Karin och Mattias på besök
Þau spókuðu sig með velmerkt götukort af borginni ýmisst á bílnum eða hjólum á meðan ég og Raggi vorum í vinnunni og svo var engin miskunn á slaginu hálf 5 var full dagskrá. Á topp 10 listann komast:
1. Miðnæturreiðtúr í Kjósinni
2. Kayakróður í kringum Viðey í kvöldsólinni.. í leiðinni selaskoðunarferð;)
3. Kvöldganga á Esjuna á mettíma
4. Jónsmessu-brenna, útilega og skemmuball að Stóra-Hofi
5. Midsommarfest á Föstudagskvöldið með skemmtilegastu bæjarferð sem ég hef upplifað
6. Skoðunarferð á Þingvelli
7. Hefðbundni túristahringurinn á Gullfoss og Geysir
8. Fjórhjólaspól í sveitinni
9. Sundsprettur í Bláa/kúkagula Lóninu
10. Sænskur midsommar lunch með blómakransa, snapsa og tilheyrandi uppí bústað á föstudeginum
Raggi pratar jú orðið flytande svensku og er heldur betur til í brottflutning í haust;)
Það voru ekki til reiðhjálmar fyrir alla heldur urðu þeir sem sátu á mestu skaðræðisskepnunum að lynda sér við motorcross hjálm (sem var full þörf á á meðan mestu rassaköstin stóðu yfir..) Aðrir vildu líta betur út og fengu sér cowboy hats yfir hjálminn..:)
Á leið í land eftir Kayakferðina í kringum Viðey...
Þetta hefði óneitanlega verið kúl mynd ef ég hefði ekki skellt spari-grettinu mínu upp...
Í góðum gír á brekkusöng og varðeld..Varðandi Bláa Lónið þá veit ég ekki hvaða græna lit menn voru að tala um í fréttum.. fyrir okkur var þetta mjög kúkagulur litur og engu líkara en það hefðu allir baðgestir verið með niðurgang í pollinum.. vibbilibb!
Miðbæjardjamm Reykjavíkur var eins og það gerist best fyrir útlendingana.. það fyrsta sem blasti við þeim var Gudjonsen sjálfur ásamt Guðna Bergs og fleiri félögum. Eiður tók nú reyndar gott flug niður stigann á Oliver beint fyrir framan nefið á þeim og bjóskvettur eftir því... get ekki neitað því að það hafi verið doldið fyndið:) Þar að auki dönsuðu þau við hlið landsliðskvenna í fótbolta og landsliðsmanna í handbolta... það var nottla ekki hægt að segja útlendingunum annað en að á Íslandi væru ALLIR afreksmenn og nánast allir heimsfrægir heh:)
Tvöfaldur Gin og Tonic í boði landhelgisgæslumannsins Tobba hélt í okkur lífinu langt fram eftir nóttu.. já og tók vissulega hluta mannskapsins úr umferð líka ahaha;) En Ginið áskotnaðist mér fyrir að varðveita munaðarlausan gsm síma sem ég fann á gólfinu þar til hringing barst og ég gat komið honum til síns heima! En það var semsagt eiginkona Tobba sem skipaði honum að bjóða mér í glas og mér datt virkilega EKKERT í hug nema tvöfaldur gin & tonic.. þetta var svipuð tilfinning og að vera með slæma ritstíflu!
