.....?

Sunday, February 24, 2008

Allir dagar eru hamingjudagar!

Við Ragnar erum nú ekki þekkt fyrir að rómantíkin sé neitt að kæfa okkur -höfum aldrei haldið uppá sambandsafmæli, bóndadagurinn var eins og hver annar föstudagur nema jú við fórum út að borða því við vorum of löt til að elda (reyndar af ragga frumkvæði og ég hafði ekki hugmynd um daginn), Valentínusardagurinn.. hef ekki heyrt á hann minnst! og loks konudagurinn í dag þar sem raggi tönglaðist á því að ég ætti nú að dedúa við hann í dag, elda fyrir hann kræsingar og með því, þangað til ég leiðrétti hann að það væri reyndar konudagur þá minntist hann ekki á kræsingarnar meir (Jamm hann var ekki að grínast... hann hélt að það væri annar í bóndadegi eða eitthvað)
En jæja þrátt fyrir þennan skort á rómantík á heimilinu þá lifum við bara prýðislífi og bara þónokkuð um hamingju á heimilinu:) ... ég held að þetta sé lykillinn....

.. en varið ykkur stelpur þó þeir séu á hnjánum með kreditkortið þá skulið þið ekki gera þau mistök að taka þá með að versla.. það getur algerlega eyðilagt þessa verslunarstemmningu!! t.d. þegar maður er að kaupa skó og heyrir "áttu ekki svona 3 alveg eins pör" ???

Thursday, February 21, 2008

FRIÐRIK HRINGDU HEIM!!!!

Þvílík samvinna hjá íslenskum gamanþáttarstjórnendum, borgarpólitíkusum og fjölmiðlum!!! Borgarstjórnin leikur efnið í sinn hluta spaugstofunnar sjálf og fjölmiðlarnir taka virkan þátt í að skemmta landanum með því að beita skopskyni sínu í grafalvarlegum fréttum af týndu fólki. Fréttartitillinn "Friðrik Hringdu heim!!!" sé ég ekki fyrir mér birtast nokkurn staðar annars staðar í heiminum en á litla vinalega klakanum:)

Sunday, February 17, 2008

...

Löng og ströng vika að baki. Árleg viðtalavinna við, að þessu sinni, 24 sænska framhaldsskólanema, sem hafa það sameiginlega markmið að vilja fara í United World College fór fram um helgina. Þetta þýðir að við þurftum að lesa 24 mjög góðar umsóknir, taka 24 viðtöl og þar á eftir velja og hafna hverjir eiga að komast áfram í lokaviðtalið. Þetta var sko ekki létt.. pínu eins og krossapróf með amk 20 möguleikum og allir voru réttir... bara pínulítið misréttir!!
Í pásunni á milli daga komu svo Hildur og Bogi í mat, við hristum fram þríréttað á nótime saman. Hildur kom með þennan geggjaða risakrabba nýsendan frá Færeyjum (mjög ólöglegur að veiða.. en þetta grey lenti óvart í netinu:/)

Girnó...!!! en þrátt fyrir það þá var þetta með því betra sem ég hef smakkað:)

Næsta mynd átti að bloggast í síðustu viku, veðurþreyttum íslendingum til upplyftingar (já og kannski hvatningar að koma frekar bara í heimsókn til okkar;)

Semsagt bongó blíða og sólsetur ;)

Saturday, February 09, 2008

gúrkutíð

Ég á það til að hafa orð á gúrkutíð í fréttamennsku.. finnst það ekki vera upphafsfrétt að fólk á Búðum hafi reykt í Landrover jeppa fyrir utan félagsheimili vegna reykingabanns, eða að kindin Kimbalimb sé týnd uppá fjöllum. Finnst það meira að segja soldið sérstakt að það hafi verið sendur flokkur manna til bjargar fé í sjálfheldu uppí kletta... hva til þess eins að fara með þær á sláturhúsið nokkrum mánuðum seinna til að éta þær?? Allavega hliðarspor það, en að pointinu þá hef ég ákveðið að hætta að láta ófréttnæmar fréttir fara í taugarnar á mér og leggja þær frekar í lærdómsbankann minn. Eftir að hafa lesið þessa frétt á mbl hef ég einmitt lært heilmikið nýtt um það hvernig á EKKI að forgangsraða og ætla að nýta mér þessa nýju kunnáttu í nánustu framtíð:)

"Bjór í belti en ekki barnið

Þegar lögreglan í St. Augustine í Flórída stöðvaði 46 ára gamla konu sem ók á rauðu ljósi sá hún að bjórkassi í bíl konunnar var vandlega spenntur í öryggisbelti. Það var hins vegar ekki barnið í aftursætinu sem var 16 mánaða gamalt....."


En af þessu daglega þá gerist lítið hér nema lærdómur.. ég gerði algert félagslegt sjálfsmorð í gær þegar ég var í skólanum 9-18 og settist þá niður heima og skrifaði til 1 um nóttina... jamm á föstudagskvöldi og það er ekki prófavika! var svo mætt í hópavinnu í morgun..það ætti að vera bannað að setja svona mikið fyrir! Ég hafði nú þrátt fyrir verkefnabyrðina hugsað mér að slá á létta strengi í kvöld og mæta í Beach partý... spurning um að fara að hugsa sér hversu miklu eigi að flassa og velja sér bikiní og kannski smá slæðu í samræmi við það....

Tuesday, February 05, 2008

bolludagar eru góðir dagar

Raggi fékk atvinnusímtal í gær og spurður um það hvað hann væri gamall þá svaraði hann "já ég verð 28 ára á árinu", ég leit á hann og reyndi að minna hann pent á það að hann yrði reyndar 29 ára á árinu. Hann leit á mig tilbaka eins og ég væri að babla tóma steypu, þar til ég gaf honum "alvöru svipinn" minn um að ég hafi ekki verið að fíflast... þá rankaði hann við sér og sagði..."öö já það er reyndar verið að pikka í mig og ég er víst að verða 29 ára á árinu" haha góð tilraun Raggi minn:)

Ég stend nú samt í þeirri meiningu að hann sé náttúrulega bara 27 ára í annað sinn, en að öllu gamni slepptu þá er það kannski fullgróft ætla að ráða sig í vinnu undir falskri kennitölu haha:)

Bolludagar eru góðir dagar (ég tala um daga í fleirtölu því mér til mikillar ánægju er sænski bolludagurinn einmitt í dag, daginn eftir þann íslenska). Á þessum bæ voru bakaðar bollur fyrir landið og miðin..


Jájá myndin er fyrst og fremst af bollunum, það er alger óþarfi að skoða mig og Hönnu eitthvað í þaula, ég með þetta fína sparibros og lokuð augun og hAnus svo gráðug að hún er með rjóma út á kinn;) Ég neita því nú ekki að mér var frkar bumbult eftir að hafa gúffað í mig 8 bollum... öss hvað þetta er gott, svo eigum við ágætis forðabúr af färdiglöguðum í frysti:)

Gúrkutíð í fréttum svo ég ætla að láta þennan fína illabrandara um góðan vin fylgja með:


-Tveir veiðimenn eru á veiðum í skógi þegar annar fellur niður og virðist hætta að anda. Félagi hans grípur farsímann og hringir í neyðarlínuna. "Félagi minn er dauður. Hvað á ég að gera?" æpir hann í símann. Viðmælandinn biður hann að róa sig niður. "Gakktu fyrst úr skugga um að hann sé örugglega látinn. " Þá kemur þögn og svo skothvellur. "Og hvað svo," segir maðurinn svo í símann."