.....?

Tuesday, February 28, 2006

Salt(svína)kjöt og baunir túkall

Fuglaflensan brotlenti í Svíþjóð í dag.. ég fann þetta á mér svo ég keypti 3 kíló af kjúklingabringum fyrir 2 vikum og ætla brátt að njóta síðustu kjúklingamáltíðarinnar haha;) Hvað verður um jólin mín núna? Það eru sko engin jól án rjúpna...!! Það er kannski komin tími á eitt ár sem grænmetisæta aftur?

Ég upplifði íslendinginn í mér í dag og gæddi mér á "saltkjöti" og baunum. Baunirnar voru af alíslenskri uppskrift en mér reyndist erfitt að fá saltkjöt. Reddaði mér með léttsöltuðum grísaslögum sem var það eina saltaða sem ég fann í búðinni. Toppaði máltíðina svo með ljúfri vatnsdeigsbollu.. það gerist hreinlega ekki betra... hver veit nema ég klæði mig upp og fari að syngja í búðum á morgun??

Öll helgina fór í viðtalavinnu fyrir UWC-skólana með Svíunum. Þvílíkt samansafn af gullmolum þessir krakkar sem sóttu um. Ég var alveg að bráðna yfir einni stelpunni sem var þvílík perla: spilaði á öll möguleg hljóðfæri (bara name it!) var búin að stofna hitt og þetta hér og þar, brosti svoleiðis að það brostu allir í kringum hana og svaraði öllum spurningum eins og hún ætti lausnirnar við þeim! Ég var að hugsa um að biðja hana að giftast litla-bróður :)

Hildur og Kærastinn hennar komu svo í heimsókn á Laugardagskvöldið. Við fórum í Sushi og (fylltum svo á svanga munna á McDonalds á eftir..) Var minnt á það aftur hvað Ísland er lítið land. Bogi sagði mér að þjálfarinn hans í Köben væri íslenskur, þá var það Rakel Gylfla fyrrverandi langhlaupaþjálfari hjá UMSS:)

Annars þá er ég komin í prófavikugírinn: vakna á morgnanna 5 mín í skóla ógeðslega úldin því ég fór svo seint að sofa kvöldið áður, fer í skólann, kem heim og ætla að byrja að læra en væflast samt í nokkra tíma, tel mér trú um að ég verði skýrari í hausnum ef ég fer í ræktina, fatta eftir kvöldmat hvað ég er stressuð og læri langt fram á kvöld sofna í panik því mér fannst ég ekki kunna neitt og vakna alveg jafn úldin daginn eftir..etc etc.. en en sem betur fer er þessi ársfjórðungslegi hryllingur yfir efir rúma viku og þá bíður mín flugmiði heim á klakann góða:) Kem heim á Föstudagskvöldið 10. mars og fer heim aftur þri morgun 14. mars.

Að lokum þá verð ég að fá að tjá mig um þessa yndislegu íþrótt Curling eða Krullu eins og ég vill kalla það. Ég var búin að blóta þessari íþrótt í sand og ösku en stóð mig að verki við það að sitja þvílíkt spennt yfir úrslita leiknum á Ólympíuleikunum þegar Svíar unnu gull:) Krulla var semsagt ekkert svo slæm eftir allt.. hvernig væri að stofna íslenskt landslið í krullu og stefna á næstu ólympíuleika?? einhver in?

Monday, February 20, 2006

Til hamingju Eurovision..

Ég vildi byrja á því að óska Íslandi til hamingju með framlag sitt í Eurovision.. hvað er skemmtilegra en að vera Íslendingur í útlöndum og vera stoltur af sinni þjóð og fulltrúa hennar Mrs. Nótt hahaha ég get ekki beðið eftir Maí! Ég ætla bara að vona að þeim takist að þýða lagið yfir á ensku með jafn kristaltærum boðskap og hann er á íslensku: Að Sylvía sé að fara að rústa þessari keppni:)
Annars þá er snilldar helgi að baki, Raggalingur var í heimsókn:) Gerðum okkur góðan dag á Fimmtudaginn sem við enduðum með boxi (Ragga hefur ekkert farið fram í því að halda takti haha) en oggó góður að slást:) Við fórum til Malmö á Föstudaginn. Skoðuðum hæsta turn í Skandinavíu, búðaráp og út að borða. Tókum forskot á sæluna á Laugardaginn og bökuðum bolludagsbollur og hámuðum í okkur alla helgina..ummm! Matarboð hjá Hannusi um kvöldið svo héldum við í Eurovision-party hjá Sjönu þar sem við Íslendingar komum saman og fögnuðum sigri Sylvíu Nóttar á misgóðum gæðum á fartölvu í gegnum internetið.. stemmningin var góð og þemað drekkum til að gleyma:)

Talandi um Eurovision þá vorum við að versla í sæska "Bónus" á laugardaginn þegar e-ð óþolandi sölufólk fór að reyna að pranga eihverju inná mig. Það glaðnaði heldur betur yfir mér þegar þau gerðu mér grein fyrir að ef ég myndi kaupa 5 vörur frá KNORR þá fengi ég sænskan Eurovision disk í kaupbæti.. ÉG TIL!!! (þó ég sitji uppi með 5 pakka af súputeningum langt fram á næsta ár..)
Svo versnaði það ekki þegar ég kom heim og sýndi nágrönnum mínum gleðiplötuna mína og Kajsa segir mér að uppáhalds lagið hennar sé gamalt íslenskt Eurovision lag! Ég nánast með gleðitár í augunum spyr hvort það sé nokkuð Nina? og hún sagði JÁ!!! Hún hefur átt það á Spólu síðan Nína tók þátt og fannst Eyjólfur alveg jafn æðislegur og mér:) haha þarna áttum við sko samleið!

Að bandýinu þá stóðum við, Gott och blandat, uppi með sigur úr bítum í síðustu turneringu.. ekkert smá sáttar:) Fyrsti leikurinn í nýju seríunni er í kvöld.. ég sit hérna heima að hita upp með fartölvuna í einari og "nature candy" í hinni hahah:) (alveg hreint prýðis þýðing hjá Ragnari á jógúrthúðuðu heilsunammi)

Annars þá er smá breyting á sumrinu mér buðust 2 vinnur í viðbót svo nú er ég búin að ráða mig hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Verð semsagt fyrir sunnan og líst rosa vel á starfið svo ég hlakka bara til sumarsins:)
Ragga bauðst helgarvinna hérna úti þegar hann kemur hingað sem skiptinemi í eini bakarísferðinni sinni:) Hann hummaði víst eitthvað íslenskulega svo bakarinn fattaði strax að hann væri íslenskur og bauð honum vinnu fyrir vikið.. snilld það:)

Ég rifjaði það upp um helgina að Gladiator er ennþá uppáhalds myndin mín.. ohh hun er svo æði.. mæli eindregið með því að horfa á hana einu sinni enn þá maður sé búin að horfa amk 5 sinnum!

Komið að Bandý.. 18 dagar í að ég komi heim.. 2 vikur í próf...

Sunday, February 12, 2006

Hitt og þetta...

Tókst að setja fjögur met í vikunni:
1. Ég fór 6 sinnum í ræktina!
2. Var í skólanum frá 9 um morguninn til 7 um kvöldið á laugardegi!!!
3. Tókst að háma í mig hátt í hálfu kílói af jógúrthúðuðum hnetum á þessum sömu umtöluðu 10 tímum...
4. Og tókst að fara að sofa fyrir 1 á fös og lau!!
Þvílíkur og annar eins dugnaður hefur ekki verið til staðar hérna lengi (já fyrir utan heilsunammið).

Annars þá var helgin mjög góð.. bland av öllu nema djammi sem er ágætt af og til:)
Fórum nokkur í Sushi á föstudagskvöldið.. það verður bara betra og betra í hvert skipti sem maður borðar það umm. Laugardagurinn fór svo í það að klára Byggnadsmekanik verkefnið okkar sem við rumpuðum af á 10 tímum á Lau. Ef það hefur einhvern tíma heyrst talað um fullkomnunaráráttu þá er ég ekki frá því að hennar hafi verið vart hjá okkur stöllum í gær.. útreikningana mátti semsagt handskrifa.. nei við pikkuðum þær inn í equation, tölvuteiknuðum allar útskýringamyndir og vorum ekki sáttar fyrr en við vorum búnar að forrita gröfin í MATLAB. Enda mjög sáttar eftir daginn þegar við prentuðum út 17 fallegar síður:)

Ég gleymdi nú að upplýsa ykkur sem heima sitjið og sjáið mig í bara í fríum að ég klippti á mig topp um daginn.. ákvað það 10 mínutum fyrir partý á Laugardaginn síðasta, Hönnu fannst þetta svo vel gert hjá mér að ég klippti hennar seinna um kvöldið í partýinu.. ég var mjög sátt við minn (við skulum ekkert vera að tala um hennar..)

Áskorun vikunnar verður að troða uppí sig, tyggja og kyngja íslensku mjólkurkexi á innan við mínútu án þess að drekka. Ég var sannfærð um að mér múlinex vélinni tækist þetta en Raggi var hins vegar ósammála mér. Ég er búin að hita upp einu sinni, staðfestur tími var 1.04 mín.. nálægt... þetta tekst í tilraun númer 2! Raggi verður bara að koma með nýjan pakka fyrir mig á Fimmtudaginn:) Einhver sem hefur ekki trú á mér í þessu???

Ég var á UWC fundi í kvöld, er að fara að taka þátt í viðtalavinnunni fyrir Svíana sem eru að sækja um skóla eins og skólann minn í Noregi. Manni líður hálf illa yfir því að vera sá sem á eftir að ráða úr hvort þessi litlu sætu krakka grey eigi eftir að fá draum sinn uppfylltan eða missa af 2 frábærum árum. Það flaug í gegnum hausinn á mér að það eru 4 ár síðan ég sat í sömu sporum og þau .. shitt mér líður eins og það hafi verið í gær!!

Sem minnir mig á það að tíminn líður ógeðslega hratt og ég á efir að gera milljón hluti þar sem ég ætla að vera alveg í fríi um næstu helgi þegar raggi kemur:)

Thursday, February 09, 2006

........

Jæja ég var bara búin að skrifa lengstu færsluna mína í langan tíma þegar tæknin ákvað að stríða mér og láta hana bara hverfa!! jáh og það var ekki ég sem óvart ýtti á vitlausan takka eða gleymdi ctrl-c eins og oft áður, heldur var hann lesanlegur í svona einn og hálfan dag áður en hann hvarf!!

Hann fjallaði semsagt í grófum dráttum um frábæra helgi pjölluvinafélagsins senior (Mamma og Halla) sem komu í heimsókn. Við gerðum okkur góðan dag í Kaupmannahöfn, versluðum, út að borða mexíkóskan mat, fórum í spassakast og gegnum um alla köben með frekar ljóta eiturgræna hatta (algerir snilld), pubbarölt (hommabar og írskur pub með live tónlist) og margt fleira. Á sunnudeginum lá leiðin yfir Öresundið, skoðuðum okkur um í Malmö á leiðinni til Lundar. Fórum á tónleika í Dómkyrkjunni, út að borða, versluðum meira, elduðum góðan mat og spiluðum yatzy og drukkum beylies á milli mála:) Sem sagt það var alveg frábært að fá þær, eiturhressar kellurnar í heimsókn og við skemmtum okkur konunglega;) Er búin að setja inn myndir af helginni inn í myndir 3!

Hér kemur svo smá "brandari" í anda helgarinnar:

4 helstu kraftaverk kvenna:

1. Þær blotna án þess að fara í sturtu
2. Þær mjólka án þess að bíta gras
3. Þeim blæðir í viku án þess að deyja
4. .. og þær fá beinlaust hold til að rísa...

Hahahahah ég vona að ég sé ekki ein að hlægja (ekki að það sé e-ð óvanalegt) en svona reittu konurnar af sér alla helgina og ég lá í krampa:)

Annars í fréttum er ekkert helst, bara þetta venjulega.. brjálað að gera í skólanum, ógeðslega dugleg í ræktinni (enda árið bara nýbyrjað;) allt búið að vera á kafi í snjó (ég hef samt ekki lagt hjólinu enn.. og ekki tekið neinum hamförum í hjólaflugi enn..)

Reyndar, smá fréttir.. þá er ég komin með vinnu á verkfræðistofu fyrir sunnan í sumar, var soldið efins hvort ég ætti að sleppa mjög góðri vinnu fyrir norðan, en ég fékk gott boð (bland af Arkitekta og verkfræðistofu) og svo það var óneitanelga freystandi að þurfa ekki að keyra fram og til baka skr-rvk um hverja helgi. Svo ég er mjög spennt fyrir sumarið.. en ég á að sjálfsögðu eftir að sakna ykkar á króknum svo mikið að ætli við brunum ekki bara á krókinn aðra hverja helgi í heimsókn haha:)

En jæja þar sem ég er nánast hætt að sjá á tölvuskjáinn fyrir endurspegluninni af ljósinu frá mér þá er ég að hugsa um að gera mér góðan dag og fara í ljós í annað sinn í 3 ár.. kem til með að líta út eins og karfi á morgun....