.....?

Tuesday, December 18, 2007

afmæli og jól II ;)

Ákvað bara að halda sama titli og síðast, þar sem það er nú komið enn nær jólunum og ég á bráðum afmæli sjálf;) ekkert stórafmæli, bara 18 í fimmta sinn!! :)
Skólinn LOKSINS búinn, setti met í All-Nighters á önninni. Eins og það er gott að vera ekki í neinum prófum, þá er það jafn mikið pain að skila svona mikið af verkefnum á önninni! Raggi var að klára síðasta prófið í dag, rúllaði því að sjálfsögðu upp og er á leið frá Köben núna. En nóg af skólanum!

Margrét Guðmunds kom á miðvikudaginn, og stoppaði fram á sunnudag. Uss tvær kaupóðar, rauðvínsþyrstar, mjög málglaðar kaffíhúsarottur... þetta var góð heimsókn:)

Hér er Margrét að taka mig í Rassgatið í Trivial, og farið að rjúka úr mér af keppnisskapi (ætti kannski að fara önnu ráðum, að spila ekki af læknisráði...) hehe :)

Hér tókum við svo forskot á jólamatinn (sumra) svínakjöt, brúnaðar kartöflur og sósa (var svona að reyna að ítreka það fyrir sumum að þetta væri nú bara hefðbundinn sunnudagsmatur;) Annars erum við Ragnar komin að ágætis sátt í máli, að borða bara hvorki rjúpur né svínahamborgarahrygg á aðfangadag hjá okkur, heldur hreindýrakjöt (Raggi heldur að það sé voða góður díll, en hann veit ekki að hreindýrakjöt er mjög líkt rjúpu hehe;)

Við Margrét skelltum svo saman þessu prýðispiparkökuhúsi. Það sést nú ekki nógu vel á myndinni að það eru sko gluggar í húsinu... gæðaklassi:)

Jæja, við komum á klakann í kvöld, verðum í Reykjavík fram á Jóladag, þá ætla ég að eyða afmælisdeginum mínum í að keyra norður örugglega í blindbil og enda á því að missa af skírninni hans Antons Þorra, afmæliskaffinu mínu, rjúpunum sem bíða mín og þurfa að eyða deginum í Staðaskála! haha... you know, búast við hinu versta þá verður slæmt kannski bara ágætt;) Svo förum við suður aftur 29-30 og fljúgum út sunnudaginn 30.
Dags að pakka. Nóg að farangri eins og venjulega, því þó svo að ég hafi verið búin með jólagjafainnkaupin mín þá tókst mér að næla mér í fleiri verkefni... fór að kaupa jólagjafir frá múttu fyrir mann og annann:)