.....?

Tuesday, August 29, 2006

Skólapuð..

Ég upplifði sérstaklega erfiðan fyrsta skóladag í gær!
Ég mætti klukkan 8 í stundatöflu- og skráningaredd, svo komst ég að ég var í fríi það sem eftir var dagsins;)

Ég gat nú ekki setið aðgerðarlaus heldur fór ég í Kringluna að spreða... mmm.. keypti stígvél, belti, 2 peysur, bol, eyrnalokka.. gaman gaman;) Bara ef allir skóladagar væru svona:)

Ég fékk einnig alveg rosalegt kompliment í gær sem hljómaði svona "þú talar nú alveg ágætis íslensku" .. ég bara Vááááá dugleg ég!!
Það var svoleiðis að ég var að skrá mig inn sem skiptinemi áskrifstofu HÍ, og ég rata nottla ekki nokkurn skapaðan hlut, svo þegar hún var að reyna að vísa mér veginn upp á alþjóða skrifstofu þá komst hún að því að ég var frekar illa að mér í gatnakerfinu í Reykjavík og gerði sýnilega ráð fyrir því að ég hefði aldrei búið á landinu og gaf mér þetta fína hrós;) Ætli ég sé með útlenskan hreim fyrst ég talaði ekki reiprennandi íslensku heldur ágætis hahah

Það verður þröngt á þingi hér í grundinni næstu viku, tengdó og litli bróðir ragga eru að koma að kúra hjá okkur því þau eru heimilislaus greyin;) Þau eru búin að selja húsið og það er enn verið að vinna í nýja húsinu þeirra.. en þröngt mega sáttir búa er það ekki;)

Jæja nóg í bili.. ég ætti kannski að fara að standa við ÆTLIÐ mitt og kíkja í bók...hmmm

Sunday, August 27, 2006

Skólinn...

Jæja þá hefst enn eitt skólaárið og ég byrja í enn einum skólanum!
Sumarfríið mitt byrjaði fyrir klst síðan, þar sem ég var að vinna til 10 í kvöld, svo endar þetta kærkomna sumarfrí kl 8 í fyrramálið þegar ég mun hefja skólagöngu mína í HÍ!
Ég er búin að lofa mér því í 101sta sinn að núna ÆTLA ég að læra jafnt og þétt yfir önnina og ekki fá flogakast daginn fyrir próf því mér finnist ég ekkert hafa gert.. það verður gaman að sjá hvað þetta ÆTLA verður í gildi lengi;) venjulega hefur mér ekki tekist það lengur en út fyrstu skólavikuna:/ en takið eftir ég ÆTLA!

Ég ætla líka alveg helling í viðbót.. ræktin og þess háttar.. en ég ætla að spara yfirlýsingarnar;)

Búin að grafa upp blýpenna, skrifblokk, kaupa mér nýja mjög hraðvirka fartölvu sem hentar minni þolinmæði.. þarf ég eitthvað meira?? Jah ég þyrfti kannski helst að kaupa mér nýja vini þar sem það er örugglega ekkert grín að koma inn í bekk á 3ja þar sem enginn á pláss fyrir fleiri vini haha;)

Við skelltum okkur á snilldarball með Todmobile á Laugardaginn.. djöfull er Andrea kúl söngkona og Eyþór mikill sjarmi!

Thursday, August 24, 2006

Ég er NAKIN!!

Raggi var skellihlæjandi þegar ég vaknaði í morgun og sagði mér að ég hafi tjáð honum það í nótt að ég væri nakin! Ég sagði honum víst oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að ég væri nakin:/ hmm eftir því sem ég best veit þá var ég í værum blundi þegar ég færði honum þessi stórtíðindi.

Ég tók aðra svona sofandi syrpu um daginn þegar ég rauk framúr rúminu um miðja nótt í þvílíkum bömmer yfir því að vera of sein í vinnuna, hellti mér yfir Ragga fyrir það að hafa verið að fikta í vekjaraklukkunni á meðan ég gerði mig líklega til að byrja að klæða mig.. þegar ég rankaði við mér og fattaði að klukkan var bara hálf 3.. :/

Haha frekar fynndið.. á hverju ætli ég taki uppá næst?? Er ekki best að ég nýti mér þessa fréttnæmu nekt mína og taki nokkur dansspor næstu nótt haha (þetta er venjulega milli 2-3 ef þið viljið njósna..)

En hvað er þetta með að skipta um blogg eins og maður skiptir um nærbuxur?? Maður virðist ekki vera maður með mönnum nema endurnýja lookið reglulega.. mig er hreinlega farið að langa að skipta.

Friday, August 18, 2006

Ómenningarnótt

Menningar eða ómenningar nótt.. tja allavega fullt að gerast og skemmtilegt formenningarteiti á dagskránni;) Celeb-þemapartý á morgun, fólk verður að mæta í dulargerfi einhverrar persónu.. bæði í klænaði og atgerfi haha margar góðar hugmyndir komnar upp;) Það verður ákveðin fjölbrautar-reunion feelingur.. langt síðan ég hef hitt sumar af stelpunum.. en allir velkomnir!

Var í stórskemmtilegu starfsmannapartýi í gærkvöldi, við sumarlömbin töpuðum reyndar í spurningakeppni á móti þeim eldri og reyndari, en við fengum blóm;) Slúttaði kvöldinu með því að fá mér sæti í þyrnirósarunna og vanvirti pulsuna .. shit hvernig getur maður sofnað út frá pullu??

En jæja.. komin tími á háttinn... þarf aðeins að vinna í fyrramáli svo ég geti djammað samviskulaust. Sjáumst sem flest.. hress sem.. ajj ekkert

Tuesday, August 15, 2006

Eyjar hvað???

Ég sat í vinnunni í dag og óskaði þess innilega að mótmælendurninr sem réðust inná verkfræðistofuna Hönnun í gær og lokuðu starfsmenn inni veittu verkfræðistofunni VST heimsókn í dag og lokuðu starfsmenn úti.. það hefði sko verið kærkomið í blíðunni! Svo ef einhver býr svo vel að hafa númerið hjá þessum merku mönnum þá megið þið endilega luma því að mér ;)

En verslunarmannahelgin í ár var vægast sagt hreinasta snilld! Við “stelpurnar” (Raggi var bara farin að teljast sem ein af þeim..) vorum í banastuð í bílnum allan hringinn. Önnu og Elvu var pakkað með farangrinum aftur í með staðgengil Söndru hann Freðinn á milli sín fullan af Ísköldum baukum. Ég og Raggi sátum undir restinni af farangrinum frammí og skiptumst á að DJa og keyra. Það má að sjálfsögðu ekki gleyma honum Rúnka sem var siðgæðisvörður í ferðinni og víbraði á mælaborðinu alla leiðina;)

Eftir fjöldann allan af pissustoppum var fyrsti viðkomustaðurinn dýrindisgrill hjá mömmu Önnu á Blönduósi. Þar slóst Elva með í för og við héldum á Akureyri þar sem við kíktum á unga fólkið og lögðum Guðmundi litla bróðir Ragga heldur betur lífsreglurnar hah;)

Áfangastaðurinn var Vaglaskógur .....ekki góð hugmynd til að tjalda FLÓKNU hústjaldi seint og um síðir. Þetta hafðist að lokum eftir að hafa teipað bjórdósina á munninn á Önnu Margréti og gert bílinn Rafmagnslausan haha;)

Við brunuðum beint á Unglingalandsmót á Laugum í morgunhlaðborð hjá Múttu og pabba í tjaldvagninum.. þvílíkar kræsningar,marensterta, heitt kakó, heit eplakaka og snúðar, smurbrauð og bara name it! Ég á bestu foreldra í heimi;)
Það heilbrigðasta sem við gerðum í ferðinni var að fylgjast með sundkeppni (þó fyrsta lands- eða unglingalandsmót sem ég hef bara horft á en ekki keppt).

Á austurleiðinni spókuðum við okkur um í Dimmuborgum og ég ælta nú ekki að gera lítið úr frásögn Önnu svo við sprettuðum lengstu leiðina þar á 30 sléttum;)

Fjörið jókst í bílnum og músíkin á fóninum fór að þróast úr Nýdönsk og Sálinni yfir í hreina og tæra Eurovision tóna:) eftir að hafa lært textann við The Bank of Fun utan að á útlensku þá lentum við á Egilsstöðum þar sem við fórum í sund og skoluðum af okkur brund.. hah.. Anna reitti að vanda af sér prelurnar upphátt .. hluti sem sumir hefði kosið að heyra ekki!

Við dorguðum síðan nokkra marhnúta á grillið á bryggjunni á Eskifirði og komum okkur fyrir á þessu girnilega tjaldsvæði á Neskaupsstað. Það lá við að það þyrlaði um hvítt duft í sterkustu vindkviðunum.. frekar subbó!
Við létum það nú ekki á okkur fá heldur byrjuðum helgina á æðisgengnu grilli og borðuðum af Gulldiskum.. jáh.. eins og hálfgerðir pappakassar (nýyrði í íslenskri tungu..)

Sálarballið á Sunnudagskvölið var það besta hingað til!! Hituðum upp með því að kenna óreyndum borgarbörnum að meta útilegusöngbækur, skelltum okkur svo í Brekkusöng og vorum fyrst á ball. Elva aka Elenor fór á kostum þetta kvöld með skær bleik-appelsínugula hárkollu, plasttúttur og fegurðarblett.. það má segja að hún hafi yljað ungum austfirskum meyjum um hjartarætur:)

Við vorum í grúppíufíling allt ballið og það má segja að Stebbi Hilmars og Raggi væru ansi nálægt því að verða EITT!!! Suðurleiðin var brunuð í einum rikk í brilliant veðri á Mánudeginum.. einhverra hluta vegna var miklu rýmra í bílnum á leiðinni heim... hmm?? Best ég endi ferðasöguna á Hósanna hósanna!!


Heillaráð úr reynslubanka helgarinnar:

-Ekki reka þig í “hita” takkan á kæliskápnum ef hann er fullur af grillkjöti, kartöflusallati og bjór.!
-Ekki kaupa þér pizzahlaðborð nema vera búin að æla
-Ekki búast við því að líða vel í bíl á Austfjörðunum ef þú ert þunnur
-Ekki gera ráð fyrir sjoppu sem selur sveittan hamborgara nema á 200 km fresti
-Óþekkjanlegt dulargerfi er mjög góð hugmynd ef þú æltar að missa þig á balli
-Ef bílinn er ofhlaðinn verður að gera ráð fyrir skertu loftmagni í bifreiðinni og hætta á gaseitrun eykst
-Það er EKKI kúl að glansa á nefinu!!

*er búin að setja inn myndir frá helginni inn á http://www.fotki.com/msilja5 og http://www.fotki.com/msilja6 ;)

Við bættum þó úr þessari minna heilsusamlegu helgi með 8 tíma fjallgöngu fyrir norðan um síðustu helgi. Við gengum úr Svarfaðadal yfir í Skagafjörð, óðum yfir ískaldar jökulsár og fórum á rúntinn á heyvögnum! Við toppuðum svo helgina með spila-grill-hittingi í Gröð og mótorhjólatúr á Sunnudaginn.. Pabbi á Hondunni, ég á Kavanum og Raggi á skellinöðrunni hans Ingva :)

Thursday, August 03, 2006

Versló... Tsszz-tzss

Jæja komið að fríhelgi verslunarmanna.. hugurinn lá til Eyja en við komum til með að enda hvorki meira né minna en á mínum ættarslóðum austur á Neskaupsstað. (og sé ekki eftir því miðað við spánna hans Sigga Storms,..) Ég hef ekki komið austur síðan á Landsmótinu á Eigilsstöðum 2001 svo það er kominn tími til (og aldrei að vita nema maður skellí nokkrar pönnsur eða svo í Valarskjálf á leiðinni hahah).
Þar sem það skiptir varla máli hvort maður fer suður eða norður leiðina austur þá ætlum við bara að skella okkur hringinn í kringum landið með viðkomu á hinum ýmsu stöðum. Anna-tszz-tszz og Elva ætla með svo þetta verður alger KEPPNIS ferð;) Við leggjum í hann á Akureyri eftir vinnu á morgun og ætli við hreiðrum ekki um okkur í hústjaldinu fína á þeim slóðum, svo munum við bruna á Norðfjörð á Laugardaginn og hita upp fyrir Sálarballið langþráða á Sunnudagskvölið vííííi!!! Ekki má gleyma viðkomu á Laugum þar sem við eigum pantað morgunkaffi hjá Hótel-combicamp-mamma .. eðal!!

Jæja.. best að fara að pússa grænu rispuðu Sálargeislaplötuna og henda pollagallanum og sólarvörninni og einhverri vætu í skottið þá ætti maður að vera fær í flestan sjó.. sjáumst kannski á leiðinni hringinn í kringum landið...

Ps. Sandra það mun koma kæliskápur í þinn stað þetta árið.. en við gerum ráð fyrir þér næst... eyjar ekki satt?? ;)