.....?

Tuesday, November 28, 2006

26-25-24-23....dagar í jólin!!!

Ekki dauð enn.. bara glötuð í því að blogga.. en kæmi mér samt ekkert á óvart ef ég myndi hrökkva upp af stressi bráðlega! Setti met í skólanum um daginn.. til hálf 5 aðfaranótt Laugardags og var mætt í skólann aftur kl 9 um morguninn til að kynna verkefnið!! Met í vinnunni líka.. vann til kl 1 aðfaranótt Föstudags þegar ég var tilneydd að yfirgefa skrifstofuna þar sem þjófavörnin hafði betur í slagsmálunum okkar!... Ég er farin að rjúka upp um miðjar nætur og reka ragga í skólann því ég held alltaf að ég sé of sein haha:) En sumir eru byrjaðir í prófum á meðan ég er ennþá í verklegum tilraunum, skýrsluvinnu og verkefnaskilum urrr :(

Mikið annað en skólinn búið að gerast síðustu daga.. vorum tæpa viku hjá honum Guðmundi litla uppá spítala en það fór sem betur fer betur en leit út fyrir í fyrstu og er hann búin að vera þvílíkt duglegur í endurhæfingu! Við Raggi erum búin að vera í 10 daga í mömmu og pabba leik að passa og aga til litlu frændur mína hehe. Svo varð hann pabbi gamli 50 ára og við slóum til teiti fyrir hann:) Svo má ekki gleyma honum ragga sem varð árinu eldri um helgina... alveg 27 ára.. svo hann nálgast óðum þrítugt haha (O-Ó) en það er nú ekki að sjá á þessu unglambi;)

En ég rakst á þessar skemmtilegu reglur um daginn.. ekki verra að hafa þær á hreinu til að forðast óþarfa streytu og misskilning á prófatímabilinu haha:


Reglur í svefnherbergisgolfi:

1. Hver leikmaður skal leggja til eigin útbúnað til leiksins, venjulega eina kylfu og tvær kúlur.
2. Leikur á vellinum verður að vera samþykktur af eiganda holunnar.
3. Ólíkt golfi utandyra, er takmarkið að koma kylfunni í holuna og halda kúlunum frá.
4. Fyrir árangursríkan leik, skal kylfan hafa stíft skaft. Vallareigandum er leyfilegt að kanna stífni skaftsins áður en leikur hefst.
5. Vallareigendur hafa full réttindi til að banna kylfulengd til að forðast skemmdir á holunni.
6. Takmark leiksins er að taka eins mörg skot og nauðsyn þykir þangað til fullnægjandi leik er náð. Ef úrskeðis fer getur það valdið banni til að leika aftur.
7. Það er álitið slæmt leikform að byrja leik í holu strax eftir komu. Reyndir leikmenn taka venjulega tíma í að dást að öllum vellinum, með sérstakri áherslu á vel lagaða hóla og sandgryfjur.
8. Leikmenn eru varaðir við að minnast á aðra velli sem þeir hafa spilað á eða þá sem þeir eru að spila á við eiganda vallarins sem spilað er á. Eigendum í uppnámi hefur verið vitað til þess að valda skemmdum á búnaði leikmanns fyrir þessar sakir.
9. Leikmönnum er ráðlagt að hafa almennilegan regnbúnað meðferðis, til vara.
10. Leikmenn skulu ekki gera ráð fyrir að völlurinn sé alltaf í ástandi til að leikið sé á honum. Leikmenn gætu farið hjá sér ef að þeir komast að því að völlurinn er í tímabundinni viðgerð. Leikmönnum er ráðlagt að vera einkar gætnir undir þessum aðstæðum. Reyndari leikmenn munu finna breytilegar aðferðir þegar svona stendur á.
11. Leikmenn skulu gera ráð fyrir að leikurinn sé almennilega áætlaður sérstaklega þegar leikið er á nýjum velli í fyrsta skipti. Fyrrum leikmenn er vitað til að verða pirraðir ef að þeir uppgötva að einhver annar er að leika á það sem þeir hafa álitið einkavöll.
12. Eigandi vallarins er ábyrgur fyrir vexti runna, sem geta dregið úr sjáanleika holunnar.
13. Leikmönnum er sterklega ráðlagt að fá leyfi eigandans áður en reynt er að leika á bakhlutanum.
14. Hvatt er til hægs leiks, samt sem áður skulu leikmenn vera viðbúnir við að leika á meiri hraða eftir óskum eiganda.
15. Það er álitinn framúrskarandi árangur , ef tími gefst til, að leika á sömu holu nokkrum sinnum í einum leik.

Gott í bili.. ajdö (setti inn nokkrar myndir frá því í sumar og haust inn á myndasíðuna um daginn;)

Wednesday, November 08, 2006

kreisí dúíng

Eftir að hafa skilað inn heimadæmum sem voru hvokri meira né minna en 16 bls útreikningar, vitandi að önnur eins heimadæmaskil eru á föstudag og enn önnur á mánudag, skil á 30% verkefni helgina eftir það og 50% verkefni þar á eftir... þá verð ég ekki mjög motiveruð að læra.. þess vegna fór ég að pakka inn jólagjöfum þegar ég kom heim úr skólanum í dag!

Friday, November 03, 2006

Klaufaskapur og jólin ;)


Jæja þá erum við komin heim frá Köben og Lundi.. næstum því heil á húfi! Ferðin byrjaði ekkert allt of vel.. það var semsagt stormur yfir Eyrarsundinu og ég að við myndum steypast beint í sjóinn!!! Léttirinn var MJÖG mikill þegar ég fann annað hjólið snerta eitthvað sem minnti á flugbraut.. og enn meiri þegar við fundum að það var ætlunin að hitt hjólið lenti líka þó nokkrum sekúntum seinna væri! Jamm ég var næstum farin að skæla :(

Best ég ljúki hrakfarasögunum af en ég í græðgi minni ætlaði að snæða mér á nýbökuðu rúnstykki í matarboði hjá Hildi sætu. Ég tók mér mjöööög beittan hníf í hönd án þess að vera vör við þessa gríðarlegu beitni.. hmmm en ég fann að ég skar mig aðeins. Bara pínu sko...þvert yfir 3 putta!!! Það blæddi soldið hressilega úr þessu og það glitti bara í löngutangarbeinið..awww. Stuttu seinna þurfti ég að æla og leið eins og það æltði að líða yfir mig, svo hvarf allur litur úr andlitinu á mér, varirnar blánuðu og ískaldur sviti lak niður ennið á mér.. ekki spennó. Hildi stóð sko ekki á sama þar sem ég sat þarna eins og draugur svo eftir samtal við læknavaktina og skipun frá þeim að hringja á sjúkrabíl (haha já útaf skornum putta) þá heftiplástruðum við puttana saman spelkuðum og teipuðum;) þeir hanga ennþá á en ég er ekki frá því að það hefði verið sniðugt að sauma þetta en en ég man það bara næst (því það er sko engin hætta á því að ég eigi ekki eftir að klaufskast eitthvað í bráð þar sem ekki veitir nú af enn einu öriinu á hendurnar á mér!!!)

En af hinu betra þá var helgin alveg frábær og ég get hreinlega ekki beðið eftir jólunum þar sem við Raggi vorum mest megnis í búðum alla dagana og þ.a.l. búin að versla allar jólagjafirnar;););) Það vakti sem sagt mesta undrun úti hvar ég hefði eiginlega fundið ragga þar sem þær hefðu aldrei heyrt um strák sem nennti að hanga með kaupóðri kellingu svona lengi í búðum haha;) ... það kom sér ekkert sérstaklega illa að vera með burðardýr þegar maður var bara pokaburðarhæfur á einari hehe;)

Við afköstuðum þó alveg helling fyrir utan búðirnar; hitta félagana, Lundadjamm, út að borða, horfa á bandýleik með gamla liðinu mínu, 2 afmæli og fullt af gamani;)

Jæja læruhelgi framundan þar sem maður finnur fyrir því að hafa ekki opnað bók í 5 daga:( En ég lét nú samt plata mig í lið fyrir bekkinn minn á Fáránleikunum í kvöld.. jamm fáránleikar eru fáránlegar keppnir svona eins og mér finnst svo gaman;)

  • Bara 51 dagur til jóla
  • Bara 29 þangað til það má kveikja á aðventukransinum
  • Bara 22 dagar þar til Raggi á afmæli
  • Bara 52 dagar þar til ég á afmæli
  • Bara 38 dagar þar til ég byrja í prófum (og raggi búin í prófum.. þá vitum við hver sér um jólaþrif,-skreytingar og bakstur á okkar heimili;) )
  • Bara 47 dagar þar til ég er búin í prófum
  • .... Bara enginn dagur þar til ég þarf að byrja að læra!!!