.....?

Monday, December 27, 2004

Jóladekur

Ahh.. er heima í jólafríi, búin að éta á mig gat, engar áhyggjur af prófum búin að fá allar niðurstöður og gekk mjög vel.. svo það er alger leti.. þvílíkt ljúft! Semsagt allt er ljúft nema það að ég nældi mér í einhverja pest fyrir jólin og fann ekkert bragð af jólamatnum, sem er náttúrulega alveg hræðilegt í mínum augum!
Árlega skyldu-djammið var í gær.. annar í jólum, gaman að vanda. Er á leið í Sumarbústað í Varmahlíð núna, þar á að slappa enn meira af;) Annars þá verð ég á klakanum til 12. Jan, verð stödd í Reykjavík frá ca 3. Jan, 3 vinkonur mínar frá Lundi ætla að koma að "skoða Ísland", en þar sem þetta er nú dimmasti tími ársins hugsa ég að við munum vera duglegri við að kynna okkur næturlíf Reykjarvíkur;) En ég er á hlaupum.. vonast til að hitta ykkur sem flest í þessu stutta fríi!

Wednesday, December 15, 2004

..skilríkjasagan..still to be continued

..Jæja ég var nú ekki búin að tjá gleði mína á því að það hafðist loksins að sækja um skilríkin um daginn þar sem ég var komin með í hendurnar vegabréf, ökuskírteini, 8 passamyndir (með nærmynd af eyranu), pappíra með persónuupplýsingum frá sýsluskrifstofunni fyrir bæði mig og sænskan ríkisborgara sem var með í för sem treysti sér til að staðfesta að ég væri ég. Eftir alla þessa vinnu beið ég bara þolinmóð eftir skilríkjunum.. en í dag þá brást sú þolinmæði. Ég fékk bréf í pósti, 2 vikum síðar, um að þeir þakklátir fyrir að hafa móttekið umsókn mína og að nú ætli þeir að byrja að vinna í þessu! Svo ég fékk að gera mér ferð í bankann enn einu sinni og meira segja borga 700 kr bara fyrir að fá að borga reinkingana mína, þetta kerfi er algert æði!
En svona aðeins jákvæðari hlutir þá er farið að telja niður í prófum.. og viti menn það er bara 1 próf til jóla;)
Úr einu í annað þá voru þeir félagar mínir sem eru ekki vel að sér í Íslenskri tungu sko ekki sáttir við það tungumál sem ég hef valið að blogga á svo hér eftir verð ég að skrifa af og til á útlensku...


For Non-Icelandic speakers...
Due to many requests from those of you who don´t understand a shit in Icelandic and are not as ambitious as Magnus in trying to at least, I´ll try to write in English once in a while.
So to start with, for those of you who don´t know.. I live in Lund at the moment (and most likely for the next 5 years..) which is in Sweden but so close to Denmark that I can see our friends in Copenhagen from my house (or actually from the top of the hill beside my house.. and to be honest, I don´t put effort into climbing up that hill often to take a look) Anyways, the city is full of students and offers endless possibilities to party for those who like (and believe me no Flekke rules here)
To sum up the Icelandic part belove... than one of the most important things I have learned during my stay in Sweden is that you should not bike on the ice.. which is actually quite related to Anna Garner´s famous qoute "Don´t walk on the ice!" wich finally sort of makes sense to me now;) You basically go everywere by bike here in Lund, and once I was on my way to school and suddenly came to a boy who had slipped off his bike in the middle of the bike path. After I looked down by my feet and saw the icy-reflecting asphalt..I had 2 choices: I could basically ride over the boy which would hurt for him, or brake which would most likely cause myself to slip. Well I took the second choice.. the worse one, as we were now 2 ppl lying on the middle of the road.. 4 ppl behind us had to make the same decision as I... bike or brake?.. and it seems like the all of us made the same stupid mistake to brake. In the end we were 6 ppl lying in a pile with our bikes sliding on the ice around us. It was so hilarious that I wished that I had a video camera.. but once I managed to stop laughing I realized that it actually really hurt!
My second experience here was that to be able to get internet access to my bank account I first had to apply for a Swedish ID-number (where they additionally decided all by themselves to move my legal residence to Sweden), then I needed a swedish ID-card which costed me 3 visits to the office... a photo of my ear in close up which is apparetnly the most important thing to be able recognise me, a Swedish citizen which was able to prove that I was I as well as a specific identification from the town hall for both me and the Swedish witness since my passport was not valid as an identification! I really felt like I was back to service-minded Norway! However.. it´s in progress so I´ll hopefully be able to pick up my packages to the post office from now on without having to bring my passport where they don´t accept my international driver´s lisence as an ID there.
At the moment I having exams (one hell of flashback to the IB) but having serious problems concentrating where I am counting down the days to Christmas... ahh how nice it will be!
So I can sort of predict my brake right now... humm.. eat good food a´la mama, sleep, no studying, eat more, relax more umm;) Then in the end of my brake 3 of my friends from here are coming to visit me in Iceland and since it will be the darkest part of the year I guess we can exclude most exotic nature sightseeings and introduce them to the Reykjavík nightlife instead.. which should be fun. So for those of you who do more talking about coming take them as a good example and make it happen;) If not to Iceland, then come to Lund!
Well, I´ll be back here on the 12th of Jan so if you´re around, come by.
Time to study now.. I´ll update again later, ciao for now!

Monday, December 13, 2004

Þjáist af alvarlegum einbeitingarskorti..

Ah hvað ég er fegin að netið er komið til baka, það er búið að vera niðri frá þvi á föstudagsmorgun... svo nú er alveg frábær afsökun fyrir þvi að vera ekki að læra! Ég er búin að eiga ofsalega bágt um helgina að finna einhverja góða ástæðu til að slíta mér frá bókunum en það var nú gengið frekar langt þegar ég var farin að hugleiða að fara í sund tvisvar sama daginn og senda sama fólkinu jólakort aftur bara til að þurfa ekki að reikna! En mér var borgið í gærkvöldi, það var "Friends-marathon" í sjónvarpinu.. 10 bestu þættirnir, hugsa að ég hafi sjaldan hlegið jafn mikið!
En annars þá er fyrsta prófið á morgun.. er ekki ennþá orðin stressuð.. ekki gott merki.. er komin hálfa leið í jólafrí í huganum!
Annars þökk sé sænskum hefðum þá var ég vakin hvorki meira né minna en 6 í morgun og drifin fram í eldhús til að horfa á "lucia" athöfnina í sjónvarpinu (e-r "saint" sem þeir fagna hérna) en það var allt saman þess virði þar sem boðið var uppá heitt kakó, nýbakaðar piparkökur og luci-kattar með því (.."with it".. for you Magnus in case you have got so far this time;) )
Fynndið hérna, þá er eins og annað hvort vaxi fólk aldrei uppúr því að horfa á sjónvarpsdagatalið, eða þá að fólk vex "niðrí það" aftur (ef svo er þá er ég mest hissa á því að pabbi fylgist ekki með því heima). Það er svoleiðis að 2 elstu krakkarnir á ganginum mínum missa sko ekki af einum þætti, þrátt fyrir sýningartímann 07.15 á morgnanna og við erum að tala um 25 ára gamalt fólk. En það er nottla ekkert slæmt við það að vera ungur í anda, ég ætti kannski a taka þetta upp í ferlinum mínum í að forðast það að verða fullorðin!
En frá því síðast þá hefur nú ekki mikið gerst nema það að það er búið að gera við pípulagnirnar mínar og mér hefur tekist að rusla allt til aftur þrátt fyrir stórhreingerningarnar (greinilega langt síðan ég skrifaði síðast) ;)
En eins og sandra hafði kommentað áður að ég hefði betur látið það vera að þykjast ætla að laga eitthvað.. ég lærði þá lexíu á fyrsta mánuðinum mínum hérna þegar ég og einn strákur á ganginum tókum okkur til og ætluðum sko að gera við lampana í eldhúsviftunum. Sú saga endaði nú svo að þegar ég stakk fingrunum beint í einhverjar leiðslur og fékk þetta netta rafstuð og skiptinemi sem sat í sófanum varð alveg stjarfur og vissi ekki hvert ég ætlaði í hristingnum. Þetta var nú soldið fynndið eftirá, en alls ekki á meðan á því stóð. Svo er ég nú búin að læra svo mikið í háskólaeðlisfræðinni minni að þetta var víst stórhættulegt;) Svo í morgun þegar ristavélin okkar (árgerð 1950) fór að urga í og hætti að rista, þá tók ég hana bara varlega úr sambandi og lét rafmagnsverkfræði nemann vita af vandamálinu. Þetta er nú aldeilis þroska merki þykir mér;)
Annars þá er víst komin tími til að átta sig á þvi að það er próf kl 8 í fyrra máli.. og fyrir ykkur sem eruð að klára prófin ykkar til lukku með það en ég hef engan áhuga á þvi að heyra frá ykkur fyr en á föstudagskvöld! urrrr (nei nei endilega hringiði í mig af djamminu.. einu bann-næturnar verða í nótt og aðfaranótt föstudags)
Svona að lokum þá vildi ég bara fá að heyra frá ykkur hvort Jóli hafi verið að bregðast ykkur líka.. ég hef ekkert fengið í skóinn! En ég tel mér trú um það ennþá að það sé því ég búi á 3 hæð..