.....?

Sunday, April 22, 2007

Creisý dúíng!!

Sólarhringurinn minn þyrfti að vera amk 5 tímum lengri ef ég á að ná að klára allt sem ég á að klára og fá nægilegan svefn! Urrrr... já eða ég hefði þurft að skipuleggja mig aðeins betur og byrja á hlutunum fyrr.. annað hvort!

Svo í dag verð ég stuttorð og í bloggþagnabindindi fram yfir próf! Þetta er það sem er framundan.........

Í dag: Varúð varúð á vegum úti.. minn elskulegu litli bróðir fær bíl- og mótorhjólapróf í dag!!
Fimmtudagurinn 26. Apríl Þá verður mín elskulega mamma 48 ára!! ooog ég fer í fyrsta prófið mitt!! munnlegt próf í fráveitu og skólphreinsun..mmmm
skólphreinsun...mmm
Föstudagurinn 27. Apríl Skil og kynning á síðasta verkefni annarinnar og jafnframt síðasti skóladagur;)
Miðvikudagurinn 2. Maí Annað prófið og jafnframt erfiðasta prófið! 3 eftir
Mánudagurinn 7. Maí Þriðja prófið! 2 eftir
Fimmtudagurinn 10. Maí Fjórða prófið! 1 eftir
Laugardagurinn 12. Maí Síðasta prófið og jafnframt léttasta prófið! PARTÝ, Kosningar og Júrókvöld:) Komin með “BS” en samt ekkert BS þar sem ég er alltaf í einhverjum útlöndum þar sem er ekkert BS bara Master.. svo 2 years to go!!
Sunnudagurinn 13. Maí Afslöppun, þynnka, gerekkineitt dagur!!
Mánudagurinn 14. Maí Byrja að vinna
Laugardagurinn 26. Maí Rhodos time..wehhooo
Laugardagurinn 9. Júní Heim frá Rhodos
Mánudagurinn 10. Júní Byrja að vinn aftur...Vinna vinna vinna
Þriðjudagurinn 19. Júní Karin og Mattias koma í heimsókn og stoppa fram yfir helgi;)


Sem sagt... ég get ekki beðið þar til 12. MAÍ;)

Monday, April 16, 2007

Fegurðardiss og íslensk tunga.. ef tungu skal kalla


Sko, oggisla hérna alveg bara þú veist sko hénna bara sko þú veist alveg sko ógeðslea sko bara, alveg, ehh sko þú veist.. alveg.... svona hljómaði sjónvarpsviðtal við eina ágæta fyrirsætu í vikunni! Þessi upptöldu hikorð sagði hún 82 sinnum í viðtali sem varaði örfáar mínútur! Ohhh ég verð voða voða pirruð þegar fólk getur ekki einu sinni vandað málfar sitt þegar það kemur fram í sjónvarpinu!! En punkturinn yfir i-ið er settur þegar fréttafólk getur ekki einu sinni talað rétt, því þá spyr maður sig hvort það sé virkilega við börnin að sakast þegar þau segja hluti eins og “það var sagt mér það” eða “ég snúði mér við” því börnin læra jú það sem fyrir þeim er haft.

En aftur að þessu áðurnefnda viðtali þá fannst mér boðskapur þess vera svolítið tvöfaldur. Kynningin var sú að fyrirsætuheimurinn væri mjög harður og alls ekki fyrir alla. Þrátt fyrir það þá virtist áhersluatriði viðtalsins hvað þetta var nú allt ofboðslega gaman! Já miklu skemmtilegra að vera 13 ára fyrirsæta útí heimi að láta segja sér að maður megi nú ekki fitna, á meðan hinir jafnaldrarnir húktu heima í unglingavinnunni! Ó neii hversu “lame” er það að vera í unglingavinnunni!! Viðtalið endaði svo á því að hún sæji ekki eftir neinu en nú væri hún hætt í bransanum. Hún væri nú samt alveg til í að fara aftur út og ferðast ef gott tækifæri byðist... æææi þetta minnti mig svolítið á forvarnarstarf hjá Bubba “þetta var besti tíminn í lífi mínu og ég sé ekki eftir neinu og það er ekkert mál að rífa sig uppúr þessu.. en ekki gera þetta”

Svo ég haldi mig nú við fegurðarbransann þá horfði ég á keppnina Ungfrú Reykjavík á fimtudagskvöldið. Eftir áhorfið hafði ég lært nokkrar staðlaðar klisjur eins og “eina freistingin sem ég get ekki staðist er SÚKKULAÐI!!”. Það leit heldur ekki út fyrir annað en fegurð í dag þýddi brúnkusprautun (svo ýkt að sumar hverjar litu hreinlega út fyrir að vera skítugar) og neonhvítaðar tennur (það leit hreinlega út fyrir að þær hefðu aldrei smakkað súkkulaðið umtalaða!!) Margar þessara ungmeyja meiga reyndar eiga það að hafa verið virkilega huggulegar, en það bar ekki mikið á þeirra náttúrulegu fegurð verð ég að segja.

Það má segja að ég hafi sökkt mér í fegurðarumræður í vikunni því ég ráfaði einnig inná bloggsíðu eins keppandans í keppninni. Þar voru umræður eins og “öðruvísi páskadagur” því að í ár þurfti hún að fara í ræktina og hún gat ekki staðist mátið og STALST í lítinn bita af páskaegginu sínu! Það er spurning hvort atvikið hafi verið refsivert í þessum bransa.. að hafa STOLIST í að smakka páskaeggið sitt. Æææ mér finnst þetta nú ekki alveg heilbrigt!!

Ég hlýt að hljóma eins og ég sé voðalega bitur yfir því að ég skuli ekki vera svona falleg sjálf... en ég held því fram að maður hylmi yfir fegurð með brúnkusprautun og að súkkulaði geri fólk sætara haha;)

Wednesday, April 11, 2007

Harðsperrur og eyrnaklipp

Betra er seint en aldrei.. en hér kemur færslan sem var tilbúin fyrir rúmri viku síðan.. en þökk sé þessari bölvuðu síðu að það var ekki hægt að pósta..

Kannast einhver við tilfinningu sem er góð en samt mjööög slæm??? Ég fékk þessa tilfinningu í síðustu viku.. og hún versnaði/batnaði mikið þegar leið undir lok vikunnar! Þessi umrædda tilfinning eru harðsperrur!! Tilfinningin er góð því hún staðfestir að það eru virkilega einhverja vöðva að finna þarna inn við beinin... en ég var nánast búin að afskrifa það miðað við afrek s.l. mánaða. Slæma tilfinningin er hins vegar sársaukinn sem fylgir harðsperrunum!! Ouuts.. ástandið var svo slæmt að lærunum á mér leið eins og þau væru grjót og stigagangurinn heima var orðinn minn versti óvinur:/

Svo ég komi mér nú að orsök harðsperranna þá var íþróttamót í skólanum. Keppnisgreinarnar voru fótbolti, körfubolti og bandý... já boltagreinar akkurat my thing ;) en þrátt fyrir að vera ekki tæknilega sú bæsta þá fannst mér þetta voða voða gaman;) Svo hef ég ákveðið að hætta fótboltaferilinn bara á toppnum, þar sem nýtingin er ágæt.. spilaði fótbolta í annað sinn og skoraði í annað sinn heh;) (og ég hef ákveðið að fara ekkert nánar í hornspyrnuna sem ég hitti ekki einu sinni inná völlinn!!)

Síðasta helgi var stórskemmtileg, það var aðalfundur hjá nemendafélaginu.. mikið fjör og mikið gaman;) En nemendafélög meiga einmitt ekki skila hagnaði svo það var kannski AÐEINS of mikið af upplífgandi drykkjum í boði.. húff!!

Nú er komið PáskaFRÍ.. wehúú... mjög langþráð! Ég byrjaði fríið á því að gera tilraun til þess að klippa eyrað AF Ragga, mér tókst nú ekki að ná eyranu öllu.. en dágóðum bita!! Þetta gerðist samt alveg óvart þegar ég ætlaði að snyrta aðeins á honum lubbann.. ég veit ég er KLAUFI :( þökk sé heftiplástrunum sem til voru á heimilinu frá því ég nánast skar af mér puttann að við gátum gert við skarðið sjálf!

En jæja ætli það sé ekki best að ég drífi mig bara í afmæliskaffi hjá tengdó áður en ég klemmi mig á lyklaborðinu eða eitthvað..... leggjum líklega í hann norður á fimmtudaginn;)