Búin til í glasi, ættleidd eða rídd?
Elva er búin að vera í heimsókn í viku, geggjað gaman að hitta hana, við náðum að taka nokkur góð djömm.. snúa lífsháttum Elvu við.. byrjað 7 og hætt 2 í staðinn fyrir byrja 2 og hætta 7;) En því miður var brjálað að gera í skólanum þessa viku svo ég gat sýnt henni minna af menningunni, en Elvu þótti það held ég ekkert leiðinlegt þar sem hún gat fengið sinn 14 tíma svefn í staðinn.
Það var geggjað fynndið, á Föstudagskvöldinu hittum við strákinn í bekknum mínum sem skrifaði mér ástarbréfið fyrr í haust og ég sagði við hann "va ful du var" í staðinn fyrir "va full du var" sem þýðir semsagt "hvað þú varst ljótur" í staðinn fyrir fullur haha. En hann ákvað bara allt í einu að gefa mér símanúmerið sitt alveg uppúr þurru og bað mig að hringa í sig daginn eftir. Svo kvöldið eftir þegar við fórum á próflokadjammið hjá deildinni minni þá var hann búin að skipta um skoðun og kom til mín og sagði mér hvað honum finndist vinkona min GEGGJAÐ HOT! Ég var alveg í skýjunum yfir þessu og kvatti hann eindregið til þess að reyna við hana.. haha elvu til mikillar "hamingju" ... hún hélt hún ætlaði ekki að losna við hann;) Svo stelpur ef þið eruð að hugsa um að koma í heimsókn þá virðist allavega vera einn hérna sem er alveg veikur fyrir íslendingum!
Brandari helgarinnar var þó sá að þegar elva kynnti sig og sagðist heita “Elva” þá byrjaði fólk næstum því undantekningarlaust að halda áfram að telja “12-13-14” .. frekar í lægri kantinum þessi en sniðugur þó;)
Stærsta menningarsjokkið hennar Elvu var líklega þegar við fórum í bío og konana spurði hvort við vildum sitja á einhverjum sérstökum stað.. nei þá voru númeruð sæti í bío, þrátt fyrir að það hefðum bara verið við og 4 aðrir í salnum. Svo er alltaf svona leikhústjald fyrir skjánum sem er dregið frá þegar auglýsingarnar byrja og aftur fyrir bara til þessa að draga það aftur frá þegar myndin byrjar, skapar alveg einstaka stemmingu;) Svo skilst mér að sums staðar komi einhver og bjóði alla velkomna i bío og útskýra allt með farsíma svona eins og flugfreyjurnar áður en myndin er sett í gang. Og í viðbót við það þá var happdrætti á bíómiðunum, og teppi i verðlaun!
En annars þá sáum við “Meet the Fuckers” og ég verð nú bara að viðurkenna að mér fannst hún þrælfynndin. Hún var svo vandræðaleg að ég vildi bara hverfa ofan í sætið oftar en einu sinni fyrir leikaranna hönd!
Ég má nú til að setja inn vísu sem engin önnur en hún mamma mín sendi mér á maili. Vísan var víst búin til eftir að barn á leikskólaaldri spurði við kvöldmatarborðið:
"Var ég búin til í glasi eða ættleidd eða rídd?"
Úr hvaða efni er ég smídd,
af íslensku holdi eða þýdd?
Ég vita það vil
því víst er ég til.
Er ég ættleidd, úr glasi eða rídd?
Og svarið var:
Úr ágætis efn' ertu snídd
og kostunum bestu ertu prýdd.
En eitt máttu vita
ég vann mér til hita,
því á gamaldags hátt varstu rídd
Uss mamma kellingin á fimmtugsaldri að senda svona til barnanna sinna! Það væri nú gaman að sjá hvort pabbi ætti eitthvað svar til mín við þessu, þar sem ég hef nú áttað mig fullkomlega á því að ég var eitt stórslys;)
En áður en ég sofna á lyklaborðinu þá ætla ég að leggja mig .. og helst sofa fram á Sunnudagskvöld. Þetta er ferlega skrýtið þegar maður er vanur að vera geggjað stressaður og hafa allt að gera, og allt í einu hafa nákvæmlega ekkert að gera.. ég veit bara ekkert hvað ég á af mér að gera!