.....?

Tuesday, November 29, 2005

Nagladekk og Sushi

Jæja.. það er sko komin tími til að setja naglana undir hjólið!! Það er orðið stórhættulegt að hjóla hérna.. því það er svell á öllum hjólastígum. Þar sem ég á líklega heimsmetið í þvi að fljúga á hausinn... næ sko ekki niður á hjólinu:/.. þá ætti ég kannski annað hvort að fá mér nagla eða fara að flestra ráðum: skilja hjólið eftir heim þegar það er ófært!!!

Ég setti nýtt met í dag, sat á bókasafninu í 5 og 1/2 tíma, skrópaði reyndar í ræktina í kjölfarið.. en en maður getur ekki verið duglegur í öllu!

Ég er að fara á tóleika með Mugison á morgun.. (tala ég eins og ég viti alveg hver hann er..) en Sjana sendi mér sms hvort ég vildi koma út að borða svo á tónleika með Mugison á eftir.. ég sagðist vera með í geim og setti mér það markmið að komast að því hvað Mugison væri fyrir Miðvikudaginn hah:) Ég er semsagt búin að komast að því að þetta sé afbragðs tónlistamaður og íslenskur í þokkabót. Semsagt.. Íslendinga hittingur á morgun; Sushi kl. 19 og tónleikar með mugison á eftir!

Og nú kallar Þriðjudagsmaturinn.. umm ég ætla að drýfa mig fram í veisluborð, verður spennandi að sjá hvað Ameríkani og Austurríkismaður geta hrist fram úr erminni....

Sunday, November 27, 2005

Hótel Mamma -fimm stjörnur

Haha ef ég á ekki æðislegustu (jah sumir myndu segja skrýtnustu;) foreldra í heimi hahah.. þau eru svo fynndin. Raggi var semsagt að spila á króknum í kvöld og ætlaði að koma við heima í kaffi fyrir leikinn. Þá var mamma að sjálfsögðu búin að gera hlaðborð: steikja pönnukökur, baka, smyrja, steikja kótelettur o alles. Svo spyr hún hvað þeir séu eiginlega margir í liðinu og sagði Ragga svo bara að koma með liðið í kaffi eftir leik! Jújú þeir mættu 15 borgarpiltar og menn í sunnudagskaffiboð til múttu gömlu;) Þeir töpuðu nefninlega leiknum greyin, svo þetta var þá ekki algjör fíluferð fyrir þá norður haha. Mamma hafði orð á því hvað henni fannst húsið vera lítið þegar 15 menn með meðalhæð yfir 1.90 fylltu húsið;)

Annars þá er ég bara búin að vera dugleg um helgina.. jah eða svona semidugleg! Ég er allavega búin að sitja og læra alla helgina, en það má svosem deila um afköstin. En ég náði markmiðinu þegar ég fór á bókasafnið í 3 tíma í dag. Maður ætti endilega að gera það oftar! Ég launaði mér það með 3ja rétta máltíð þegar ég kom heim: graflax í forrétt, faitas í aðalrétt och ís í eftirrétt.. ummm! það var nú reyndar soldið einmannalegt að gera svona góðan mat ein, en hún Hanna, hinn helmingurinn minn, var einmitt ekki heima um helgina:/

Í sambandi við jólakeppnirnar, þá lýst mér vel á reglurnar hennar Elvu hingað til (þú getur kannski sniðið þær aðeins betur að minni hentusemi ok??) en mér lýst sérstaklega vel á vinstrihandar regluna þar sem ég er hvort sem er hálf hreyfihömluð á þeirri hægri;)

Það er víst 1. í aðventu í dag.. vííí.. ég ætla semsagt að stilla sprittkertastjökunum mínum 4 úr IKEA fallega upp og þykjast eiga aðventukrans og hita mér glögg í tilefni dagsins og halda áfram að rembast við þetta blessaða stærðfræðidæmi sem snýst í hringi í hausnum á mér;)

Friday, November 25, 2005

Jóla- jóla- jóla snjór!!!

Í nýjustu fréttum er það að það verður haldið Rocket-Man partý um jólin.. Ósk verður á fremsta bekk og restin skoppar um af hlátri og gerir sitt besta í þvi að reyna að ná andanum eftir hlátursköstin! Svo er hún búin að lofa að halda tónleika.. lokaslagerinn verður "Bíddu pabbi" í enn nýrri útfærslu.. síðast var áherslan lögð á "heim á leeeeiiiiðððð.." það verður áhugavert að sjá hvað verður fyrir valinu í þetta sinn;)
Ég verð kannski bara að halda uppá afmælið mitt í tilefni að þessu öllu saman svo við komumst nú í gegnum prógramið.. hvað segið þið jóladagur kl. 2?? Eða eru allir kannski ennþá á leið í matarboð til ömmu;) haha þetta var sko ekki heppilegasti dagurinn til að bjóða í 25 manna krakkafmæli þegar maður var lítill :)

Talandi um afmæli þá er ég að fara á skype afmæli í dag.. haha Raggi ég býst við kökum og kræsingum takk!! hihi;)

En jólin nálgast.. ég tel niður í verkefnum og prófum. Skilaði næst síðustu ritgerðinni inn á þri, og þarf að skila næstu inn eftir 1, 5 viku, fékk niðurstöður úr hagfræðiprófinu í dag.. gekk mjög, svo nú verður auðveldara að komast í gírinn. En helgin verður lærdómshelgi!! Ég og Hanna ætlum reyndar að þjóna á Hallands í kvöld (einn nemendastaðurinn) og taka nokkrar sveiflur á dansgólfinu til að hrista af okkur slenið fyrir bókalesturinn;)

Og að gleðifréttum ársins.. það er kominn snjór í Skåne!!!!! og það er svo jólalegt.. í tilefni þess setti ég upp Georg Jensen gullskrautið mitt, model 2004 (eina jólaskrautið mitt reyndar;)

Það er búið að plana program fyrir jólin, það má segja að það sé að finna örlítið keppnisskap í okkur systrum! Allavega þá mun keppnin standa á milli mín og Ragga och Helgu og Bjarna og keppnisgreinarnar verða:
Fótbolti -þar sem ég á líklega eftir að bjarga einu sigurmarki eða svo...
Körfubolti -þar sem ég og helga eigum líklega bara eftir að þvælast fyrir....
Snjóþotu/sleða keppni -ég hef lúmskan grun um að helga og bjarni séu samanlagt þyngri en ég og raggi og eiga eflaust eftir að vinna út á það haha
Skíðakepni -hef einnig lúmskan grun um að H&B eigi eftir að hafa sigur í þeirri keppni nema þau eigi hreinlega eftir að drepast úr hlátri þar sem ónefnd manneskja hefur víst reynslu af því að fara hrakförum á skíðum...
Bandý -þar á ég kannski helst séns þar sem ég hef nu keppt í bandý á annað ár haha
Bakstur -þessari grein var bætt inn af sanngirnisástæðu.. til að vega upp á móti skíðunum;)

Allavega ef það er einhver sem hefur áhuga á því að taka þátt í turneringunni þá er það bara hafa samband og skrá sig fyrir 5 mín í keppni, þáttaka er gratis :)

Sunday, November 20, 2005

Ég skoraði mark!!! Jibbý

Hið ótrúlega gerðist í gær!... (ég veit að fyrir Sigríði og Ósk hljómar þetta jafn ótrúlegt og að jörðin færi skyndilega að snúast í öfuga átt)
En svo er mál við vexti að ég keppti í fótbolta fyrir V-sektionen í deildakeppni í háskólanum í gærkvöldi... ég sem er nú líka þekkt fyrir mína sérstöku "hæfileika" í boltaíþróttum yfir höfuð haha. Liðin voru svoleiðis að það voru 4 strákar og 1 stelpa á vellinum í einu svo þið getið ímyndað ykkur marblettina og brunasárin eftir tuddalegan leik.
Ekki nóg með það að ég hafi látið hafa mig útí þetta heldur unnum við turneringuna eftir að hafa unnið alla leikina á móti hinum deildunum og að lokum spennandi úrslitaleik á móti 1. árs nemunum í okkar deild. Staðan var 1-1 þar til ein mínúta var eftir og þá gerðist hið ótrúlega: Ég skoraði mark.. og það úrslita markið í keppninni! Hahaha ég er semsagt að hugsa um að leggja fótboltaskónum (sem voru reyndar adidas frjálsíþróttaskór) bara á hilluna á toppnum og enda karierinn með style;) Ég hljóma eins og lítill montrass.. en ég er líka ógeðslega montinn! ;)
(en að því minna ótrúlega: þá átti ég óneitanlega mörg sérstaklega skemmtileg klúður líka! t.d. ein fyrir framan mark í 2 m fjarlægð og skaut framhjá.. hmmm og flaug á hausinn bara svona undan sjálfri mér... o.s.frv. ;)
En þess má geta að Hanna var markahæst í liðinu okkar.. svo við stelpurnar sáum um mörkin þrátt fyrir að strákarnir hafi verið 4 inni í einu og bara 1 stelpa.. Go-girls;)
Verðlaunin voru farnads"bikar" - eða stór farandsapi sem var í gulum fötum.. nú þarf bara að sauma á hanna blá föt (litur V-sektionen) og stilla honum upp á fallega hillu í skólanum. Þar að auki fengum við hver sinn hafragrjónapakkan í verðlaun.. mjög vegleg;)
Allavega þá er þetta nóg um sigurfarir helgarinnar.. að öðru leiti þá eru bara hamfarir.. (ritgerðarskrif..) svo ég ætla að loka mig frá umheiminum þangað til á mánudagskvöld/ hejdå så länge!

Thursday, November 17, 2005

...andlaus og fótalaus..

Ég þjáist af alvarlegum skorti af "motivation"... öll góð ráð.. meira en vel þegin!!! Ég og Hanna erum búnar að reyna allt.. hvíldum okkur á lærdómnum í gær til að vonast til að andinn kæmi yfir okkur í dag, fórum svo á Mc.Donalds í hádeginu til að hlaða batteríin.. ekkert af þessu virðist vera að virka:( Ég er alveg búin að komast að því að 5 stk. 12 síðna skýrslur á 6 vikum verða ekki á óskalistanum á næstunni !!!
En það var frost í morgun.. umm jólaveður.. kannski mig vanti bara jólalögin til að komast í gírinn???
Nú er ég hjólalaus alveg þangað til á morgun, hjólalaus í Lundi er svona eins og að vera bíllaus í Reykjavík og fótalaus annarsstaðar í heiminum. Ég sendi það í viðgerð eins og auli, ég hefði nú getað skipt um afturdekk sjálf en það þurfti hvort sem er að setja nýja gíra á það (er búin að vera föst í þygsta síðan í vor..) svo ég sendi það bara í allhliða viðgerð. Það er sko búið að vera sprungið í mánuð, byrja alltaf á að pumpa á morgnanna og áður en ég fer heim úr skólanum, svo þetta verður eins og nýtt líf.. loft í dekkjunum og hægt að skipta um gír:)
En þetta kostar mig reyndar 50% af kaupverði hjólsins (sem lýsir kannski gæðum hjólsins fyrir;)

En djamm í kvöld, fyrir suma, ég fer á matinn og milliparty því ég þarf í skólann frá 8-3 á morgun og ritgerðaskrif alla helgina... góða helgi...

Tuesday, November 15, 2005

Köben helgi

Jæja þá er mín búina að rumpa öllum jólagjafainnkaupum af.. ohh hvenrnig getur þetta verið svona gaman??? Á það til að gleyma mér niðrí bæ.. svo hjóðar farangurinn heim um jólin svona: 35 kg jólagjafir, 1 par af nærbuxum handa mér, svo verð ég bara að klæða mig í öll þyngstu fötin lag eftir lag, og jafnvel leggja jólagjafir hér og þar, vasa, skó og jafnvel hettur;) en það þýðir þá ekkert annað en að rumpa þessum prófum af með style því það verður ekkert pláss fyrir bækur í minni tösku!
Fór svo út að hlaupa eftir innkaupin í dag til að ná mér niuður fyrir lærdóminn (sem ég er ekki enn byrjuð á btw1)

En í stuttu máli þá var helgin hreinasta SNILLD! Verð að fara dýpra í hana seinna eða vona að Anna eða Elva geri ýtarleg skil á helginni sem fysrt svo ég geti bara sett á hana link haha (humm humm take a hint...) en Erotica Museum, út að borða á mexikóskum veitingastað, Jólatívoí, hestavagns/hjóla taxi upp strikið, út á skrallið, sofa þrjár þversum á einum svefnsófa, 10-kallafyllerý á MC donalds, strauja kortið á strikinu, nánast velta lestinni á leið til Lundar, Korridorpartý, dansaloss til hálf 6 á árshátíð í skólanum, franskar og majones til 7 um morguninn, líða eins og maður hafi vaknað á ruslahaug (já eða endurvinnslustöð) svo að sjálfsögðu beint í verslunarmiðstöð þar sem kortin voru farin að rauðglóa.. (allavega mitt) stelpurnar voru svo assskoti þunnar að ég hálfdró þær á eftir mér í bandi haha;)

En þetta gerist varla betra!!

Verð samt endilega að fara dýpra í ferðalagið á milli Köben og Lundar, eftir að hafa misst af lestinni einu sinni þá komumst við loksins af stað. Ég var hálf utan við mig þegar við vorum að nálgast Lund og að tala í símann þegar stelpurnar spyrja "eigum við ekki að fara út?" ég bara "jú.. fljótar" svo heyrðist: Hurðirnar lokast NÚNA! ég með allan farangurinn næ að smegja mér úr lestinni og sé svo önnu klemmast á milli í hurðinni með bjórinn og helminginn út úr lestinni, og hinn helminginn og farangurinn inni Hahaha (var frekar fynndin sjón!) svo ég hoppaði og skoppaði og benti lestarstjóranum á að vinsamlegast keyra ekki af stað!! Haha hann opnaði sem betur fer og allar komumst við óhulltar út. Þegar ég var rétt búin að sleppa út "húfffinu" og líta snöggt til hægri og vinstri áttaði ég mig á því að við vorum in the middle of nowhere.. EKKI Í LUNDI!!! Hahahaha, við dóum úr hlátri og stukkum upp í lestina á methraða og biðum bara eftir að Anna myndi klemmast á milli. Þetta hafðist, en við vorum rétt búnar að missa af stoppinu í Lundi þar sem við vorum að missa okkur úr hlátri!

En.. Elva og Anna.. komið að ykkar helmingi af sögunni, það er ykkar að ritskoða helgina áður en hun verður sett á netið hahaha:)

Hej då.. plugg plugg

Thursday, November 10, 2005

Pjölluvinafélagið í Köben

Ég er ennþá með strengi síðan á Föstudaginn síðasta... þetta hefur aldrei verið svona slæmt!
En það er allt brjálað að gera.. lít á það sem góðan hlut því þá koma jólin fyr! Ég er að sjálfsögðu að verða búin að kaupa allar jólagjafirnar.. ég veit það er bara byrjun nóv.. ég er svona last-minute manneskja í öllu nema þegar kemur að jólainnkaupum;) Rembist við að halda aftur að mér við að setja jólalögin á fóninn!

Var á Íslendinga-stelpu kvöldi í gær með Sjönu, Völu og Teklu. Sjana bauð okkur með í Staffa-partý/komedikväll á skemmtistaðnum sem hun er að vinna á. Fengum okkur góðan mat og öl með og hjálpuðumst svo að við að skilja sænska brandara haha;) Tókum svo eftir því að við fórum fyrst að hlægja á sama tíma og allir hinir þegar Ástralski skemmtikrafturinn byrjaði!

Á Sunnudaginn síðasta var UWC-reunion hérna í Lundi! Bakaði Snikkarbua-ostaköku bara til að rifja upp góða tíma.. umm kaloríbombur eru alltaf jafn góðar! Hitti Mahmoud og David úr mínum skóla, svo voru Svíar sem voru í UWC skólum annarstaðar í heiminum.

Gamanið er ekki búið því ég er að fara til Köben á morgun, jibbý.. Anna tssszz- tssz er mætt í Öresundið! Þar ætlar pjöllufélagið að taka vel á því í skemmtun og söng og gera sér glatt kvöld í Tívolíinu og þræða svo skemmtistaði borgarinnar langt fram á morgun, sjáum svo til hvort farið verður beint í verslunarleiðangur eða hvort við förum heim að hvíla okkur áður haha. En það kemur ekki til greina að vera slappur eftir Köben-skrallið því stefnan verður sett á Korridorsfest hjá mér á Laugardagskvöldið.. endalaust gaman saman! (svitna við að hugsa til lærdómsins í næstu viku...) Hún Hildur-Dildur ætlar að slást í hópinn á Föstudaginn (þ.e.a.s. ef hún uppfyllir kröfur pjöllufélagsins..) ;)

Anna hin ótrúlega, KLAUFI með meiru, komst nú ekki alveg áfallalaust úr landi heldur tókst henni að sjálfsögðu að velta bílnum á heiðinni á leiðinni suður! En til allrar hamingju er Anna gerð úr járni, tekur alltaf lýsi og frískamín svo það sá ekki á kellu (kannski bara því hún ætlaði sér að komast til Köben, en hún á eflaust efitir að molna niður þegar hún lendir í Leifsstöð á Sunnudaginn) jah þá verður hún allavega í stíl við bílinn sem er víst ekki alveg heill eftir þessar hrakfarir :/
Ég var ekki alveg að kaupa þetta fyrst þegar Elva hringdi og sagði mér frá þessu þar sem Anna var búin að segja við mig daginn áður að henni ætti örugglega eftir að takast að klúðra því að komast út og klessa á eða keyra útaf á leiðinni! En ég væri svosem ekkert hissa þó þær væru ennþá bara að jävlast aðeins með mig og notfæra sér hvað ég er auðtrúa! Allavega, Anna er heil og allir eru glaðir (nema bláa hondan væntanlega)

Jæja kominn tími í að læra.. tjah eða jafnvel leggja sig ef ég á að halda út helgina.. annars þá kem ég heim í jólafrí eftir...
-... BARA 2 efnafræði/unhverfisritgerðir
-... 1 skilaverkefni í Straumfræði
-... að hafa vonandi staðist erfiðasta, en jafnframt síðasta, stærðfræðiáfangann
-... 3 próf
-... próflokadjamm þann 16. des!

..þetta samanlagt gefur u.þ.b. 00:25 aðfaranótt 18. des í Leifsstöð

Friday, November 04, 2005

Lífsmark-Jólin-Sandra í GRÖÐ....

Jæja.. ég er lifnuð við aftur!
Var vart við lífsmark síðastliðna viku.. haha vankaði meira að segja hágrátandi eina nóttina þar sem mig var að dreyma að ég væri dauðsvona, en held ég hafi samt verið að gráta því þegar ég sagði Hönnu að ég væri dauðsvona þá var það eina sem hun kippti sér upp við að ég bar orðið luekemi vitlaust fram og fór þvílíkt að leiðrétta mig en var alveg sama að ég væri að deyja hah, þvílík og önnur eins vitleysa sem mann dreymir. Það hefur bara einu sinin gerst áður að ég vakna grátandi.. þá dreymdi mig að ég hefði séð mömmu reykja og tók það svona rosalega nærri mér;) það væri eflaust gaman fyrir einhvern færan að ráða draumana mína.. mig hefur meira að segja dreymt.. nei þetta er ekki internetshæft haha.

Ég er eins og alger smákrakki núna .. ég get ekki beðið eftir jólunum.. BARA 50 dagar eftir vííí! en það er búið að vera svo brjálað að gera í skólanum undanfarið og var í prófi í dag.. sem ég tengdi bara við að hlusta á jólalög og bíða eftir að það kláraðist og þá væru jólin bara komin.. en NEI.. eftir prófið er bara lærdómshelgi framundan! ÆÐI.. (það eru samt komin smá jól þar sem ég stalst til að kaupa jólaglögg í byrjun nóv... awww)
Ég er samt búin að vera þvílíkt afkastamikil í dag....

-skrifa próf í 5 tíma
-þvo 3 TROÐfullar þvottavélar
-fara í ræktina.. 1,5 tíma styrkgympa
-gera stórnatarinnkaup

.. reyndar þá....

-gleymdi ég vasareikninum mínum fyrir prófið
-var alveg komin tími á að þvo... það var farið að flæða svo alvarlega út úr óhreinataugskörfunni að ég var í mestu vandræðum hvar ég ætti að stíga niður fæiti
-var í svo lélegu formi að það hálf leið yfir mig í upphitun. Ég kaldsvitnaði, sá bara svart og var ógeðslega óglatt svo það endaði með því að ég lagðist bara á dýnuna í miðjum æfingum. Mattias leit á mig og sagði "þú ert eins og draugur!" haha svo kom kennarinn hlaupandi og bauð mér þrúgusykur: ég (draugurinn) sá bara svarta bletti sem buðu uppá þrúgusykur.. draugurinn afþakkaði og læknaðist með vatssopa stuttu seinna og hélt æfingunni áfram. Orsökin er ennþá ókunn.
-var alveg komin tími á innkaup, búin að nauðga frystikistunni heldur betur á síðustu vikum og komin með frekar mikið leið á hinum ýmsu útfærslum af fiski og kjúklingi með engu

Uss ég hlaut 7 ára ólukku í dag, þar sem spegillinn á veggnum hoppaði niður á gólf algjörlega hjálparlaust! og við erum ekki bara að tala um að hanna hafi brotnað.. heldur það í 10000 bita svo þegar ég var farin að geta púslað saman hluta úr speglinum úr brotunum sem ég gat plokkað úr fótunum á mér... outch... það var fyrst þá sem ég var tilneydd að taka almenninlega til!

Það sem bjargaði deginum var hins vegar skemmtilegt lag sem samið var sérstaklega um hana Söndru í Tröð sem var víst ótrúlega gröð;) lagið er að finna á veraldrarvefnum á slóðinni:
http://www.rokk.is/default.asp?Flytjandi_ID=1860&sida=um_flytjanda og lagið heitir "hún er gröð" Ég hélt hreinlega að ég myndi missa mig þegar ég hlustaði á þetta! Ég get ekki beðið eftir bekkjarmóti ef Andri lumar á fleiri smellum hah;) Mæli með því að þið hlustið á þetta...


Það var soldið skondið um daginn, ég leit upp frá bókunum og skellti mér í Bíó með Madde og hennes vinkonum. Fórum á "In her shoes" sem er btw bara hreinasta snilldar skemmtun, en að efninu þá var ég að tala við eina stelpuna sem ég hef oft hitt og ég sagði eitthvað með "heim til Íslands". Þá þagnaði hún í smá stund og sagði, sagðistu vera frá Íslandi? Svo spurði hun hvað ég hefði búið lengi í Svíþjóð, þá þagnaði hun ennþá lengur og sagði.. en talar maður þá sænsku á Íslandi??? Ég varð alveg ógeðslega monntin ;);););) hún hélt ég hefði alltaf talað sænsku jíbbý!

Ég skemmti mér alveg konunglega í afmælinu Hönnu og Íslendingapartýinu hjá Sjönu um síðustu helgi, og þrátt fyrir þónokkur OPAL og Topas skot og að við höfum verið lengi að, þá stóð ég við mitt og vaf mætt á bókasafnið kl 10:00 á Sunnudagsmorgun;) Fyndið að ég er að verða eins og foeldrar mínir.. þeir drekka ekki áfengi helfur borða það bara, ég borða ekki nammi heldur drekka það bara!

Góða nótt.. þetta var sérstaklega uppfært fyrir Kristínu Unu sem var farin að reka á efitir uppfærslu vegna blogfíknar sinnar hah;)