Sunday, February 24, 2008
Thursday, February 21, 2008
FRIÐRIK HRINGDU HEIM!!!!
Sunday, February 17, 2008
...
Girnó...!!! en þrátt fyrir það þá var þetta með því betra sem ég hef smakkað:)
Næsta mynd átti að bloggast í síðustu viku, veðurþreyttum íslendingum til upplyftingar (já og kannski hvatningar að koma frekar bara í heimsókn til okkar;)
Semsagt bongó blíða og sólsetur ;)Saturday, February 09, 2008
gúrkutíð
"Bjór í belti en ekki barnið
Þegar lögreglan í St. Augustine í Flórída stöðvaði 46 ára gamla konu sem ók á rauðu ljósi sá hún að bjórkassi í bíl konunnar var vandlega spenntur í öryggisbelti. Það var hins vegar ekki barnið í aftursætinu sem var 16 mánaða gamalt....."
En af þessu daglega þá gerist lítið hér nema lærdómur.. ég gerði algert félagslegt sjálfsmorð í gær þegar ég var í skólanum 9-18 og settist þá niður heima og skrifaði til 1 um nóttina... jamm á föstudagskvöldi og það er ekki prófavika! var svo mætt í hópavinnu í morgun..það ætti að vera bannað að setja svona mikið fyrir! Ég hafði nú þrátt fyrir verkefnabyrðina hugsað mér að slá á létta strengi í kvöld og mæta í Beach partý... spurning um að fara að hugsa sér hversu miklu eigi að flassa og velja sér bikiní og kannski smá slæðu í samræmi við það....
Tuesday, February 05, 2008
bolludagar eru góðir dagar
Ég stend nú samt í þeirri meiningu að hann sé náttúrulega bara 27 ára í annað sinn, en að öllu gamni slepptu þá er það kannski fullgróft ætla að ráða sig í vinnu undir falskri kennitölu haha:)
Bolludagar eru góðir dagar (ég tala um daga í fleirtölu því mér til mikillar ánægju er sænski bolludagurinn einmitt í dag, daginn eftir þann íslenska). Á þessum bæ voru bakaðar bollur fyrir landið og miðin..
Jájá myndin er fyrst og fremst af bollunum, það er alger óþarfi að skoða mig og Hönnu eitthvað í þaula, ég með þetta fína sparibros og lokuð augun og hAnus svo gráðug að hún er með rjóma út á kinn;) Ég neita því nú ekki að mér var frkar bumbult eftir að hafa gúffað í mig 8 bollum... öss hvað þetta er gott, svo eigum við ágætis forðabúr af färdiglöguðum í frysti:)
Gúrkutíð í fréttum svo ég ætla að láta þennan fína illabrandara um góðan vin fylgja með:
-Tveir veiðimenn eru á veiðum í skógi þegar annar fellur niður og virðist hætta að anda. Félagi hans grípur farsímann og hringir í neyðarlínuna. "Félagi minn er dauður. Hvað á ég að gera?" æpir hann í símann. Viðmælandinn biður hann að róa sig niður. "Gakktu fyrst úr skugga um að hann sé örugglega látinn. " Þá kemur þögn og svo skothvellur. "Og hvað svo," segir maðurinn svo í símann."