.....?

Tuesday, June 26, 2007

Karin och Mattias på besök


Þá er ævintýraför Svíanna á enda. Veðrið var eins og eftir pöntun... bongóblíða 7 daga í röð verður að teljast nálægt því að vera met í sögu landsins! Karin og Mattias voru svo hæstánægð að ómeðvitað reyndu þau að framlengja ferðina eins og þau gátu og mættu degi of seint í flug haha :) En það var vel hvalaskoðunarinnar og Bláa/græna Lónsins virði að splæsa í smá breytingargjald svona eftirá.

Þau spókuðu sig með velmerkt götukort af borginni ýmisst á bílnum eða hjólum á meðan ég og Raggi vorum í vinnunni og svo var engin miskunn á slaginu hálf 5 var full dagskrá. Á topp 10 listann komast:

1. Miðnæturreiðtúr í Kjósinni
2. Kayakróður í kringum Viðey í kvöldsólinni.. í leiðinni selaskoðunarferð;)
3. Kvöldganga á Esjuna á mettíma
4. Jónsmessu-brenna, útilega og skemmuball að Stóra-Hofi
5. Midsommarfest á Föstudagskvöldið með skemmtilegastu bæjarferð sem ég hef upplifað
6. Skoðunarferð á Þingvelli
7. Hefðbundni túristahringurinn á Gullfoss og Geysir
8. Fjórhjólaspól í sveitinni
9. Sundsprettur í Bláa/kúkagula Lóninu
10. Sænskur midsommar lunch með blómakransa, snapsa og tilheyrandi uppí bústað á föstudeginum
Raggi pratar jú orðið flytande svensku og er heldur betur til í brottflutning í haust;)

Það voru ekki til reiðhjálmar fyrir alla heldur urðu þeir sem sátu á mestu skaðræðisskepnunum að lynda sér við motorcross hjálm (sem var full þörf á á meðan mestu rassaköstin stóðu yfir..) Aðrir vildu líta betur út og fengu sér cowboy hats yfir hjálminn..:)

Á leið í land eftir Kayakferðina í kringum Viðey...
Þetta hefði óneitanlega verið kúl mynd ef ég hefði ekki skellt spari-grettinu mínu upp...
Í góðum gír á brekkusöng og varðeld..

Varðandi Bláa Lónið þá veit ég ekki hvaða græna lit menn voru að tala um í fréttum.. fyrir okkur var þetta mjög kúkagulur litur og engu líkara en það hefðu allir baðgestir verið með niðurgang í pollinum.. vibbilibb!

Miðbæjardjamm Reykjavíkur var eins og það gerist best fyrir útlendingana.. það fyrsta sem blasti við þeim var Gudjonsen sjálfur ásamt Guðna Bergs og fleiri félögum. Eiður tók nú reyndar gott flug niður stigann á Oliver beint fyrir framan nefið á þeim og bjóskvettur eftir því... get ekki neitað því að það hafi verið doldið fyndið:) Þar að auki dönsuðu þau við hlið landsliðskvenna í fótbolta og landsliðsmanna í handbolta... það var nottla ekki hægt að segja útlendingunum annað en að á Íslandi væru ALLIR afreksmenn og nánast allir heimsfrægir heh:)

Tvöfaldur Gin og Tonic í boði landhelgisgæslumannsins Tobba hélt í okkur lífinu langt fram eftir nóttu.. já og tók vissulega hluta mannskapsins úr umferð líka ahaha;) En Ginið áskotnaðist mér fyrir að varðveita munaðarlausan gsm síma sem ég fann á gólfinu þar til hringing barst og ég gat komið honum til síns heima! En það var semsagt eiginkona Tobba sem skipaði honum að bjóða mér í glas og mér datt virkilega EKKERT í hug nema tvöfaldur gin & tonic.. þetta var svipuð tilfinning og að vera með slæma ritstíflu!
En jæja best að fara að sofa... það tekur sko á að vera túristi á Íslandi:)

Tuesday, June 19, 2007

Sumarfrí, reyklaus skemmtun og sænskt tjútt...

Er enn á lífi.. og endurnærð eftir sólarlandaförina! Ohh það var alveg yndislegt þarna úti.. í stuttu máli var þetta helst...

  • Bacon, egg, pönnukökur með súkkulaðismjöri, franskar og brownies í morgunmat á hverjum morgni
  • Hlaðborð í hádeginu
  • Fríir drykkir, kokteilar og snacks á sundlaugarbakkann og hótelherbergið allan daginn
  • Aftur hlaðborð á kvöldin
  • Fljótandi um á vindsæng í sundlaugunum við hótelið eða í sjónum (persónulelga var mér betur við sundlaugarnar af sökum hræðslu við ófreskjurnar hákarla aww)
  • Einn stærsti sundrennibrautagarður í Evrópu
  • Rúnta léttklæddur um eyjuna á mótorhjólum í geggjuðu veðri
  • Verslunarferð til Tyrklands (svo við kíktum yfir til Asíu sem er soldið kúl;)
  • Og fleira og fleira afslappelsi;)

Svo ég vil bara þakka mínum yndislegu foreldrum og tengdó fyrir að vera svo æðisleg að bjóða okkur út:)

Jú eitt enn.. Danir eru bara dónalegasta og frekasta þjóð sem ég þekki.. punktur!

Síðasta helgi var mjög skemmtileg, nokkrar útskriftir og svo gott skrall þar á eftir. Ég útskrifaði sjálfa mig bara í huganum heh, en “BS gráðunni”=120 einingunum hefur semsaagt verið landað.. (90 íslenskar) en að sjálfsögðu engin gráða þar sem þeir svíar eru ekkert að skipta þessu upp í neinn óþarfa heldur bara allt eða ekkert. Svo ég lofa veglegu teiti að 2 árum liðnum;)

Þið trúið mér ekki hvað það var YNDISLEGT að djamma reyklaust!! Maður þurfti ekki að skola af sér skítinn um leið og maður kom heim, gat hugsað sér að hátta sig í sama herbergi og maður svaf í og maður vaknaði ekki með lungun full af annara manna skít morguninn eftir! Og að reyklausa tilefninu skelltum við okkur á kaffihús á sunnudagskvöldið eftir landsleikinn og viti menn bara enginn skítalykt af manni á eftir og ég gat drukkið mitt heita súkkulaði án þess að mér liði eins og manneskjan við hliðiná væri að kæfa mig!! Ég neita því ekki að ég naut þess pínulítið að sjá “bííííp” reykingafólkið húka fyrir utan í skítakulda hehe;)

En að öðru leiðinlegra varðandi helgina þá hafði einhver óþolandi óþroskaður baaaaaa íslendingur smá skemmdarþörf á leiðinni heim úr bænum aðfaranótt Sunnudags og já ákvað að mölbrjóta og sparka bara hliðaspeglinum af bílnum okkar af niðrí bæ!!! Arrg hvað sumt fólk er bara mikið FÍFL!!! Svo svo svo lýsandi fyrir Reykjavík að það er ALDREI neitt bara látið í friði urrrr

En íslenska landsliðið í handbolta sá alveg um að bæta fyrir þetta á sunnudagskvöldið;) Þvílík stemmning í húsinu, ég, Raggi og Margrét G skelltum okkur! Ég missti reyndar af hluta af leiknum því forsetafrúin okkar hún Dorrit var með show hinu megin í heiðursstúkunni.. hún var að missa sig úr kátínu kellan:) hún er alveg yndisleg þessi kona! Það var annað að sjá forsætisráðherrann okkar hann Geir, en það var engu líkara en hann hefði sent styttu af sjálfum sér sem staðgengil á leikinn! Manninum stökk bara ekki bros á vör þessa 2 tíma, og hann var btw eini maðurinn í öllu húsinu sem sá sér ekki fært að taka þátt í góðri bylgju. Kannski skyggði Dorrit bara svona leiðinlega á hann með gífurlegum hressleika í næsta sæti;)

En það er mikið mikið gaman framundan því á morgun koma Karin och Mattias í heimsókn til okkar og ætla að vera fram á Sunnudagskvöld. Mikið plan framundan.. túrista flandur, fjallgöngur, útilega og tjútt:) Svo er að sjálfsögðu partý á Föstudaginn.. svo allir skemmtilegir muna að taka kvöldið frá;)