Tilraun nr. 1 að verða fullorðin... failed!
Ég sat í herberginu mínu um daginn, drakk glögg og borðaði piparkökur með því... umm mér leið eins og það væru komin jól! En nei, svo leit ég upp frá bollanum... horfði á herbergið mitt... og það var ekki alveg eins og það væru komin jól.. :(
Svo það var sett í flug-gírinn og staðið í stórhreingerningum hér á bæ (öllum 20 fermetrunum) Það var einmitt þá sem ég áttaði mig á að það er eiginlega hentugra að búa í herbergi en stóru húsi.. jólahreingernigarnar tóku alveg eldsnöggt af.. hver veit nema ég búi bara svona að eilífu og verði bara aldrei fullorðinn.. ahh það væri draumurinn!
En annars er svo jólalegt hjá mer að aðventukransinn í ár samanstendur af 4 sprittkertum með vanillulykt...raðað í fallega röð í gluggakistunni (sólbekknum fyrir þá sem vilja kalla það það ..ósk!) og verða hér eftir tendruð eitt í einu, hvern sunnudag;)
Ég átti nú ekki til orð um daginn þegar ég fór í sund.. við erum að tala um rétt rúmlega 20. nóv... og þar blöstu við mér 2 alskreytt og upplýst jólatré! Maður má sko ekki kveikja fyr en kl 5 á aðfangadag... það segir mamma mín alltaf að minnsta kosti!
En svona úr einu í annað þá verð ég eginlega að svindla og leyfa öllum kertunum fjórum í "aðventu-kransinum" mínum að loga svo ég drepist ekki úr skólpfílu! Sturtuniðurfallið mitt fór á mótþróaskeiðið í morgun.. og hætti að hleypa niður vatni, það lá við flóði í forstofunni. Ég ætlaði nú að taka skref framávið í því að verða fullorðin og sjálfbjarga og laga pípulagnirnar sjálf! Þær aðfarir enduðu svoleiðis að ég fór hlaupandi út af baðherberginu með verkfæra settið mitt (gaffall í þetta sinn) þar sem bæði kósettið og sturtan byrjuðu að gusa út brúnu vatni!!! OJJJ svo hurðinni var skellt og það má segja að ég hafi hætt við það á stundinni að verða sjálfbjarga og fann frekar númerið hjá AF-skrifstofunni!
Eins og stendur þá er ég þakklátust fyrir að það eru 2 lokanlegar millihurðir fram á baðherbergi, og þar sem ég er búin að taka til þá get ég drukkið glögg án nokkurs samviskubits!