bloggátak og útlönd
Ok Ok .. spurning hvort það er hægt að vera lélegri við að blogga??? fréttir á 2ja vikna fresti.. hmm .. skal bæta þetta:)
Það styttist í ÚTLÖND hérna megin... vííííííííí:) Við Raggi ætlum að skella okkur til Köben og Lundar á Föstudaginn og vera þangað til á þriðjudag. Mér reiknast að þetta sé nægilegur tími til að fara í afmælisveislu til Dildar á Föstudeginum, versla jólagjafir 24-7 frá opnun til lokunar, djamma loss í Lundi á Laugardeginum, mæta í afmæli til hAnusar á Sunnudeginum og hitta alla hina og redda því sem á eftir að redda á mán og þri;) Get ekki beðið!
Fréttir síðastiðinna vikna eru eftirfarandi:
-Fórum norður í Laufskálaréttir og tókum litla bróðir Ragga með okkur til að kynna hann fyrir sveitaballamenningunni (Geirmundur var á meðal skemmtikrafta .. svo ekta sjáiði til!)
Hann fékk svo sannarlega að kynnast þessari menningu með troðfullri reiðhöll og tilheyrandi ósiðlegum athæfum á áhorfendapöllunum.. jessus ég missti næstum andlitið!
-Varð fyrir heimilisofbeldi fyrir norðan þessa sömu helgi, þar sem mömmu tókst að mjög líklega brjóta á mér litlu tánna (..ferlið var svona: Mamma missir stóru Kenwood hrærivélarskálina af borðinu - Áááááttttzzzzzzz - arrrg (smá hopp) - ok búin að jafna mig - 15 min seinna ákvað ég samt að líta á greyið vegna erfiðis við gang og fór úr röndóttu táslusokkunum - Óhhh shit.. hún var þreföld og blá og smá kúla sem stóð út úr liðnum! - haltraði það sem eftir var dagsins - teipaði hana vel og skellti mér á ball um kvöldið!
-Fór í ofsalega fallega jarðaför hjá Jósa afa þar sem maður sat með tárin í augunum á sama tíma og maður hálfhló af bröndurunum sem presturinn sagði af honum
-Hef ekki hreyft mig í háa herrans tíð (mjög gott ráð fyrir þá sem eru uppteknir af því að léttast .. eða þ.e.a.s. fyrir þá sem geta horft fram hjá því að allir vöðvar líkamans verða líkari sósu viðkomu, svo heillaráð við svona aðstæðum er að stíga á viktina og sleppa speglinum haha)
-Allt er nú hægt því ég vaknaði með "hálsríg" í öxlinni/hendinni í síðustu viku.. það var ekki gott og hann staldraði við lengi!
-Fórum í þrælskemmtilega útskriftarveislu hjá Bjarna lögfræðingi um helgina... stuðið var svo mikið í partýinu að við komumst aldrei niður í bæ.
-Ég komst að því að ég horfi aldrei á sjónvarpið og fylgist lítið með fjölmiðlum þar sem ég hafði aldrei heyrt um myndina Mýrina og var ekki alveg viss hver forsætisráðherra landsins var (jamm sumir myndu kalla þetta heimsku.. ég kýs að kenna eftirfarandi atr um:
1. að stjórnmálamenn geti ekki bara haldið sig í þeirri stöðu sem þeir lenda
2. að ég les Fréttablaðið alltaf á hvolfi þar sem Raggi nær því yfirleitt á undan mér (svo það er ekkert ólíklegt að ég hafi heyrt um myndina Anirým í stað Mýrinnnar
3. svo kemur það að lokum til greina að vera almennt annars hugar
En jæja það er líklega mjög skynsamlegt að líta í bók núna þar sem það er nóg af skilaverkefnum fyrir útlandaferðina... og styttist í prófin á ljóshraða.. á sama tíma og ég jánkaði því að taka að mér verkefni í vinnunni frá því í sumar... Svo nú ætla ég að spýta í lófana byrja... (þegar ég ég búin að kíkja á öll blogg sem ég nenni að lesa og örugglega búin að tékka öll meilin mín!)
Það styttist í ÚTLÖND hérna megin... vííííííííí:) Við Raggi ætlum að skella okkur til Köben og Lundar á Föstudaginn og vera þangað til á þriðjudag. Mér reiknast að þetta sé nægilegur tími til að fara í afmælisveislu til Dildar á Föstudeginum, versla jólagjafir 24-7 frá opnun til lokunar, djamma loss í Lundi á Laugardeginum, mæta í afmæli til hAnusar á Sunnudeginum og hitta alla hina og redda því sem á eftir að redda á mán og þri;) Get ekki beðið!
Fréttir síðastiðinna vikna eru eftirfarandi:
-Fórum norður í Laufskálaréttir og tókum litla bróðir Ragga með okkur til að kynna hann fyrir sveitaballamenningunni (Geirmundur var á meðal skemmtikrafta .. svo ekta sjáiði til!)
Hann fékk svo sannarlega að kynnast þessari menningu með troðfullri reiðhöll og tilheyrandi ósiðlegum athæfum á áhorfendapöllunum.. jessus ég missti næstum andlitið!
-Varð fyrir heimilisofbeldi fyrir norðan þessa sömu helgi, þar sem mömmu tókst að mjög líklega brjóta á mér litlu tánna (..ferlið var svona: Mamma missir stóru Kenwood hrærivélarskálina af borðinu - Áááááttttzzzzzzz - arrrg (smá hopp) - ok búin að jafna mig - 15 min seinna ákvað ég samt að líta á greyið vegna erfiðis við gang og fór úr röndóttu táslusokkunum - Óhhh shit.. hún var þreföld og blá og smá kúla sem stóð út úr liðnum! - haltraði það sem eftir var dagsins - teipaði hana vel og skellti mér á ball um kvöldið!
-Fór í ofsalega fallega jarðaför hjá Jósa afa þar sem maður sat með tárin í augunum á sama tíma og maður hálfhló af bröndurunum sem presturinn sagði af honum
-Hef ekki hreyft mig í háa herrans tíð (mjög gott ráð fyrir þá sem eru uppteknir af því að léttast .. eða þ.e.a.s. fyrir þá sem geta horft fram hjá því að allir vöðvar líkamans verða líkari sósu viðkomu, svo heillaráð við svona aðstæðum er að stíga á viktina og sleppa speglinum haha)
-Allt er nú hægt því ég vaknaði með "hálsríg" í öxlinni/hendinni í síðustu viku.. það var ekki gott og hann staldraði við lengi!
-Fórum í þrælskemmtilega útskriftarveislu hjá Bjarna lögfræðingi um helgina... stuðið var svo mikið í partýinu að við komumst aldrei niður í bæ.
-Ég komst að því að ég horfi aldrei á sjónvarpið og fylgist lítið með fjölmiðlum þar sem ég hafði aldrei heyrt um myndina Mýrina og var ekki alveg viss hver forsætisráðherra landsins var (jamm sumir myndu kalla þetta heimsku.. ég kýs að kenna eftirfarandi atr um:
1. að stjórnmálamenn geti ekki bara haldið sig í þeirri stöðu sem þeir lenda
2. að ég les Fréttablaðið alltaf á hvolfi þar sem Raggi nær því yfirleitt á undan mér (svo það er ekkert ólíklegt að ég hafi heyrt um myndina Anirým í stað Mýrinnnar
3. svo kemur það að lokum til greina að vera almennt annars hugar
En jæja það er líklega mjög skynsamlegt að líta í bók núna þar sem það er nóg af skilaverkefnum fyrir útlandaferðina... og styttist í prófin á ljóshraða.. á sama tíma og ég jánkaði því að taka að mér verkefni í vinnunni frá því í sumar... Svo nú ætla ég að spýta í lófana byrja... (þegar ég ég búin að kíkja á öll blogg sem ég nenni að lesa og örugglega búin að tékka öll meilin mín!)