.....?

Friday, March 18, 2005

Búin til í glasi, ættleidd eða rídd?

Jæja.. það er lífsmark hérna megin og lifið gæti hreinlega ekki verið betra. Rúmlega þriggja vikna páskafrí byrjaði í dag, öll skilaverkefni inni, prófin gengu framar björtustu vonum og er að leggja í hann í blíðuna og letina í Budapest eftir helgi.
Elva er búin að vera í heimsókn í viku, geggjað gaman að hitta hana, við náðum að taka nokkur góð djömm.. snúa lífsháttum Elvu við.. byrjað 7 og hætt 2 í staðinn fyrir byrja 2 og hætta 7;) En því miður var brjálað að gera í skólanum þessa viku svo ég gat sýnt henni minna af menningunni, en Elvu þótti það held ég ekkert leiðinlegt þar sem hún gat fengið sinn 14 tíma svefn í staðinn.
Það var geggjað fynndið, á Föstudagskvöldinu hittum við strákinn í bekknum mínum sem skrifaði mér ástarbréfið fyrr í haust og ég sagði við hann "va ful du var" í staðinn fyrir "va full du var" sem þýðir semsagt "hvað þú varst ljótur" í staðinn fyrir fullur haha. En hann ákvað bara allt í einu að gefa mér símanúmerið sitt alveg uppúr þurru og bað mig að hringa í sig daginn eftir. Svo kvöldið eftir þegar við fórum á próflokadjammið hjá deildinni minni þá var hann búin að skipta um skoðun og kom til mín og sagði mér hvað honum finndist vinkona min GEGGJAÐ HOT! Ég var alveg í skýjunum yfir þessu og kvatti hann eindregið til þess að reyna við hana.. haha elvu til mikillar "hamingju" ... hún hélt hún ætlaði ekki að losna við hann;) Svo stelpur ef þið eruð að hugsa um að koma í heimsókn þá virðist allavega vera einn hérna sem er alveg veikur fyrir íslendingum!
Brandari helgarinnar var þó sá að þegar elva kynnti sig og sagðist heita “Elva” þá byrjaði fólk næstum því undantekningarlaust að halda áfram að telja “12-13-14” .. frekar í lægri kantinum þessi en sniðugur þó;)
Gangstríðið er rétt að byrja og enn fleira fólk er að taka þátt, en mér sýnist að það séu allir að leggjast á eitt að gera mér grikk! Þegar ég kom heim á Laugardagskvöldið þá höfðu mínir ástkæru grannar falið dýnuna úr rúminu mínu og eftir stóð mjög óaðlaðandi spónaplata. Ég svaf semsagt í eldhúsinu þá nóttina, sem mér fanns faktiskt ekkert alslæmt þar sem ég sef best á sófa fyrir framan sjónvarpið. Það var verra þegar morgunverðartrafikin byrjaði um morguninn en ég breiddi bara koddann yfir hausinn og svaf ágætlega.
Stærsta menningarsjokkið hennar Elvu var líklega þegar við fórum í bío og konana spurði hvort við vildum sitja á einhverjum sérstökum stað.. nei þá voru númeruð sæti í bío, þrátt fyrir að það hefðum bara verið við og 4 aðrir í salnum. Svo er alltaf svona leikhústjald fyrir skjánum sem er dregið frá þegar auglýsingarnar byrja og aftur fyrir bara til þessa að draga það aftur frá þegar myndin byrjar, skapar alveg einstaka stemmingu;) Svo skilst mér að sums staðar komi einhver og bjóði alla velkomna i bío og útskýra allt með farsíma svona eins og flugfreyjurnar áður en myndin er sett í gang. Og í viðbót við það þá var happdrætti á bíómiðunum, og teppi i verðlaun!
En annars þá sáum við “Meet the Fuckers” og ég verð nú bara að viðurkenna að mér fannst hún þrælfynndin. Hún var svo vandræðaleg að ég vildi bara hverfa ofan í sætið oftar en einu sinni fyrir leikaranna hönd!
Ég má nú til að setja inn vísu sem engin önnur en hún mamma mín sendi mér á maili. Vísan var víst búin til eftir að barn á leikskólaaldri spurði við kvöldmatarborðið:

"Var ég búin til í glasi eða ættleidd eða rídd?"

Úr hvaða efni er ég smídd,
af íslensku holdi eða þýdd?
Ég vita það vil
því víst er ég til.
Er ég ættleidd, úr glasi eða rídd?

Og svarið var:

Úr ágætis efn' ertu snídd
og kostunum bestu ertu prýdd.
En eitt máttu vita
ég vann mér til hita,
því á gamaldags hátt varstu rídd

Uss mamma kellingin á fimmtugsaldri að senda svona til barnanna sinna! Það væri nú gaman að sjá hvort pabbi ætti eitthvað svar til mín við þessu, þar sem ég hef nú áttað mig fullkomlega á því að ég var eitt stórslys;)

En áður en ég sofna á lyklaborðinu þá ætla ég að leggja mig .. og helst sofa fram á Sunnudagskvöld. Þetta er ferlega skrýtið þegar maður er vanur að vera geggjað stressaður og hafa allt að gera, og allt í einu hafa nákvæmlega ekkert að gera.. ég veit bara ekkert hvað ég á af mér að gera!

Saturday, March 05, 2005

Ég missi bráðum ökuskírteinið fyrir að vera óhæf á reiðhjóli!

Purrr.. þvílíkur kuldi! Ég hélt ég hefði tapað nokkrum tám áðan þegar ég labbaði neðan úr bæ.. en það endaði nú ekki eins illa og á horfði, þær þurftu bara sinn tíma til að þyðna!
Annars þá var rise and shine hérna kl 8 á laugardagsmorgni og tölurnuar fóru að snúast í hausnum á mér, það er semsagt bara stærðfræðiprófið eftir á Þriðjudaginn.. og ekki sú einfaldasta get ég sagt ykkur:(
En svo tók ég pásu í kvöld og Hildur kom til að kveðja þar sem hún er að flytja frá Köben hálfa leið heim á klaka, sem sagt heim til sín til Færeyja. Við fórum á Inverskt hlaðborð, og átum yfir okkur að vana svo það hefði verið hægt að rúlla okkur heim. Horfðum svo á Sænska "Melodifestivalet" sem er sænska forkeppnin fyrir Eurovision í 4 hlutum. Íslendingar ættu sko að læra af þeim og halda almenninlega forkeppni og senda þar af leiðandi almenninlegt lag! En nei við veljum það heldur af einhverri nefnd því þeir tíma ekki að halda keppni og eru svo hræddir um að Íslenskir áhorfendur velji Quarasi. Alveg vonlaust.... heldur fólk að smellir eins og 'Nina' komi af sjálfu sér? Hvað eiga börnin okkar eiginlega að raula í framtíðinni?
Annars var alveg frábært að hitta Hildi aftur.. mikið slúður og endalaust hlegið þegar við rifjuðum upp gullin moment frá Flekke;)

Úr einu í annað, þá hugsa ég að þrátt fyrir að ég sé með mótorhjólapróf þá efast ég um að ég mundi standast reiðhjólapróf! Ætli ég sé ekki Lunds hættulegasta manneskja á hjóli, haha en ég vill nú kenna ófærðinni um. Ég semsagt steinlá í hálkunni enn einu sinni um daginn. Vildi svo heppilega til að ég flaug af beint fyrir utan skólann í þetta sinn svo ætli það hafi ekki verið bara ca 50 manns sem voru vitni. Ég skimaði snöggt í kringum mig hvort ég þekkti marga þeirra, hristi af mér snjóinn og reis á fætur og lét sem ekkert hefði í skorist. En nei.. haldiði að ég hafi ekki tapað hjólalásnum mínum þegar ég datt og mátti labba til baka og leita!
Svo hjólaði ég næstum því niður mann um daginn. Ég var búin að gera stórinnkaup, svo var með þunga innkaupapoka báðu megin á stýrinu (sem tók soldið í stýrið þegar átti að beygja snöggt..) auk þess voru soldið mikið af snjódriftum á stígnum svo þegar ég mætti manni sem kom labbandi úr hinni áttinni þá ákvað hjólið að miða beint á hann! Ég sá bara skelfingarsvipinn á honum þangað til hann fattaði að hans eina von var að stökkva í burtu, haha.. ég náði þó að garga 'förlåt' og þakkaði fyrir að það var myrkur svo hann kemur ekki til með að erfa þetta við mig;)
Hildur á samt metið á hjóli... henni tókst að vera tekin af löggunni þar sem hún hjólaði á móti rauðu ljósi, með farþega á bögglaberaranum, án lampa og full. Þetta gerði bara 20 þús kr sekt, en hún fékk afslátt.. örugglega fyrir að vera vitlaus útlendingur (vissi t.d. ekki kennitöluna sína .. þ.e.a.s þá dönsku) svo hún slapp með 10 þús kr sekt;) Það er alveg ótrúlegt hvað maður kemst langt á því að þykjast bara vera vitlaus útlendingur!

En nú er tími til að sofa.. stærðfræði snemma í fyrramálið og bandy-leikur um kvöldið!

MS

Tuesday, March 01, 2005

Tíminn líður alveg á hraðspól...

Aww það er komin Mars.. sem þýðir það að ég er byrjuð í prófum, en það er samt eins og önnin hafi bara byrjað í gær! En ef ég hugsa fram í tímann á sama hraða og ég get hugsað afur í tímann þá verð ég 21 árs bráðum.. sem mér finnst alveg ómögulegt! Það er svei mér þá eins og ósk hafi verið að hnýta flugur í gær, við verið í 10. bekkjarferðalagi í Köben í fyrradag og staðið fyrir utan áramótaball í Bifröst jólin þar á undan og að Ósk og Andri hafi kærustupar á hólum í Hjaltadal bara í fyrra hahaha;) En ég gæti hreinlega rifnað úr hlátri þegar ég rifja upp gamlar minnigar frá því maður var lítill. Við maggi beekkjarbróðir vorum að tala um það um daginn að það væri nu kominn tími á Bekkjarmót í sumar.. rifjuðum upp nokkrar gamlar góðar perlur sem væri hægt að taka saman í góðan pistil! (sem gæti jafnvel fengið titilinn Hey Jó/Jón!) En við vorum smmála um það að það verður einhver að taka að sér að verða formaður bekkjarmóts og redda þessu... humm ég hugsaði Sigríði orkubolta myndi nu ekkert muna um að taka það að sér en nei.. haldiði að hun ætli ekki bara að stinga af sem aupair til Ítalíu! Sem mér fannst alveg gullin hugmynd þangað til ég laggði saman 2 og 2 og fékk út að við eigum ekki eftir að hittast í heilt ár! Metið okkar í að hittast ekki áður voru 9 mánuðir, en samt með viku hittingi á skíðum í Noregi og klukkutíma hittingi nánast á keflavíkurflugvelli við skiptin Kanarí- Ísland, Ísland- Noregur. En þetta blessast nú vonandi;) En eins og ég minntis á síðast þá var mesta massa-partý nokkurn tíma hérna á ganginum um síðustu helgi.. 72 ára afmæli með festival þema. Sólstólar á ganginum, allir með útihátíðar föt á sér og allir fengu festival armband, hægt að fara í "skíðakennslu" í einu herberginu, syngja kariokie í örðu.. og ég vissi ekki að það væri hægt að koma svona mörgu fólki fyrir á einum gangi! En frá svefnleysi helgarinnar yfir í prófin, ætli ég hafi ekki fallið í mínu fyrsta prófi nokkurn tíma í gær. En fyrirlesarinn kom til mín í prófinu og spurði akkuru ég væri með svona margar bækur á borðinu.. fattaði svo að þetta væru orðabækur (sænsk-ensk, ensk-sænsk, ísl-ensk, ensk-ísl þar sem það finnst engin almenninleg ísl sænk orðabók!) og spurði ahh svo þú ert íslensk? Og setti upp þvílíkan vorkunnar svip og spurði hvernig ég hefði getað lesið fyrir prófið.. þar sem þetta var 600 bls bók bara um Byggingarefni og byggingarfræði. Ég held semsagt í vonina að hann setji sama aumkunnarverða svipinn upp þegar hann réttir prófið mitt;) En Bandy liðið okkar er alveg að gera sig.. við töpupðum bara 7-5 á sunnudaginn, svo þetta er allt í áttina. En það eru heimsóknir í vændum.. það er kraftur í ömmu gömlu, hún ætlar að skella sér til mín yfir langa helgi í lok Apríl og Ella systir pabba kemur með;) Svo hele-familjen búin að panta sér ferð til mín í byrjun sumarsins áður en ég kem heim, svo er ég að vona að ósk eigi leið hjá í Maí, og ekki má gleyma henni Elvu sem er rétt ókomin.. fan hvað það verður gaman! Í viðbót við það ætlar Fredrik að kíkja við eftir þrjár vikur og Hildur kemur vonandi að kveðja í vikunni þar sem hún er að flytja aftur heim frá Köben. Svo mér á síður en svo eftir að leiðast;) En það er eins gott að klúðra ekki einu prófi til.. og fara að læra í stærðfræði sem er eftir viku...awww..

Við mattias vorum ekki lengi að sletta í form og skella saman 2 tertum á gólfinu mínu..umm Posted by Hello

Hanna í Festival Gírnum Posted by Hello

Afmælis"börnin".. Therése, Gunnar och Stefan Posted by Hello

Nytsamlegar gjafir til afælisbarnanna... Posted by Hello

Gangsins rokkarar! Posted by Hello

Um það bil magn af fólki í hverju berbergi.. Posted by Hello

Skíðaæfing... 10 stk svona tók alvarlega á lærvöðvana sem eftir eru! Posted by Hello