Týpur
Ég fór í brunch hjá UWC-skólafélögunum sem búa hérna í Lundi á Sunnudaginn. Þá bárust týpur í tal, en okkar á meðal var einmitt einn arkitektanemi, einn læknanemi, einn hagfræði/félagsfræðinemi og 2 verkfræðinemar og því tilheyrum við öll sitthvorri deildinni við Lunds Universitet. Við vorum öll sammála því að við ein ákveðin gatnamót nálægt tækniháskólanum og hagfræðiháskólanum þá gæti maður valið út hverjir koma til með að beygja hægri og hverjir halda benit áfram:)
Þeir sem beygja til hægri eru ýmisst jakkafataklæddir drengir með skjalatöskur, eða mjög þröngum buxum og frakka í stíl, jafnvel með kvenmannssnið, og allir búnir að legga a.m.k. 1 og 1/2 tíma í dúið. Stúlkurnar sem fylgja þessum drengjum eftir eru allar á hælum, alls ekki í skærari lit en grátt eða mesta lagi dökkblátt, margar hverjar með aflitað sítt túperað hair og í svo þröngum buxum að það er vissara að beygja sig ekki og mikið. Á meðal þessara stúlkna og drengja er meira kúl að reiða hjólið sitt en að hjóla á því. Þessi hægri-beygju hópur er semsagt á leið að hagfræðiháskólanum. Ég tilheyri aftur hópnum sem heldur beint áfram. Háir hælar eru sjaldséðir, þægileg föt eru áberandi og ef það rignir úti þá er það pollagallinn sem gildir. Við hjólum nánast öll í skólann og erum með bakpoka frekar en töff hliðartösku. Bakpokinn má alveg vera strekktur og það þykir ekkert að því að hafa bæði böndin á öxlunum. Í þessum bakpoka leynist oftar en ekki heimagerður nestispakki fyrir daginn. Þessir sömu nemendur hafa lagt max 5 mín í dúið! Þessi hópaskipting minnir mig helst á HR-HÍ, eða Versló-FB eða eitthvað þess háttar. Hvað veldur þessum útlitsmismuni veit ég ekki, en ég get sagt fyrir mig sjálfa að saumarnir á svona tæght buxum væru ekki lengur saumar heldur saumsprettur eftir hjólatúrinn í skólann, ég kæmi aldrei öllum bókunum mínum í lítið töff hliðarveski, hælarnir væri brotnir undan miklu álagi frá þungum skólabókum og ég gæti aldrei klárað að skrifa öll verkefnin mín ef ég þyrfti að fara 1 og 1/2 tíma fyrr að sofa til þess að leggja lokkana fyrir daginn:)
Það er skemmtilegt frá því að segja að Raggi er einmitt að sækja um að tilheyra fyrrnefnda hópnum, en það passar ágætlega hann berst a.m.k. tvöfalt lengur við sína stjórnlausu lokka á hverjum morgni;)
Svona í anda umræðunnar þá læt ég þessa fínu mynd af SÆNSKASTA parinu í Tælandi fylgja með, takið eftir tígóinu sem drenguinn er með (ca. 10 hára tígó.. mjög smart;)
Þeir sem beygja til hægri eru ýmisst jakkafataklæddir drengir með skjalatöskur, eða mjög þröngum buxum og frakka í stíl, jafnvel með kvenmannssnið, og allir búnir að legga a.m.k. 1 og 1/2 tíma í dúið. Stúlkurnar sem fylgja þessum drengjum eftir eru allar á hælum, alls ekki í skærari lit en grátt eða mesta lagi dökkblátt, margar hverjar með aflitað sítt túperað hair og í svo þröngum buxum að það er vissara að beygja sig ekki og mikið. Á meðal þessara stúlkna og drengja er meira kúl að reiða hjólið sitt en að hjóla á því. Þessi hægri-beygju hópur er semsagt á leið að hagfræðiháskólanum. Ég tilheyri aftur hópnum sem heldur beint áfram. Háir hælar eru sjaldséðir, þægileg föt eru áberandi og ef það rignir úti þá er það pollagallinn sem gildir. Við hjólum nánast öll í skólann og erum með bakpoka frekar en töff hliðartösku. Bakpokinn má alveg vera strekktur og það þykir ekkert að því að hafa bæði böndin á öxlunum. Í þessum bakpoka leynist oftar en ekki heimagerður nestispakki fyrir daginn. Þessir sömu nemendur hafa lagt max 5 mín í dúið! Þessi hópaskipting minnir mig helst á HR-HÍ, eða Versló-FB eða eitthvað þess háttar. Hvað veldur þessum útlitsmismuni veit ég ekki, en ég get sagt fyrir mig sjálfa að saumarnir á svona tæght buxum væru ekki lengur saumar heldur saumsprettur eftir hjólatúrinn í skólann, ég kæmi aldrei öllum bókunum mínum í lítið töff hliðarveski, hælarnir væri brotnir undan miklu álagi frá þungum skólabókum og ég gæti aldrei klárað að skrifa öll verkefnin mín ef ég þyrfti að fara 1 og 1/2 tíma fyrr að sofa til þess að leggja lokkana fyrir daginn:)
Það er skemmtilegt frá því að segja að Raggi er einmitt að sækja um að tilheyra fyrrnefnda hópnum, en það passar ágætlega hann berst a.m.k. tvöfalt lengur við sína stjórnlausu lokka á hverjum morgni;)
Svona í anda umræðunnar þá læt ég þessa fínu mynd af SÆNSKASTA parinu í Tælandi fylgja með, takið eftir tígóinu sem drenguinn er með (ca. 10 hára tígó.. mjög smart;)