Morguninn í morgun hófst með einfaldri stærðfræði. Ég reif mig fram úr, í sturtu og pakkaði í töskuna mína. Skóladagurinn var þess eðlis að ég þurfti á bókum úr 2 fögum að halda, hádegismat, auk fartölvunnar. Ég get ekki neitað því að taskan tók í og ég kveið mikið fyrir 3 km hjólreiðatúrnum UPP löngu brekkuna. Í staðinn fyrir að safna kjarki í komandi hjólreiðar þá ákvað ég að vikta töskuna sem vó heil 8 kíló. Auk þess steig ég sjálf á viktina og lagði þau 12 kíló sem ég hef safnað síðusta 7 og hálfan mánuðinn saman við 8 kílóa töskuna. Smá hugarreikningur og út fékkst 20 kílóa burður!!! Ég spurði Ragga hvort honum myndi nokkurn tíma detta í hug að hjóla með 20 kílóa farm ALLA leið uppí skóla? (svona já og nei spurning í þannig tón að nei var eiginlega eini kosturinn) Svo var ég ekki lengi að réttlæta það fyrir mér að fara á bílnum í skólann!
Í Lundi er brot á slíku normi samviskubitsvaldur. Hér er maður LATUR ef maður hjólar ekki, en heima er maður ÓTRÚLEGA duglegur ef maður hjólar!! Ég bætti fyrir samviskubitið með því að ræða við mögulegan leiðbeinanda fyrir meistaraverkefni næsta haust en planið er einmitt að taka þar fyrir mjög slæm áhrif einkabílsins:)
To Do listinn minn er lengri en nokkru sinni fyrr, 19 dagar í heimkomu, Valborg framundan, og Raggi minnti mig á það um daignn að skiptináminu mínu lauk fyrir tæplega ári síðan svo titillinn Skiptineminn er kannski orðinn dálítið þreyttur.. einhverjar hugmyndir?
Keikó kveður... andlegur undirbúningur fyrir hjólreiðar morgundagsins í gangi!