.....?

Thursday, January 26, 2006

Nýjar myndir...

Er búin að setja inn fullt af nýjum myndum.. frá öllu jólafríinu og síðustu helgi.. Þær er að finna í "Myndir 3"

.. Still here..

Jamm jamm ég er enn á lífi.. hef bara haft það alltof gott til að nenna að vera að blogga;) Vegna fjölda áskorana ætla ég að skella inn smá update hehe.
Jólafríið var æðislegur mánuður.. í stuttu máli þá borðaði ég æðislegan mat, slappaði af, át, djammaði, svaf, át, hitti vinkonurnar, át, slappaði meira af..ummm! Áramótapartýið heima hjá Ósk með Zoolanderþema, pappírshöttum, hljómsveit og tilheyrandi stóð án efa uppúr;) Svo fórum við Raggi suður eftir áramót og gerðum íbúðina hans upp hátt og lágt. Náðum að gera hana íbúðarhæfa og eyða nokkrum góðum dögum þar og meira að segja halda tvö matarboð áður en ég fór aftur út. Hlakka sko bara til að koma aftur heim í frí:)
En ég kom til Lundar mán. 17. jan.. brjálað að gera í skólanum síðan þá og hér er geggjað mikill snjór. Semsagt opinberlega ófært fyrir hjólreiðamenn þar sem hjólastígarnir á milli skólans míns og þar sem ég bý eru ekki mokaðir!!! En við látum það nú ekki á okkur fá og hjólum samt.. haha og ótrúlegt en satt þá hef ég ekki dottið enn. Það er nú samt búið að taka mig af löggunni. Ég var á leiðinni í afmæli til Sjönu skvísu á Laugardagskvöldið og hugsaði með mér "löggan getur ekki verið úti að leita að ljósalausum hjólreiðamönnum núna þar sem það er ekki nokkrum öðrum hálvita sem dettur í hug að hjóla í þessu veðri örðum en mér".. 200 m síðar var ég stöðvuð af 2 lögreglumönnum!!! Það að vera hvorki með fram- né afturljós né glitaugu þýðir sekt uppá 7.000 íslenskar krónur takk fyrir og þeir eru MJÖG strangir! Ég kallaði fram gamla smeðjulega "yfirviktarbrosið" mitt sem hefur oft nýst mér vel á flugvöllunum og sagði: "Ég er bara akkurat að sækja ljósin mín núna þar sem ég hjólaði sko heim í björtu í gær" (YEAH ALL RIGHT) Hann brosti til baka og bað mig vinsamlegast að reiða hjólið þá bara héðan í frá:) ég bara TAKK!!! heh græddi 7 þús kall það kvöldið.. EN þurfti að labba geðveikt langt, svo ég tók svona 40 míútna skokk með hjólið í einari fyrir djammið;)
Hitti Rakeli frænku í partýinu, gaman að tjútta með skvísunum.. ég set inn myndir frá kvöldinu við tækifæri (já og jólafríinu líka.. verður svona hálft ár þangað til ég kem þessu í verk..)

Mamma og Halla eru að koma á Laugardagsmorguninn.. við erum að fara saman á fyllerý yfir helgina! Haha nei nei, þær eru að koma í skemmti- verslunar- afslöppunarferð til mín, við ætlum að vera í Köben á Laugardaginn og gista, koma svo yfir til Lundar á Sunnudaginn og gera okkur 2 góða daga, svo fara þær aftur heim á Þriðjudaginn. Verður gaman saman.. alltaf gaman að tjútta og hlusta á klúra brandara frá gömlum kellum;) Svo eru bara 20 dagar í að Raggi komi.. vííí!

Ég er að ganga frá skiptinemaumsókninni minni í þessum töluðu orðum. Ég er semsagt að sækja um að koma heim til Íslands sem skiptinemi næsta haust haha, verður skondið... ætli ég verði sett í Íslensku kennslu með hinum útlendingunum?? Maður er svosem farin að ryðga.. næsta haust verða komin 4 ár síðan ég flutti!
Annars þá verður herbergið mitt hér í Lundi líklega til leigi næsta skólaár.. svo ef þið vitið um einhvern sem er á leið á vit ævintýranna til Lundar.. hafiði endilega samband!

Jæja.. ég kannski kem mér í verk með að setja inn myndir.. svo það er aldrei að vita hvort þær verði komnar inn seinna í dag...

Ciao í bili/ Maggan