.....?

Wednesday, May 25, 2005

Sttrreeeessss!!!

Arrg Nei próf í fyrramálið.. og af hverju byrjaði ég ekki að læra fyrr??? það er eitthvað að mér.. ég fatta ekki að það sé að koma próf fyr en jah kvöldið áður og þá orðið aðeins og seint að troða allri þessari bölvuðu vitleysu inní hausinn á sér allrí í einu. Það er flóð med húsbyggingarhlutum, vatnsleiðslum, skólplögnum, steinullareinangrun, steipugrunnum, veggteiknignum, timnurvirkjum, loftræstikerfum og endalausum útreikningum tengdum því í hausnum á mér!!! Martröð í nótt!

Ósk kom við í Lundi í dag, við fórum í mótorhjólaverslunarleiðangur með Viggói og Örnu. Ósk og Arna gerðu stórinnkaup í hjálmum, vetlingum og gleraugum. Ósk valdi semsagt heldur að fara í mótorhjólabúð en að koma í heimsókn heim til mín, enda nýbakaður mótorhjólaeigandi litla skinnið. En það er eins gott fyrir hana að koma í heimsókn til MÍN einhvern daginn;)
Ég lenti í enn einu óhappinu á hjólinu mínu í dag (sko reiðhjóli bara), mamma heldur því fram að ég detti svona oft af því að ég ráði bara ekkert við hjólið, enda stærsta hjólið í Lundi haha, en ég næ allavega niður með stóru tánum! Það var ekki hálkunni að kenna í þetta sinn heldur bölvaðri keðjunni (aldrei mér að kenna að sjálfsögðu;) Ég ætlaði að stelast yfir á rauðu ljósi og trampaði eins fast og ég gat á pedalann þar sem 3ji og þyngsti gírinn er sá eini sem virkar almenninlega, en keðjan er vön að hoppa yfir nokkrar tennur á tannhjólinu og í þetta sinn hoppaði hún heilan hring svo ég hrundi niður og datt á hjólið einhvern veginn á miðri götunni svo ég er alveg að drepast og er þvílíkt bólgin á hnénu og get ekki einu sinni beygt það!

Svona fór fyrir mér á reiðhjóli, en mamma fór aðeins ver útúr mótorhjóla túrnum sínum:( Pabbi er búin að vera að tuða í henni að koma í mótorhjólatíma geggjað lengi svo hele familjen sé nú örugglega med próf. Mér skilst að nýja hjólið sé þvílíkur dýrgripur að mamma sé tillneydd út á rúntinn minnst 2svar á dag. En hún lét undan að lokum og eftir alveg glæsilegan tíma ákvað kella að taka aðeins í bensíngjöfina og miðaði svona flott á ljósastaur og meiddi sig og hjólið pínu mikið. En er það ekki eins með mótorhjólin og hestana að maður er ekki alvöru ökumaður fyr en maður hefur dottið af baki? En ég spurði mömmu hvort pabba hafi þótt verra með mömmu eða hjólið.. hún taldi það alveg vafa mál haha. En pabbi lætur sér þetta kannski að kenningu að verða og hættir að tuða í henni að læra og kaupir bara hliðarvagn eins og herramaður haha

En tími til að lesa síðastu umferð og dreyma svo skemmtilega drauma um húsabyggingar- og leiðsluleggingatækni....
/Margrét

Saturday, May 21, 2005

Reunions í röðum..

Jæja vegna pressu af stóru systur um frekari upplýsingar um ferðir mínar þá mun ég hérmeð gefa þær upplýsingar upp tileinkaðar minni kæru systur sem sá sér loksins fært eftir tæpt ár að skrifa mér komment á þetta blog og er ég henni mjög þakklát haha;) en ég lendi á klakanum laugardagskvöldið þann 4. juni og verð komin norður í sæluna sunnudaginn 5. reikna ég med. En Helga þú skilar bara kveðju frá mér til fyrrum samstarfsmanna minna;)
En héðan er annars allt gott að frétta, er í þessu að sökkva mer í prófalestur, enda kominn tími til. Ég tók mér þó smá pásu í gær og skellti mér til Köben og hitti Ósk en hún er í hinu árlega skólaferðalagi 10. bekkjar í 3ja sinn, en að vinna í síðustu 2 haha. Þetta var alger snilld, það fyrsta sem blasti við mér þegar ég gekk inná strikið voru svartar og skærbleikar Grettispeysur sem fóru ekki fram hjá neinum. Mér leið virkilega eins og ég hefði verið þarna í gær, þrátt fyrir að það séu heil 5 ár síðan, en það voru sama kennaragrúppan og sama prógrammið og meira að segja borðað á sama burger-king staðnum;)
Við skelltum okkur í Tívoli, ég og Ósk misstum okkur alveg og fórum í öll tækin og ég hélt að Ósk mydni deyja í turninum að vanda, en það féllu engin tár í þetta sinn! En dagurin í gær var eitt stórt skólamót i Köben. Fyrst ósk og allt kennara liðið, svo komu Maggi Freyr, Siggi Biggi og Pétur í Tívoli. Seinna um kvöldið mælti ég mér mót við Magnus (UWC) og við skelltum okkur á kaffihús og svo heilsuðum við uppá Emil skólafélaga okkar. Svo toppaðist dagurinn þegar ég var á leiðinni uppá lestarstöð og mætti Ditte fyrir algera tilviljun útá götu, hrein snilld!
Um síðustu helgi kom Nína í heimsókn, en hún er nýkomin heim frá USA í sumarfrí. Við höfðum skemmtilega helgi, en við á ganginum byrjuðum kvölið á brännbolta, svo grilluðum við saman og fórum svo á skrall hérna á nemendagörðunum við hliðiá og enduðum kvöldið heima með kariokie.
En nú er kominn tími á bækurnar, þar sem ég mun verða að taka mér pásu fyrir Eurovision í kvöld þrátt fyrir gríðarleg vonbrigði eftir fimmtudaginn þar sem Svíarnir voru meria að segja búnir að spá Íslandi sigri i undnkeppninni! en þar sem ég hef ekki misst af neinni keppni þá ber mér skilda setja mig niður og heja á mitt "heimaland", þó er ég að hugsa um að svíkja lit og halda með Danmörku sem mér fannst alveg frábærir!
Uss svo eru bara 2 vikur þangað til ég kem heim og rúm vika þangað til hela familian kemur í hús, hlakka til;)

En skemmtið ykkur öll vel yfir Eurovision, vona að þið sem heima sitjið gefið ykkar atkvæði til Svíþjóðar svo það verði eitthvað til að gleðjast yfir þennan laugardaginn, já og ég þakka sigríði fyrir sinn þátt í Eurovision hátíðarhöldunum þar sem hún söng Ninu alveg gullfallega en þó ótrúlega seint í þetta sinn, í morgun kl 7;)

Sjáumst bráðum, ms

Sunday, May 08, 2005

Í fríi...

Jæja tveggja vikna updatið hérna, en það er búið að vera meira en nóg að gera síðustu 2 vikur. Amma og Ella komu á föstudeginum fyrir viku, ég er ánægð með þá gömlu að drífa sig... það eru sko ekki allir sem eiga ömmu á áttræðisaldri sem heimsækir barnabarnið sitt til útlanda;) Þær hittu á helgi sem er eins og verslunarmannahelgi í Eyjum hérna í Lundi, haha frekar fynndið. En Fredrik kom akkurat í heimsókn sömu helgi og svo kom John á laugardeginum sem ég hef ekki hitt í meira en ár (UWC fólk) svo það var brjálað að gera að reyna að hitta alla!
En þessi Valborg hátíð er alltaf daginn fyrir 1sta Mai, þá safnast ca 17 þús nemendur saman niðri í Statsparkinum hérna niðri í bæ um kl hálf 10 um morguninn með sólstóla, picknick, bjór og grill og djamma frameftir degi. Ég lét okkur sko ekki vanta og mætti með föðursystur og ömmu og setti þar með aldursmetið í garðinum;) En ég held að þær hafi bara haft gaman að haha, gangfélagar mínir biðu spenntir eftir okkur og ætluðu svo sannarlega að bjóða ömmu uppá bjór, en við funndum þau aldrei. Ég held að Ella hafi alveg bráðnað yfir hvað sænskir strákar voru myndarlegir í sér. Strákarnir á ganginum hjá mér voru með matreiðslubæknurnar í höndunum frá því að þær komu og héldu áfram langt fram á nótt að gera paj, baka kökur, útbúa pastasallat og grillkjöt fyrir morgundaginn alveg þvílkíkt duglegir!
En á laugardagskvöldið fórum við út að borða á Gräddhyllan og fengum alveg hrikalega góðar hjartarlundir. Sátum og spjölluðum og settumst síðan úti (það er svo gott veður hérna í Lundi að það er hægt að sitja úti á kvöldið meira að segja;) Svo var vaktaskipti og ég fór og hitti John, Fredrik og ganginn minn og dansaði langt fram á nótt og var svo mætt uppá hótel til Ellu og Ömmu um 10 leitið alveg eldspræk. En þær héldu leið sinni áfram til Kaupmannahafnar sennipart Sunnudags. Svo í heildina held ég að mér hafi bara tekist að pústla helginni vel saman, það var alveg frábær fá þær í heimsók og að hitta John og Fredrik eldhressa:)
Síðasta vika var stutt í skólanum, bara frá mán til mið. en hérna er föstudagurinn frí líka, þvílikt ljúft! Hittusmt nokkur á miðvikudagskv og spiluðum svona spil eins og "party og co" þvílíkt gaman. Það var æðislegt verður á fimmtudeginum svo það var sólbað á svölunum allan daginn, bökuðum okkur köku og spiluðum kubb, lærði og svo horfðum við á sænskan smell um kvöldið. Fynnið með þessar sænsku myndir, þær eru alveg jafn vitlausar og þær íslensku! Á föstudaginn unnum ég og Mattias á einum nemendaklúbbinum allan daginn frá 2 til 11 um kvöldið en vinkona hans er yfirmaður þar svo við vorum 4 og elduðum 3ja rétta máltíð fyrir 50 manns. Gerðum snittur og laxapaté í förrétt, nautalundir með rjómalagaðri mangósósu og ofnsteiktu grænmeti og kartöflum í aðalrétt og alveg hrikalega óhollt en ógeðslega gott karamellu paj með vanilluís í eftirrétt. Ummm svo fengum við að sjálfsöfðu að borða og djamma frítt þar um kvöldið, en það var live danskt reggie-band að spila svo við skemmtum okkur alveg konunglega. Kvöldið enduðum við með náttfatapartýi heima hjá mér, ég, karin og mattias settum allar dýnur inni herbergið mitt og sváfum þar. Laugardagurinn var mjög menningarlegur, eftir lærdóminn þá skelltum við okkur nokkur á sinfoníutónleika, svo fannst okkur flatsænging heima freistandi (þar sem ég var að sjálfsögðu ekki búin að taka til) svo við leigðum okkur mynd; "Beyond Borders" sem mér fannst mjög góð. Seinna um kvöldið hrutum við öll í kór hérna og ég svaf þangað til í morgun, þau hentu bara yfir mig sæng og skildu mig eftir á gólfinu þegar þau vöknuðu. En eftir hreyfingaleysi helgarinnar skellti ég mer í 10 km hlaupatúr, þvoði öll fötin mín og er komin með mekanikina fyrir framan mig og fer að koma mér í gírinn:)
En með myndirnar Sigríður.. það gengur eitthvað erfiðlega hjá mér, en svo hugsaði ég að ég fer nú að koma heim svo ég sýni henni þær bara þá;) ... EN NEI.. við hittumst næstu jól!
Jæja kominn tími til að gera eitthvað.. ég verð líklega byrjuð í prófum næst þegar ég man eftir því að updata.. já og þið heima einmitt búin í prófum fyrir einhverjum vikum síðan þá geri ég ráð fyrir og ég að deyja úr öfundsýki haha;) nei ég get sólað mig þangað til, bless í bili.. ms