.....?

Monday, January 28, 2008

Týpur

Ég fór í brunch hjá UWC-skólafélögunum sem búa hérna í Lundi á Sunnudaginn. Þá bárust týpur í tal, en okkar á meðal var einmitt einn arkitektanemi, einn læknanemi, einn hagfræði/félagsfræðinemi og 2 verkfræðinemar og því tilheyrum við öll sitthvorri deildinni við Lunds Universitet. Við vorum öll sammála því að við ein ákveðin gatnamót nálægt tækniháskólanum og hagfræðiháskólanum þá gæti maður valið út hverjir koma til með að beygja hægri og hverjir halda benit áfram:)

Þeir sem beygja til hægri eru ýmisst jakkafataklæddir drengir með skjalatöskur, eða mjög þröngum buxum og frakka í stíl, jafnvel með kvenmannssnið, og allir búnir að legga a.m.k. 1 og 1/2 tíma í dúið. Stúlkurnar sem fylgja þessum drengjum eftir eru allar á hælum, alls ekki í skærari lit en grátt eða mesta lagi dökkblátt, margar hverjar með aflitað sítt túperað hair og í svo þröngum buxum að það er vissara að beygja sig ekki og mikið. Á meðal þessara stúlkna og drengja er meira kúl að reiða hjólið sitt en að hjóla á því. Þessi hægri-beygju hópur er semsagt á leið að hagfræðiháskólanum. Ég tilheyri aftur hópnum sem heldur beint áfram. Háir hælar eru sjaldséðir, þægileg föt eru áberandi og ef það rignir úti þá er það pollagallinn sem gildir. Við hjólum nánast öll í skólann og erum með bakpoka frekar en töff hliðartösku. Bakpokinn má alveg vera strekktur og það þykir ekkert að því að hafa bæði böndin á öxlunum. Í þessum bakpoka leynist oftar en ekki heimagerður nestispakki fyrir daginn. Þessir sömu nemendur hafa lagt max 5 mín í dúið! Þessi hópaskipting minnir mig helst á HR-HÍ, eða Versló-FB eða eitthvað þess háttar. Hvað veldur þessum útlitsmismuni veit ég ekki, en ég get sagt fyrir mig sjálfa að saumarnir á svona tæght buxum væru ekki lengur saumar heldur saumsprettur eftir hjólatúrinn í skólann, ég kæmi aldrei öllum bókunum mínum í lítið töff hliðarveski, hælarnir væri brotnir undan miklu álagi frá þungum skólabókum og ég gæti aldrei klárað að skrifa öll verkefnin mín ef ég þyrfti að fara 1 og 1/2 tíma fyrr að sofa til þess að leggja lokkana fyrir daginn:)

Það er skemmtilegt frá því að segja að Raggi er einmitt að sækja um að tilheyra fyrrnefnda hópnum, en það passar ágætlega hann berst a.m.k. tvöfalt lengur við sína stjórnlausu lokka á hverjum morgni;)

Svona í anda umræðunnar þá læt ég þessa fínu mynd af SÆNSKASTA parinu í Tælandi fylgja með, takið eftir tígóinu sem drenguinn er með (ca. 10 hára tígó.. mjög smart;)




Wednesday, January 23, 2008

Veðurbloggið

Svíar eru doldið veðurhrætt fólk greyin. Í síðustu viku var gefin út stormviðvörun, ekkert vit í því að fara út fyrir hússins dyr og svona. Strákarnir í liðinu hans Ragga voru að velta því fyrir sér hvort það væri nokkuð vit í því að keyra til Landskrona (40 min í burtu) og spila leik í þessu ofsaveðri. Þeir létu sig þó hafa það! Við biðum spennt eftir óveðrinu en ekkert gerðist. Svo færir sænsk vinkona mín mér þær rosalegu frétttir daginn eftir að það hafi verið allt að 33 m/s í Småland, en það hafi ekki orðið svo slæmt hérna hjá okkur. Svo þegar ég sýndi engin sjokkerandi viðbrögð við þessum 33 m/s (hugsandi um 40 m/s sem við keyrðum suður í um jólin, já og svipaðar tölur svona annað hvert skipti sem maður keyrir undir Hafnarfjallið) þá bætti hún líka við að þessi stormur hafi samt ekki verið jafn slæmur og stormurinn Gudrun! þá hélt ég að ég myndi drepast úr hlátri, þeir skíra öll fjúkin sem blása doldið hressilega mannanöfnum, svona eins og fellibyljirnir í BNA! En til þess að gera ekki lítið úr storminum Gudrunu þá geysti hann hérna yfir jólin 2004, féllu nokkur tré og nokkur rafmagnslaus hús. Þeir ganga meira að segja svo langt að kalla þetta Fellibylinn Gudrun þar sem mældust vindkviður allt að 40 m/s. En ég er hrædd um að við værum komin ansi langt inní stafrófið heima ef við ættum að nefna öll rafmagnsleysis rokin, og vindi sem þeyta köttum og farartækjum... kannski við getum kallað blásið í gær storminn Örn??

Bara svona tillaga til að brydda uppá kaffistofuumræðurnar. Mér finndist nú ekki leiðinlegt að geta sagt hetjusögur frá storminum Inga (ég var ca. 5 ára sko) þegar við þurftum að grafa okkur göng út úr húsinu, bara svona snjóhúsa framlenging haha:)

Önnur sænsk vinkona mín sendi mér skilaboð um daginn þar sem hún sagðist ekki komast í partý hjá okkur því hún væri svo "väderkännslig", gott íslenskt orð yfir það væri líklega að vera veðurnæmur:) Skýringin var sú að rigningin undanfarna daga hafði orsakað svo gríðarlegan höfuðverk að hún treysti sér ekki á djammið strax (það er ljótt að segja frá því að ég skellihló yfir þessu:/ )

Ég held hreinlega að ég sé orðin "náttúruhamfaranæm". Ég hrökk upp við það í nótt að ég upplifði 2 jarðskjálfta (í draumi sko) og eyddi allri nóttinni í að hugga stóru systur (hehe já ég var að hugga hana sjáiði til;) en var aðallega að reyna að beita góðum rökum fyrir því að það væri betra að vera á efri hæðinni, já eða frekast úti ÞEGAR húsið hryndi (eins og þið sjáið þá var ég með mjög traustvekjandi hugg... ÞEGAR húsið hrynur) en við höfðum einmitt horft á Sjávarborg hrynja nokkrum sek áður (en sjávarborg stendur sko enn, þetta var bara draumur). Það fyrsta sem ég sá þegar ég vaknaði upp frá þessum vonda draumi voru svo fréttir af jarðskjálfta í Grindavík, skondin tilviljun. Ég er að hugsa um að fara að virkja þessa "náttúruhamfaranæmni" mína og færa jafnvel fréttir af komandi hamförum bara strax á nóttunni. Sjáið þið ekki fyrir ykkur svona "veðurbloggið... fyrst með fréttirnar" ??

Thursday, January 17, 2008

Tæland Framhald

Þá erum við komin heim í kuldann eftir rúmlega 20 tíma ferðalag. Við vöknum ennþá upp um miðjar nætur eldhress eftir tímamismuninn. Þökk sé dýrasta spilastokki sem við höfum nokkurn tíma keypt að við lifðum ferðalagið af (spilastokkar voru mjög framandi hlutur í Thailandi). Við vorum farin að spila póker uppá hina ýmsu hluti á leiðinni. Þegar heim var komið sat Raggi uppi með allan þvott úr ferðinni og átti að redda kvöldmat þegar við komum heim. Mín beið eldamennska og uppvask í 2 daga auk þess að ég á eftir að nudda hann ragga bæði axlir og tær haha.

Ferðin var í alla staði frábær. Við vorum komin til Hua Hin síðast þegar ég skrifaði. Þar láum við mest á ströndinni og böðuðum okkur í sólinni. Það var varla líft annar staðar yfir hádaginn nema næst sjónum þar sem golan var mest. Við leigðum okkur vespur 2 daga og keyrðum um helstu nágrenni í bilaðri vinstri traffík þar sem helsta reglan var að þú varst ekki kúl nema vera að minsta kosti 4 manns á vespunni og í mesta lagi einn með hjálm og það ekki fastan og þú sýndir gangandi vegfarendum EKKI tillitsemi!!! Við brutum allar þessar reglur og vorum bara 2, bæði með hjálm og það stóra og góða hjálma enda horfið fólk á okkur eins og útlendinga;) Þar að auki voguðum við okkur einstaka sinnum að hleypa gangandi vegfarenda yfir 6 akreina götuna sem var ekki með eina göngubrú né gönguljós á meira en 10 km kafla.

Við fórum uppá Apafjallið í Hua Hin sem er þekkt fyrir að vera fullt af villtum öpum. Þessi dýr eru skuggalega lík mönnum. Við réttum einum kókdósina okkar sem hann drakk með bestu list haha. Ég sagði líkir mönnum, ekki að þeir kynnu mannasiði því hann komst fljótlega að því að það sullaðist minna niður á hann ef hann hellti bara smá slurk í einu á stéttina og sleikti það svo upp:)


Við fórum á fílabak einn daginn. Þvílík og önnur eins flykki þessi dýr! Ég ríghélt mér í þegar guidinn hoppaði af baki og lét okkur ríða honum ein.


Flestum kvöldum eyddum við svo hjá klæðskeranum sem er búin að sauma á okkur fullt af fötum, svo vorum við dugleg að prútta á næturmörkuðum bæjarins. Risa-Risa-taskan sem við keyptum okkur í Bangkok og ætluðum bara að setja flugfreyjutöskurnar ofaní á leiðinni heim var allavega stútfull þegar heim var komið:)

Það er soldið skammarlegt að segja frá því að hafa mestmegnis borðað vesturlenskan mat þegar maður er í Thailandi (þar með talið Mc. Donalds og Pizza Company sem er eftirherma af Pizza Hut) en þetta var allt saman gert af læknisráði, því það var mjög slæmt að fá matareitrun haha;) En við stunduðum nú einnig steikhúsið Corner 84 sem var rekið af pjúra tælendingum;) Þar kostaði dýrasta steikin á matseðlinum heilar 800 kr ísl, geggjað flott!


Asíubúar eiga alveg hrós skilið fyrir að kunna ekki að segja RRRRR, þetta var mikið skemmtiefni í ferðinni;) Ég hugsaði mig lengi um áður en ég þáði Elefant lightning... soldið löngu seinna fattaði ég að hann var að reyna að segja elefant riding;) Svo var alltaf seldur Ice-cleme á ströndinni og sticky lice, mjög girnó:) Þetta skilti var doldið gott líka

Tími til að horfast á við raunveruleikann á ný og drífa sig í skólann.. mikil gleði!! Myndirnar frá ferðinni eru komnar inn, undir Myndir 10.

Friday, January 04, 2008

Thailand I

Sma frettir ad austan.. vid erum semsagt komin til Thailands, munadi ekki miklu ad vid yrdum vedurtept a klakanum.. sjaesid hvad eg hefdi grenjad!! Vid flugum heim til Svitjodar i einu laegdinni tann 30. des, med fyrsta fluginu tann daginn (kl half 5). Tad var folk buid ad bida fra kl 7 um morguninn og tau turftu bara ad bida enda turfti ad kalla til 4 logreglumenn vid boarding hlidid folk var svo brjalad haha:) Svo tegar vid komum upp a Kastrup a gamlarsdag hittum vid islendinga sem voru bunir ad bida i 9 tima uppa velli tvi tad var ekki flogid heim.

Vid fognudum aramotunum i haloftunum yfir Minsk, flugstjorinn var voda fynndin og tok tvilika dyfu og halladi velinni haegri vinstri (engri sma vel, heldur risathotu med 3+4+3 seatum og efri haed) svo kalladi hann i hatalarann ad ragetta hefdi hitt velina. Litla flughraedda margret var akkurat ad taka sma fotastrekkju var ekki alveg ad fatta brandarann strax heldur tok andkof og hljop med angistarsvip i seatid sitt aftur (eda veltist um ganginn tar til eg var komin i saetid). Eftir ad hjartad for ad sla edlilega aftur ta fekk eg nettan hlaturskrampa:)

Vid stoppudum i Bangkok fyrstu 3 dagana. Hotelid var geggjad flott, 37 haeda svo madur fekk hellur i eyrun tegar madur for upp 37 haedir i lyftunni a svona 3 sekundum. Tad var mjog gaman ad skoda Bangkok, otrulega mikil umferd og mengun og ekki eitt einasta gangbrautarljos, svo tad gat tekid dagodann tima ad koma ser yfir gotuna. Hraebillegar nuddstofur a hverju horni svo madur getur lifad eins og kongur tarna. Og ekki ma gleyma BigMac big size maltid a 180 isk.

Brandari ferdarinnar hingad til hafa verid brjostin a mer. Tau hafa nu sjaldan verid fraeg fyrir ad vera neitt serstaklega stor, en tegar eg kom inn a eina nuddstofuna i Bangkok ta byrjadi konan a tvi ad segja mer ad hun hefdi tekid eftir mer labba fram hja adan og henni hefdi fundist brjostin min svo flott.. svo bara tok hun sig til og kafadi dalitid a teim (ja an tess ad spyrja). Eg vissi ekki hvernig eg att ad vera svo hun bara helt afram ad tukla tau svolitid. Svo vorum vid med Thailenskan fararstjora i einni ferdinni okkar. Vid vorum ad fara ad heimsaekja konungshofid i borginni og tar turfti madur ad vera i sidum buxum, hylja axlir og haela o.fl. Guidinn gekk svo um rutuna og sagdi folki ef tau vaeru i of stuttum buxum osfrv. svo tegar hun kom til min ta sagdi hun mer ad eg vaeri of sexy.. buhahahah! ta var eg i venjulegum skokk og leggings innanundir, en skokkurinn thotti adeins of fleginn:) (eg var i skokknum sem tu gafst mer i afmaelisgjof helga:) En eg vard fyrir miklum vonbrigdum med hrosid med storu brjostin tegar eg aetladi ad kaupa mer brjostahaldara og komst ad tvi ad eg turfti D skalar i Thailenskum staerdum, svo for eg ad lita i kringum mig og sa ad allar thailenskar konur eru nanast flatbrjosta:(

I dag saum vid tad svo ad taer eru lika bossalausar greyin, en vid saum nariur med rasspudum... haha svona wonderbra-ass! Eftir miklar vangaveltur ta fannst okkur eg ekki turfa a aukarassi ad halda, en endilega sendidi mer sms ef tid hafid ahuga:)

Vid komum semsagt til Hua hin i gaer og erum buin ad lata fara vel um okkur her. Strondin er aedi og rumlega 30 stiga hiti og sol (er ekki orugglega rok og rigning heima???) vid eigum aftur a moti ekki hros skilid fyrir solarvarnarabrudinn okkar i dag, vid erum svipad flekkott og Gudmundur brodir ragga var a Rhodos, Raggi kys ad kalla tetta fallega raudskjott, en vid hofum taepar tvaer vikur til ad sparsla i eydurnar:)

Jaeja best ad drifa sig ut i 25 stiga naeturhitann og kaupa ser gos a ca. 25 kronur og olara a 60:)

Svona til tess ad gera ykkur ekki allt of ofundssjuk ta getum vid baett vid ad raggi var naelaegt tvi ad syngja sitt sidasta i gaerkvoldi tegar risa rotta skaust a milli lappanna a okkur i kolnidamyrkri i pinulitlum simaklefa haha. Tad sama gerdist i Bangkok, tegar tad kom rotta hlaupandi upp ur holu og vid stukkum beint ut a gotu og vorum nalaegt tvi ad vera keyrd nidur (gott ad lata keyra a sig en ad bita i sig kjark og kljast vid rottuna!!)

Kvedja fra Thailandi