.....?

Thursday, December 22, 2005

Home Sweet Home

Komin heim ... er í hvorki meira né minna en mánaðarfríi :) :) :) :) Ég er með íslenska númerið mitt 8698252. Gleðileg jól og munið að maður lifir til þess að borða en borðar ekki til þess að lifa.... /Margrét

Monday, December 12, 2005

Það er allt skemmtilegra en að læra....

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!


And for you Swedes and others that don´t understand Icelandic...

Comment your name and...

1. I´ll tell you something random about you.
2. I´ll tell you what song/movie reminds me of you.
3. I´ll tell you what taste reminds me of you.
4. I´ll tell you my first clear memory of you.
5. I´ll tell you what animal you remind me of.
6. I´ll ask you a question I´ve wanted to ask you for a long time.
7. If you read this, you must put this on your blog....!

Hejdå så länge.. I don´t promise answers util after the exam on Friday! .. or.. well I´ll get bored at some point so.. maybe;)

Wednesday, December 07, 2005

Pinguin-smash & tentaplugg

Það kemur fyrir að mér leiðist þegar ég er að læra fyrir próf, þá spila ég mörgæsaleikinn:

http://mirrored.flabber.nl/bloody.pingu/bloody.pingu.swf

Ég mæli eindregið með því að þið takið ykkur pásu frá bókunum, dragið andann djúpt og prófið þennan gefandi leik:) Maður þarf bara að klikka með músinni til að fá mörgæsina af stað og annað klikk til að slá, smá nákvæmni til að hitta, smá bros til að hafa gaman af og ýta á OK til að spila aftur.. etc! Metið mitt er 688:)

En lærdómurinn gengur frekar hægt en gengur þó.. ég er alveg hissa yfir því hvernig við fórum að því að fara í gegnum allt þetta efni á svona stuttum tíma.. eða kannski meira hissa á því að mér skuli ekki vera að takast að fara í gegnum efnið sem farið var í á heilli önn á einni viku.. ! Jæja best að spila smá pinguin-smash, steikja mér svo fisk og drekkja mér svo í stærðfræði aftur...

Pinguin-smash & tentaplugg

Það kemur fyrir að mér leiðist þegar ég er að læra fyrir próf, þá spila ég mörgæsaleikinn:

http://mirrored.flabber.nl/bloody.pingu/bloody.pingu.swf

Ég mæli eindregið með því að þið takið ykkur pásu frá bókunum, dragið andann djúpt og prófið þennan gefandi leik:) Maður þarf bara að klikka með músinni til að fá mörgæsina af stað og annað klikk til að slá, smá nákvæmni til að hitta, smá bros til að hafa gaman af og ýta á OK til að spila aftur.. etc! Metið mitt er 688:)

En lærdómurinn gengur frekar hægt en gengur þó.. ég er alveg hissa yfir því hvernig við fórum að því að fara í gegnum allt þetta efni á svona stuttum tíma.. eða kannski meira hissa á því að mér skuli ekki vera að takast að fara í gegnum efnið sem farið var í á heilli önn á einni viku.. ! Jæja best að spila smá pinguin-smash, steikja mér svo fisk og drekkja mér svo í stærðfræði aftur...

Sunday, December 04, 2005

Rífandi gangur...

Afköstin eru alveg í hámarki þessa helgina, kl er 9 á sunnudagsmorgni og ég er búin að koma mér fram úr, fara út að skokka, strurta mig, borða morgunmat, tendra annað kertið á aðventukransinum og meira að segja byrjuð að læra!
Tað gerist ekki oft að maður sé sofnaður fyrir 1 bæði fös og lau, og vaknaður fyrir hálf 9 báða morgnana.... helgin verður e-ð svo löng að þetta verður næstum því eins og 2 helgar fyrir 1:)
Ég er loksins búin með 5. og síðustu ritgerðina og búin að sökkva mér í Flerdimensionell Analys stærðfræðina (puke)
En af skemmtilega hlutanum af helginni er það að frétta að ég, Hanna og Jenny héldum Idol-final kvöld heima hjá mér á fös með nýbökuðum muffum og heitri jólaglögg.. ummmm;) Úrslitin fóru þó því miður ekki eins og ég vildi heldur ákváðu þeir að eyðileggja lífið fyrir einhverri 17 ára óþroskaðri stúlkukind með því að gera hana fræga í staðinn fyrir að velja snilla strákinn sem var reyndar í svo þröngum buxum að hefði hann farið í hærri tón í vinningslaginu þá hefðu þær eflaust rifnað! En þegar hann söng "life from Mars" þá langaði mig bara að gráta það var svo flott:)
Annars þá er ekkert að frétta.. en engar fréttir eru góðar fréttir ekki satt? Ég ætla að halda marathoninu áfram.. sjáumst eftir próf! (hehe nei það er engin hætta á því að ég eigi ekki eftir að stelast í að blogga við tækifæri þegar ég verð orðin pirruð á heimalærdómnum;)

Thursday, December 01, 2005

Hrakfarir-Bólfarir?? Mugison og sushi

Ef hrakfarir mínar væru bólfarir þá væri ég sko með glansandi hár!!!
Ég er búin að vera e-ð hálf utan við mig í dag, ég byrjaði á því að sofa yfir mig í fyrsta sinn síðan ég kom til Lundar held ég, ég var svo upptekin að setja allt mögulegt inní reminderinn minn áður en ég fór að sofa svo ég gleymdi bara að stilla vekjaraklukkuna! Eftir það fór ég með bros á vör til að loksins þvo allan þvottinn minn (ég átti nákvæmlega ekkert par af sokkum eftir, var í ósamstæðu í gær..) en nei þá hafði ég bókað tíma þann 31. nov, sem var ekkert svo smart drag!! ég var semsagt búin að setja fötin min inn þegar ég fattaði að dagurinn í dag var víst ekki til svo ég hljóp upp og forðaði mér áður en það kæmi e-r bálreiður niður fyir að hafa stolið þvottatímanum hans :/ (þvottatímar eru mjög heilagir.. bókaðir með viku fyrirvara..)
Svo fór ég í ræktina og var ógeðslega upptekin við að benda Sjönu á strákinn sem var kosinn sætastur í verkfræðideildinni og snéri mér svo mikið við að ég hálf datt úr vélinni sem ég var í og því fylgdi þessi ekki litli smellur, þar á eftir gerði ég tilraun til þess að fara upp tröppurnar sem gekk svona misvel.. mér tókst að stíga út fyrir tröppurnar og munaði litlu að ég myndi festast á milli tröppunnar og veggjarins og þó var ekkert fyrir mér í þetta sinn. En ég komst heil heim og ætla að sitja sem fastast í sófanum það sem eftir er af deginum:)

Mugison var alveg frábær í gær, ég missti reynar af diskasölunni því ég fór snemma heim til að mæta í skólann (...virkaði alveg great!) Fynndið hvað svona frekar óaðlaðandi maður getur orðið sjarmerandi bara við það að syngja vel! Sushíið á undan var mjög gott, ég gæti alveg verið ekta sushi æta (það mátti meira að segja borða með höndunum.. þar var ég sko á heimavelli!) ég á pottþétt eftir að gera þetta oftar.

En það fara sögur af því að ´84 árgangurinn heima sé enn að fjölga sér, en staðan er orðin 4-1 fyrir hinum bekknum, erum við svona seinþroska í okkar bekk eða?? Eina vonin er að strákarnir í okkar deild eigi lítil leynikríli vítt og dreift um landið.. gefið ykkur endilega fram strákar;) Anna Lára er semsagt að bæta í hópinn, Jónína á leiðinni og Gígja, Rannveig og Inga búnar:)
Við verðum að fara að drýfa þetta reunion af áður en barnapössunar kostnaðurinn verður risinn úr öllu valdi haha:)

Ég fór á skyndireunion í dag með 3 mín fyrirvara:) Mahmoud hringdi (skólabróðir minn úr UWC) og bað mig að skreppa með sér á kaffihús, ég skellti mér klst fyrir æfingu og úðaði í mig sætabrauði.. það er æðislegt að æfa svona saddur!! En það var frábært að hitta hann og updata slúðrið um félagana sem eru mismunandi tíndir vítt og dreift um heiminn!

En jæja ég er hætt að telja niður hvað er langt þangað til að ég fer heim (16 dagar...) heldur er ég farin að skjálfa í löppunum og forðast þessa tölu þar sem það þýðir 12 dagar í próf..!!!!