörd þá veit ég ekki hverjir voru það! Við vorum í leggingsbuxum, með ullarsokkana utan yfir, girtar a´la mamma, með eins grænar derhúfur að blása í horn... gerist það verra? Það sorglegasta er að við höfum eflaust ekkert breyst frá þessum aldri.. tökum einnþá sömu spassaköstin, svörum ennþá með sama Guðrúnar brandaranum í símann og getum varla farið í próf án þess að vera "náttúrulegar" og segja "I-FED-COOL" við hvor aðra! Æ hún Ósk er svo mikil perla.. ég verð eiginlega að skrifa henni bréf núna (það verður sko bara venjulegt bréf ósk.. ekki durex-pakki með frímerki;)

Monday, September 26, 2005

BÍÍÍÍÍÍÍBBB!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

AARRRRGGGHHH NEIIII!!! Ef fólk kann ekki á flautu þá á fólk ekki að spila á flautu!!! Það ríkur úr hausnum á mér!!! Ég er að reyna að pota saman skýrslu um byggingarprocessinn og ekki nóg með það heldur er gerð krafa um að hún sé á mjög háfleygri sænsku.. svo það eru sko allar cellur í hámarksnotkun! Þegar ástandið er svoleiðis þá má ég EKKI við 3 nágrönnum sem kunna EKKERT á flautu (þau eru lélegri en ég var þegar ég var 5 ÁRA að læra á blokkflautu!!! ) Þau blása til skiptis, mjög hátt, með galopinn glugga, án þess að það komi svo mikið sem minnsta melodía út...
.... hvorki taugarnar í mér né eyrnatapparnir mínir eru nógu þéttir fyirir þetta væl! Ég gefst upp og ætla að fara að spila fyrsta bandý leik haustsins!

Sunday, September 25, 2005

Met í sjálfsaga...

Sjálfsaginn er sko kominn í hámark þessa dagana hérna megin, enda veitir ekki af fullt af bókum að lesa, skýrslum að skrifa, verkefnum að skila og dæmum að reikna.. það er semsagt LÆRUHELGI!
Heilsan er öll að koma til hægt og sígandi... mjög hægt fyrir mína þolinmæði þó!! Er að klára pensilín skammtinn, ég hata svona hreyfingarleysi... ég verð svo pirruð og eirðarlaus eitthvað að ég veit ekkert hvað ég á af mér að gera, svo hverfur einbeitingin fyrir vikið, get ekki setið í meira en hálftíma í einu né lesið meira en 2 síður áður en ég er farin að hugsa um e-ð allt annað.. humm ég ætti kannski að taka rídalín í staðinn fyrir pensilín???
Ég var búin að gleyma því hvað það er óskaplega gott að taka því rólega í skemmtanalífinu um helgar.. sofna snemma og vakna hress.. maður ætti endilega að rifja það upp oftar á föstudögum;) En Elva kom á föstudaginn, ég brunaði niður á lestarstöð til að sækja hana.. beið og beið.. við allar lestar sem komu frá Malmö eða Köben.. engin Elva og hún svaraði ekki í símann. Rúmlega hálftíma seinna þá hringdi Stefan.. Nei þá var það Elva, hún var bara komin heim.. æ síminn virkaði ekki svo hún ákvað bara að redda sér;) Þið vitið.. svona reeeeddast alltaf! Ég fékk að bíta í mitt súra epli og hjóla heim (upp brekkuna.. og hjólið er fast í þyngsta gír)
Við byrjuðum á því að fara í box og fá smá útrás fyrir átök helgarinnar, spiluðum síðan póker með strákunum.. já eða töpuðum í póker fyrir strákunum.. sannfærðum okkur síðan um að óheppni í spilum þýddi ekkert annað en heppni í ástum! Rise and shine kl 8 á laugardagsmorgni byrjað á powerwalk í blíðunni og síðan beint að læra.. shit lærðum til hálf 11 um kvöldið!!! bara með einni grjónagrauts og slátur pásu, einni íspásu, einni Coupling pásu, einni pönnukökupásu och já.. svona 100 styttri spjallpásum;) Mjög fróðlegt spjall þó.. ég er öllu nær í læknisfræði eftir innskot Elvu og hún veit alveg heilmikið um byggingaskipilagninu!
Sama sagan í morgun.. og sitjum núna í þvílíkum fluggír.. einbeitingarbresturinn er þó farinn að segja aðeins til sín þar sem við sjáum humarinn sem bíður okkar inní ískáp í hyllingum... umm;)

Ég er búin að komast að einni staðreynd um mig í viðbót eftir helgina.. að fólkinu heima getur ekki fundist ég vera mogun já eða næturfúl! Það virðist allavega hafa óskaplega gaman að því að heyra í mér á nóttunni þegar það er að djamma og það er komin morgun hjá mér, fékk símhringingu á föstudags- och laugardagsnóttina haha setti símann einhverra hluta vegna á silent í fyrsta sinn í nótt og vaknaði með 6 missed call... æææ en þið vitið að mér finnst alltaf jafngaman að heyra í ykkur elskurnar mínar.. og ég tala nú ekki um ef þið takið nokkra Nínu-tóna eða svo;) Þetta á bara eftir að batna þegar hún Sigríður kemur heim til að mála bæinn rauðan!! Annars anytime elskurnar mínar.. en gefið mér bara smá tíma til að ranka við mér og komast úr draumaheiminum;)

Blogpásan búin.. og má ekki líta upp fyr en skýrslan verður að minnsta kosti hálfnuð!! (já nema þá til að grípa einhverja fróðleiksmola frá Elvu ;)

Ciao ciao

Wednesday, September 21, 2005

Klukkedí-klukk!

Usss... hún Oddný klukkaði mig í einhverjum blog-eltingarleik á netinu og ég komst ekki í stykk... svo hér eru staðreyndirnar fimm....

1. Þar sem það var nú hún Oddný sem klukkaði mig ætli það sé ekki best að ég láti þá staðreynd í ljós að ég er Siglfirðingur.. abbabbab.. þó ekki í húð og hár .. heldur líka Keflvíkingur! Ég get ekki ákveðið mig þrátt fyrir miklar röksemdafærslur á heimilinu um það hvort er betra að vera svo ég er vön að kalla mig bara Sauðkræking, flúði svo af landi brott í kjölfarið fyrir 3 árum hehe... Þessi blanda gefur þó þá sameiginlegu niðurstöðu að ég er alger sveitastúlka!

2. Ég borða ALLT!! Allt nema nammi, það hef ég ekki borðað í 6 og ½ ár og ekki svona hreint súkkulaði eins og konfekt og páskaegg í 7og ½.... er samt byrjuð að borða kex aftur. Ég er samt alger sælkeri og læt kökur sjaldan fram hjá mér fara;) Ég hef líklega eytt helmingnum af ævinni í eldhúsinu að elda, borða eða baka, jafnvel læra, djamma eða bara hanga.. samt mest borða!

3. Ég er þrjóskari en allt sem þrjóskt er.. nei ekki frek.. BARA ákveðin ;) (klassískur þessi) En þið sem þekkið mig þá er ég vön að fá mínu framgengt! Þessum eiginleika fylgja þó tvímælalaust kostir og gallar ...

4. Ég er glötuð í boltaíþróttum! Fólk hlær meira að mér en með mér þegar ég legg þá kúnst fyrir mig, geri það þó af og til þar sem ég hef alveg óskaplega gaman af því að hlæja yfir höfuð;) ... en allar íþróttir sem ekki innihalda bolta elska ég og spriklaði í sundi og frjálsum í 12 ár. Það er bara því að þakka að ég er ekki 300 kíló!

5. Mér lá mikið á að fá bílprófið. Byrjaði að læra á jóladag þegar ég var 16 ára. Lét senda ökuskýrteinið á löggustöðina í Keflavík svo ég gæti fengið það STRAX þegar ég kom frá Kanarí jólin sem ég varð 17. Bætti síðan við mótorhjólaprófi í skírteinið seinna..... Þrátt fyrir allt þetta fer ég allra minna ferða á risastórri gamalli þrumu.. bláu ryðguðu reiðhjóli!

Jæja ég held ég hafi sagt alveg dagsatt.. og engu gleymt.... en ef svo er þá er það bara skrifa komment;)

En ég ætla að klukka.. taddarada.. Önnu Tzz-tzzz, Elvu Perlu, Sigríði Ítalíu mær, Önnu Betu og Kusu (Oddný var búin að ná Söndru;).. hlakka til að lesa um ykkur skvísur;)

Monday, September 19, 2005

Afköst helgarinnar...

Afköst helgarinnar voru ALLT annað en að læra! En mjög róleg og skemmtileg helgi þó.. föndur og aftur föndur;) Málaði koktailaglös allan laugardaginn, keypti nebbla svona koktailauppskriftabók í afmælisgjöf handa hönnu og málaði svo glös til að gefa henni með, þau urðu voða fín þó ég segi sjálf frá;) Þetta var allt saman gert í von um að mér verði boðið í smökkunarkvöld strax eftir afmæli!
En þar sem það var orðið svona fínt hjá mér eftir stórhreingerninguna á Laugardaginn þá komu fráhvarfseinkennin frá draslinu í ljós svo ég tók mig til og rústaði herberginu aftur á Sunnudag.. haha dreifði efnum, málböndum og skærum, straubrettum og boltum út um allt gólf og saumavélin var dregin fram. Ég saumaði mér ett stykki pils (sem var samt alveg saumaskapur fyrir tvö þar sem það var undirpils á því) og saumaði svo einn bol líka. Var mjög ánægð með bolinn og pilsið varð allt í lagi, þetta var að sjálfsögðu att saman grænt.. bara svo allt sé örugglega í stíl í fataskápnum:)

Til að vinna upp lærdómstap helgarinnar þá var ég frekar dugleg í dag.. las 4 kafla í Byggnadsprocessen, tókst samt að sofna einu sinni (les sko liggjandi uppí rúmi..), vaknaði svo við það að Karin hringdi og ég leit á klukkuna sem sýndi hálf 8...
.. Margret: "Hej.. vad är klockan egentligen.. fyfan har jag försovit mig? FAN.. jag ska vara i Malmö snart o nu har jag missat skjutset.. va? alltså ok det är fortfarande dagen i dag..."
... ég var semsagt alveg í bömmer yfir því að ég hefði sofið yfir mig þar sem ég átti að vera mætt í fyrirtækjaheimsókn í Malmö eftir hálftíma og búin að missa af farinu mínu og byrjaði að babbla um það við Karin... en mér var mikið létt þegar hún upplýsti mig um það að það væri sko ennþá kvöld! Haha hversu ruglaður getur maður verið á því að dotta í 40 mín?

Annars þá var ég að koma út te-Idol-kósý-kvöldi með Karin og Mattíasi.. hjólaði svo ljóslaus fram hjá löggunni á leiðinni heim .. þar græddi ég 5000 kall fyrir einskæra góðmennsku lögreglunnar.. en ég var búin að útbúa mjög góða túrista sögu í huganum sem ég þurfti svo ekkert að nota, þeir eru sko mjög harðir á þessu hérna!

Jæja bara fyrir fólk eins og hana Helgu systur mína sem hefur enga trú á mér í hreingerningum þá er sko ennþá fínt hjá mér!! tók meira að segja strax til eftir saumaskapinn.. mér er allri að fara fram.. ætli ég sé að verða fullorðin??

Saturday, September 17, 2005

Pensilín og gratis pillur !

Umm sit og hef kósý kvöld með sjálfri mér með kertaljós að glápa á Imbann, nýbúin að taka til, skúraði allt og bónaði -það var sko kominn tími til. Sat og föndraði í allan dag.. læri á morgun.. eða held áfram að dútla mér og fer að sauma mér e-ð flott.
Annars þá gæti heilsan alveg verið betri.. eyddi morðfjár í lyf í gær, hef ekki tekið lyf í háa herrans tíð. En ég þurfti pensilín við hálsinum og notaði tækifærið og lét lækninn skrifa uppá nýtt asmatæki þar sem mitt var útrunnið árið 2003 og pilluna þar sem fjölnota reseftið heima var líka útrunnið. Þökk sé hversu ung ég er að ég fékk pilluna frítt haha, afgreiðslukonan spurði mig hvort ég vildi ekki bara fá allan árs-skammtinn núna þar sem pillan er frí hérna á Skáni þangað til maður verður 21 árs. Jæja svo það er í boði Svíaríkis að margret verður ekki ólétt næsta árið! Ég vildi að það sama hefði gilt um pensilínið og ventolínið.. en nei ég fékk sko að greiða 7 þús krónur fyrir það!

Þrátt fyrir heilsuleysið þá mætti ég á lokahófið í gær og fékk líklega besta mat sem ég hef fengið lengi! Reyktur lax með sætsósu og ristuðu brauði í forrétt, Svínalundir með sósu, fersku salati, ofnsteiktum kartöflum, gulrótum og brokkolíi í aðalrétt og æðislega ostaköku í eftirrétt..umm! Kvöldið byrjaði á Busaleikritinu, þau fóru alveg á kostum, svo var borðhaldið fram yfir miðnætti og ball langt frameftir morgni. Ég skemmti mér konunglega á matnum og gerði tilraun til að dansa en gafst fljótt upp og setti líklega met í því að fara á meðal þeirra fyrstu heim;)

Annars þá er ég búin að setja inn myndir af villunni minni inn í "myndir 2" svo nú getið þið sem ekki hafið heimsótt mig séð hvernig ég bý;) ég tek það fram að það er sko undantekning ef það er ekki svona fínt eins og á myndunum (blikk blikk..)

Jæja ég ætla að halda áfram að vorkenna sjálfri mér hvað mér er illt og fara bara að sofa. Hanna er sko ekki heima og allir hinir vinir mínir eru á djamminu ef ykkur finnst ég hljóma eins og mér leiðist haha.. góða nótt;)

Thursday, September 15, 2005

Komnar inn myndir...

Jæja þá er ég loksins byrjuð að setja inn myndir, þið getið skoðað á linkunum til vinstri "myndir 1&2", verð líka að grafa upp gömlu myndirnar sem ég á á diskum hér og þar og bæta við. Annars finnst mér alltaf langskemmtilegustu myndirnar bara af filmu í albúmum heima, glugga reglulega í þær þegar ég er heima;)

Annars þá er þetta ekki góður dagur.. ég er að drepast úr hálsbólgu.. það er ógeðslega vont að kyngja!!! (uss þurfti að kíkja í orðabókina..ekki gott.. verð að fara að lesa íslenskar bækur!) En þetta eru säkert pöddurnar sem ég át um daginn að segja til sín...

En það sem er gott að ég er að leggja lokahönd á skilaverkefni í Fyrirtækja-hagfræði þá brosi ég nú gegnum hálsbólguna;) Það verður ljúft að leggja verkefnið frá sér í fyrramálið. Svo tekur reyndar hópaverkefni við á morgun sem þýðir fullt af skýrslum á næstu vikum.. húff. En þar sem við erum einnig að leggja lokahönd á Nýnema-djammið þá getur maður farið að einbeita sér að heimavinnunni um helgar (haha.. gott plan;) Lokahófíð er annað kvöld, allir í sitt fíasta púss, fínn 3 réttaður kvöldverður og dansleikur fram undir morgun!
Satt að segja þá þjáist ég af djammþreytu.. ég og Elva erum búnar að plana hitting um þarnæstu helgi: Læruhelgi með góðum mat og videói á kvöldin.. umm ég hlakka til.
En það er meiri gleði á planinu.. fullt af heimsóknum: Fyrst Elva um þarnæstu helgi, svo kemur Raggi eftir 2 vikur, Marie og Jens 2 vikum þar á eftir og Anna meistari 4 vikum þar á eftir og vonandi Mamma þar á milli en það er ennþá bara uppástunga;) Svo er ótímasett heimsókn til og frá Hildi í almannakinu.. ohh mikið er lífið skemmtilegt;)

Jæja.. gógó með verkefnið (já og finna einhvern til að lesa í gegnum stafsetningu og málfar humhumm) Ciao for now

Tuesday, September 13, 2005

Ég mæli með því að þið þvoið grænmetið ,,,,

Ohhhhjjj... ég er ennþá með hroll og mig klæjar í magann!!!
Svo er mál við vexti að ég var að laga mér þennan prýðis kvöldverð: ofnsteiktar svínakótelettur með beikoni, gulrótum, sveppum og lauk í svona tómapure með hrísgrjónum sem er nottla ekki frásögufærandi nema fyrir það að þegar ég ætlaði að útbúa salat með því þá tók ég eftir því að kálhausinn minn var svo grálúsugur og iðandi í pöddum að ég er hissa á því að hann hafi ekki getað labbað sjálfur á borðinu!!!! OJJJ og ég var sko búinn með helminginn og hafði ekki þvegið kálið:(
Svo hér eftir geri ég ALLTAF eins og mamma segir og þvæ grænmetið og laga alltaf mat með gleraugun á mér og öll ljós kveikt!
Maturinn bragaðist annars afbragðsvel svona salatlaus;)

En áframhaldið af Desperate housewifes byrjar hérna í kvöld, mikil spenna.. tvöfaldur þáttur. Ég missi reyndar af fyrsta þar sem ég er að fara í ræktina ætla að fá útrás á Hönnu í Boxi.. hehe hun er heppin í dag að ég er ekkert pirruð og er bara í góðu skapi svo ég verð bara slök;) verð að hlaupa, ætla að reyna að brenna öllum pöddunum sem ég japlaði á í vikunni...

Sunday, September 11, 2005

Náði loksins að hefna mín...

Jæja loksins náði ég mér niður á Stefani eftir pussbiljetterna! Haha við vorum að spila í partýi í gær og ég fékk "hringja og hrekkja vin" svo ég lét Calle hringja í Stefan og biðja hann að vinna á lokahófinu hjá Iðnverkfræðideildinnni sem var þetta sama kvöld, því ég vissi að hann ætlaði þangað á eftirsleppið. Í staðinn buðum við honum að hann fengi frían miða á lokahófið hjá sinni deild og frítt að drekka allt kvöldið, myndi bara vinna 10-12 en mætti drekka frítt á barnum restina af kvöldinu!
Hann sagðist ætla að hugsa málið og hringja eftir smá stund. Við héldum að hann myndi ath númerið og fatta að þetta væri Calle, en nei.. hann hringdi eftir smá stund og spurði hvort þeir mættu koma 2 hahaha, við bara að sjálfsögðu;)
Samviskubitið kom hægt og sígandi yfir því að þeir þyrftu að hjóla alla leið uppí skóla og fara úr partýinu sínu, svo ég hrindi þegar þeir voru farnir af stað, og ætlaði að viðurkenna sekt mína áður en þeir gerðu sig að fíflum uppí skóla haha, svo hringi ég í Stefan og spyr hvað hann sé að bralla, hann samkjaftaði ekki því hann var svo önnum kafinn að segja mér hvað hann væri að fara að gera og var geggjað spenntur og hann væri sko á leiðinni heim o balba.. þangað til ég sagði að þetta hefðum verið við.. strákgreyið steinþagnaði og sagði svo "FYFAN MARGRET!" haha, það besta var að það hlakkaði í öllum sem voru í partýinu með honum og okkur og fannst hann sko alveg eiga þetta skilið;)
Ég var ekki viss hvort ég ætti að þora fram í morgun, en var mikið létt þegar stefan kom inní herbergi til mín brosandi og fannst þetta vel gert haha, en lét mig samt sem áður vita það að hann ætti eftir að hefna sín... O-Ó, hvað á honum eftir að detta í hug núna??

Annars þá er hörð helgi að baki, við byrjuðum á Föstudaginn, ég og Hanna vorum að þjóna á einum nemendastaðnum og djömmuðum þar fram eftir nóttu. Prógram Laugardagsins byrjaði kl 8 um morguninn en það var Nollelördag þar sem nýnemar allra deildaTækniháskólans keppa í alls konar asnaleikum; hindrunarhlaupi, kassabílaakstri, luftbandi, riddara slag og fleira. Nollurnar byrjuðu á því að bjóða uppá hefðbundinn sænskan Sillfrukost, sem er síld og brauð sem er skolað niður með hinum ýmsu snöpsum... ojj ekki alveg það sem maður er mest sólginn í kl 8 á Laugardagsmorgni en það er nottla alveg harðbannað að brjóta hefðina! Svo var komið að okkar hópi að setja upp hindrunina sem við byggðum. Hún samanstóð af trévirki sem þurfti að klifra upp, niður í gummisundlaug sem var full af vatni, undir slá og klifra síðan yfir annað virki. Ég og Hanna gerðum okkur svo ferð niður í bæ til að finna fiskhausa til að gera vatnið soldið girnilegra, haha fengum laxhaus og rækjur, æðislega girnilegt að kafa í því;) Eftir keppnirnar lá leiðin heim í sturtu og beint í party heim hjá Jenný, þar sem allir klæddu sig upp fyrir þema party kvöldsins. Þemað var sjúkrahús og elliheimili, en mér tókst loksins að setja nokkrar myndir inn hér fyrir neðan, en svo hætti programið aftur að virka:( Hanna stóra átti tvímælalasut flottasta búninginn en hun fór í fataskápinn hjá ömmu gömlu og fór á kostum. Maður reyndi að komast hjá þvi að þurfa að labba með henni haha! Nágranni minn lánaði mér hækjurnar sínar og sat bara heima allt kvöldið, nei djók, hann þurfti þær ekki lengur! Svo tæmdum við heilan pakka af plástrum og vorum til í slaginn:)

Við stelpurnar skruppum í IKEA á Föstudaginn eftir skóla og nánast tæmdum verslunina.. svo nú er ég kominn með fullt af fínum nýjum hlutum í herbergið .. á bara eftir að taka til!

Útvarpsviðtalið gekk bara vel í síðustu viku haha, ég nottla passaði mig að segja ekki nokkrum manni frá því hvenær þessu væri útvarpað fyr en eftir að þetta var búið, en nei.. þá hafði mamma verið búin að hringja í alla ættina og segja vinum mínum frá þessu og alles haha, smá klúður ;)

Annars þá er kominn tími til að læra, fullt af skilaverkefnum í vikunni, og ég er kominn með staðfestingu á því að ég er ALLTAF í skólanum. En það stóð í dagblaðinu um daginn að nýjustu rannsóknir sýndu að Väg- och Vatten nemendur eru að meðaltali í flestum tímum á viku í skólanum miðið við allt annað háskólanám í Svíþjóð! Svo það er ekkert skrýtið að mér finnst ég aldrei vera í fríi, sem minni mig á það að ég er í skólanum samfleytt frá 8-5 á morgun, svo kominn tími til að gera eitthvað að viti.. bæjó í bili!

Jenny og Grandma-death herna hah Posted by Picasa

Calle slasadur och Jenny hjukka Posted by Picasa

Hannus, Jenny, Ola och �g, st�rh�ttulegar me� h�kjurnar! Posted by Picasa

Tuesday, September 06, 2005

Úr brúðkaupum í barneignir..

Ohh hún Gyða Valdís er búin að eignast lítið kríli, Til hamingju!!! þetta verður örugglega sætasti strákur í heimi:)
Annars þá rignir börnunum alveg niður, fjórða barnið er víst á leiðinni í mínum árgangi heima á Krók, duglegt þetta lið! Ég var að stinga upp á því að Sigríður væri bara næst, ég meina hún er nottla orðin fyrsta stóra frænkan í árgangnum;) Ertu ekki til Sigríður? Þessi þrítugi af ströndinni nokkuð farinn?

Annars þá sá ég svo ógeðslega mjóa stelpu sem var með mér í tíma í dag.. að ég sver það að lærin á henni voru MJÓRRI en handleggirnir á mér!!! (ekki að þeir séu neitt litlir.. en var kannski að vonast til að þeir væru ekki á við neins manns læri!!) Það hlýtur að vera erfitt fyrir hana að labba, pælið í því.. eins og ég myndi alltaf labba á höndum....!

Annars er ég búin að vera rosssalega dugleg í ræktinni.. er einn stór träningsverkur núna.. outch!!! Tók meira að segja morgunskokk fyrir skólann í morgun. En hafiði engar áhyggjur ég fæ mér sko vel að borða í staðinn eftir að ég velti þessari horuðu stelpu fyrir mér í morgun.. þetta var sko ekki fallegt!

Að lokum vildi ég óska gamla settinu mömmu og pabba til hamingju með daginn þau eiga neflinlega silfurbrúðkaupsafmæli í dag ;o) Váá 25 ár... eru þau virkilega svona gömul?? Nei þau hljóta að hafa gift sig ung!
En við systkynin gerðumst svo sæt í okkur og fögnuðum því að þau hefðu kynnst (s.s. að við hefðum orðið til..) og buðum þeim út að borða rómantískan kvöldverð á Kaffi Krók í kvöld, vonandi að þau hafi skemmt sér konunglega þó pabbi væri einn að verki að segja mömmu brandara;)

Monday, September 05, 2005

Brúðkaup í vændum???

“Ég og þú, alla tíð, Spurning er og ég svarsins bíð...Ást mín er... “
....uss ég verð heldur betur að fara að læra að syngja og hita upp raddböndin, það var nefninlega engin önnur en hún okkar Ósk sem greip vöndinn í brúðkaupi um helgina!!! Við lofuðum hvor annari þegar við vorum litlar að við myndum syngja uppháhalds lagið okkar af Pott-Þétt ást disknum (haha) í brúðkaupinu hjá hvor annari, og þessi samningur stendur sko enn ;o) Ég er farin að svitna, ég kann ekki textann... ætli það fari að koma að þessu? Húsið, maðurinn og bíllinn eru komin...o-ó bara giftingin og börnin eftir... Ósk láttu mig vita í tíma, ég þarf að komast heim á klakann og hafa góðan tíma með stelpunum í skipulegningu á gæsapartý aldarinnar haha!

120 þús.króna ávísunar greiðandinn hefur ekkert haft samband við mig aftur, virðist vera skítt sama um þessa peninga, ég get alveg haldið þeim og lofa að leggja mig alla fram við iðkun þjóðlagahlustunar..en nei ætli ég setji ekki heiðarleikann í hámark á morgun og hringi og minni þá aftur á að þetta sé hjá mér í óskilum!

Hún Margrét fékk frekar skondið mail í dag -hún er beðin um að koma í útvarpsviðtal á morgun haha! Fréttamenn frá RÚV voru í reisu um Noreg og eru að vinna að þætti sem er m.a. um skólann minn í Noregi og fiskuðu mig uppi. Ég sagðist ætla að gera mitt besta í því að leggja mitt af mörkum við þetta allt saman (húff stress kast.. reyna að stama ekki.. rugla ekki saman tungumálum og segja bölvaða vitleysu) Þetta á sko eftir að vera í skondnari kantinum haha.

Annars þá er fullt að gera í skólanum, og að ógleymdu félagslífinu. Skóli 8-15 (og jafnvel 18 eins og í dag.. húff, ætti að vera bannað!), ræktin, heimavinnan, spjalla á skype, phadder fundir og hittingar, hanga með krökkunum, eyða tíma í ekki neitt, sitja úti í sólbaði, elda mat, djamma og læra um helgar.. af hverju er dagurinn ekki lengri? Annars er bara allt mjög gott að frétta:o)

Bekkurinn fór út á Föstudagskvöldið með öllum nýnemnunum. Fyrir Partý með Phadder-hópnum hjá Hönnu, matur á Sydskånska Nation, millipartý hjá Hönnu, lifandi tónlist á Sydskånska.. Hanna sýndi okkur sko hvernig á að gera Sigríði uppá sviði, hún spilaði hvorki meira né minna en 3 lög á hristikringlu með bandinu uppi á sviði og ég að missa mig á meðan í nettum hláturskrampa fyrir framan hana. Hreinasta snilld að djamm með þessum grúppíu vinkonum;)

Hlakka sko til að fara á gott Stuðmannaball (já eða bara Upplyftingu haha) með henni Sigríði minni þegar ég kem heim :)