.....?

Saturday, August 18, 2007

Langur Föreyskur Bloggur





Er stödd í Færeyjum þessa stundina og það hefur margt og mikið drifið á daga mína síðan síðast þrátt fyrir bloggleysið.

Ég er orðin stóra frænka;) Þau Ósk og Axel hafa eignast “lítinn strák” voða voða sætan! Hann fæddist hvorki meira né minna en tæp 21,5 merkur, 58 cm og vel hærður! Og þrátt fyrir að blessaða barnið hafi náð að sitja sem fastast þar til daginn eftir að ég fór suður aftur þá náði ég að sjá hann í einn dag áður en ég fór;)






Við fluttum út úr Furugrundinni og Raggi hefur ákveðið að næst þegar við flytjum heim þá flytjum við í eitthvað hús og flytjum ALDREI úr því aftur!! Mér fór aftur á móti mikið fram í þessum flutningum og ég lærði að HENDA. Henda uppáhalds skóm og já eða bara henda skóm yfir höfuð :) Héldum alveg hreint prýðis kveðjupartý í hálftómri íbúðinni þar sem takmarkið var að klára allt áfengi og sælgæti sem fannst á heimilinu.. það tókst! Náðum að stútfylla voffa með tengdamömmubox á toppnum og að lokum pakka litla bróður ásamt búslóðinni afturí, Ragga fannst þetta nú ekki passa mjög vel við Spoiler-kýttið og kastarana (kræst) Ég lifði af nótt um borð í Norrænu í skelfilegum brotsjó og ruggi án þess að tárast mikið...:/ og án þess að æla! Og nú erum við stödd í Færeyjum í góðu yfirlæti hjá fjölskyldu Hildar.. þvílíkir gullmolar öll með tölu! Pabbi hennar er búin að taka okkur í siglingu frá Tórshöfn til Klakksvíkur á 65 ára gömlu seglskútunni sinni, geggjað flott!



Svo er bíltúr um þessar fallegu eyjar framundan. Ég er svo skotin í Tórshöfn að ég er sko meira en til í að búa hérna:) Keyra hýrisvognur, sofa á hótel Bólið, búa á Snýpuvegur og eiga sumarhús á bænum Inni á Fjósi þar sem ég myndi fleygja mér í sófann á hverjum Sunnudegi, fara svo inní rúmmið og leggja mig svo í sængina.. bewwhaha.. þetta er svo yndislegt mál:)

Sumir hafa líka reitt af sér nokkur gullkorn í ferðinni... :)

Raggi: Ingvi, ertu með kort?
Ingvi: Nei, ég rata alveg. En ert þú með lykil?

Samtalið fór fram í Norrænu þar sem notaðir eru spjaldalyklar að káetunum, og báturinn er nú ekkert svo mikið völundarhús að þörf sé á korti.. en þó hehe:)

Margrét: Hvað keyptir þú fyrir peningana sem frúin í Hamborg gaf þér?
Ingvi: Ég keypti mér hjól
Margrét: Keyptirðu hjól?
Ingvi; JÁ!

Það vantaði bara að byrja leikinn á því að segja að hjólið hafi verið svart og hvítt;)
Einn dagur eftir í Færeyjum svo tæp tveggja daga sigling til Bergen og þaðan upp á fallegasta stað á jörðinni Flekke;) Get ekki beðið!!
Best að skella sér í bæinn á Leygardag kvØldi í Tórshavn:)

Wednesday, August 01, 2007

Landsbyggðapakk eða borgar"BÖRN" ??

Það var miðaldra kona sem hringdi í “þjóðarsálina” í dag til að kvarta yfir þyngd símaskrárinnar. Þetta bindi var einfaldlega allt of þungt fyrir aldrað handlama fólk að hennar mati. Athugasemdin var hið besta mál framan af en kellan gekk alveg fram af mér þegar útvarpsmaðurinn spurði þessa ágætu konu hvort hún vildi þá sjá skránna í fleiri og minni bindum? Þetta svar hafði hún við því:

"ja neeii sko ef fólk ætlar yfir höfuð eitthvað að hringja út á land þá fer það ekkert að fletta því upp í símaskránni heldur á það þau númer bara skrifuð hjá sér á miða"

Döööööööö.. jaaaá af því að það þekkja allir bara 2 út á landi.. bíddu búa eitthvað fleiri en 2 úti á landi??? halló er fólk úti á landi nokkuð með síma?? Neeei það ert kannski bara þú sem ert úr Reykjavík kelling og stígur ekki beint í vitið góða mín!! Fáfróða fólk

En til að létta lundina svona með lækkandi sólu þá mæli ég eindregið með eftirfarandi youtube myndböndum...

http://www.youtube.com/watch?v=YsDbOMJOMgQ

http://www.youtube.com/watch?v=IrJSMxRPzPU

... alveg hreint besta skemmtun að horfa en alls engin óskastaða að lenda í :/