Ef hrakfarir mínar væru bólfarir þá væri ég sko með glansandi hár!!!
Ég er búin að vera e-ð hálf utan við mig í dag, ég byrjaði á því að sofa yfir mig í fyrsta sinn síðan ég kom til Lundar held ég, ég var svo upptekin að setja allt mögulegt inní reminderinn minn áður en ég fór að sofa svo ég gleymdi bara að stilla vekjaraklukkuna! Eftir það fór ég með bros á vör til að loksins þvo allan þvottinn minn (ég átti nákvæmlega ekkert par af sokkum eftir, var í ósamstæðu í gær..) en nei þá hafði ég bókað tíma þann 31. nov, sem var ekkert svo smart drag!! ég var semsagt búin að setja fötin min inn þegar ég fattaði að dagurinn í dag var víst ekki til svo ég hljóp upp og forðaði mér áður en það kæmi e-r bálreiður niður fyir að hafa stolið þvottatímanum hans :/ (þvottatímar eru mjög heilagir.. bókaðir með viku fyrirvara..)
Svo fór ég í ræktina og var ógeðslega upptekin við að benda Sjönu á strákinn sem var kosinn sætastur í verkfræðideildinni og snéri mér svo mikið við að ég hálf datt úr vélinni sem ég var í og því fylgdi þessi ekki litli smellur, þar á eftir gerði ég tilraun til þess að fara upp tröppurnar sem gekk svona misvel.. mér tókst að stíga út fyrir tröppurnar og munaði litlu að ég myndi festast á milli tröppunnar og veggjarins og þó var ekkert fyrir mér í þetta sinn. En ég komst heil heim og ætla að sitja sem fastast í sófanum það sem eftir er af deginum:)
Mugison var alveg frábær í gær, ég missti reynar af diskasölunni því ég fór snemma heim til að mæta í skólann (...virkaði alveg great!) Fynndið hvað svona frekar óaðlaðandi maður getur orðið sjarmerandi bara við það að syngja vel! Sushíið á undan var mjög gott, ég gæti alveg verið ekta sushi æta (það mátti meira að segja borða með höndunum.. þar var ég sko á heimavelli!) ég á pottþétt eftir að gera þetta oftar.
En það fara sögur af því að ´84 árgangurinn heima sé enn að fjölga sér, en staðan er orðin 4-1 fyrir hinum bekknum, erum við svona seinþroska í okkar bekk eða?? Eina vonin er að strákarnir í okkar deild eigi lítil leynikríli vítt og dreift um landið.. gefið ykkur endilega fram strákar;) Anna Lára er semsagt að bæta í hópinn, Jónína á leiðinni og Gígja, Rannveig og Inga búnar:)
Við verðum að fara að drýfa þetta reunion af áður en barnapössunar kostnaðurinn verður risinn úr öllu valdi haha:)
Ég fór á skyndireunion í dag með 3 mín fyrirvara:) Mahmoud hringdi (skólabróðir minn úr UWC) og bað mig að skreppa með sér á kaffihús, ég skellti mér klst fyrir æfingu og úðaði í mig sætabrauði.. það er æðislegt að æfa svona saddur!! En það var frábært að hitta hann og updata slúðrið um félagana sem eru mismunandi tíndir vítt og dreift um heiminn!
En jæja ég er hætt að telja niður hvað er langt þangað til að ég fer heim (16 dagar...) heldur er ég farin að skjálfa í löppunum og forðast þessa tölu þar sem það þýðir 12 dagar í próf..!!!!