.....?

Tuesday, September 19, 2006

Góð helgi!

Ég varð reynslunni ríkari í síðustu viku þegar kennarinn minn fræddi okkur um að ónákvæmni í vinnubrögðum væri oft ástæða byggingamistaka... svo kom með dæmi um steypu, að steypa blönduð af reyndum mönnum í Reykjavík væri t.d. miklu öruggari en steypa blönduð útá landi þar sem menn slumpuðu bara sementi o.fl. í sveitinni haha mér leið hreinlega eins og það byggju 299.998 manns í Reykjavík og 2 úti á landi og það væri nýbúið að reka þessa 2 frá BM-Vallá!

En helgin var góð.. læru Föstudagur og djamm Laugardagur og mjög þreyttur sunnudagur! Það var partý heima og fámennt en góðmennt átti sko ekki við um það heldur mjög fjölmennt og góðmennt:) svo slæmt að síðustu gestirnir þurftu að mæta með alla eldhússtólana með sér!

Hér eftir verður sko ekkert partý nema bjóða Bjarna og Heiðari Loga með gítarinn með sér (verður að halda eldhúspartýinu við sjáðu til) og Ósk verður nottla að gera "Bukofenokio" sveifluna góðu niður stigaganginn að reglulegum lið í partýjum;) .. ég veit ekki hvað körfuboltaliðið hans Ragga hefur haldið um okkur landsbyggðarpakk haha
Ég skelli inn myndum við tækifæri... og takk fyrir helgina öll sömul;)

Monday, September 18, 2006

Sjálfbjarga Pollar


Það er svona sem maður gerir við bíl á útlensku!!! haha bara 2 þokkalegar spýtur, 3 pólverja og borvél;) Þessa mynd tók ég út um eldhúsgluggann hjá okkur á laugardaginn og svei mér þá svo sá ég að bílinn var gangfær á Sunnudaginn.. ætli þeir hafi ekki bara verið að bora gat á pústið til að gera kaggahljóð??

Wednesday, September 13, 2006

Stend við ÆTLIÐ á methraða

Ég verð nú eiginlega bara aðeins að monta mig og updata "Ætlið mitt" því í þessum töluðu orðum sit ég á bókasafninu í skólanum í eyðunni minni og er að gera heimadæmi!! þetta kalla ég sko aga þar sem ég hefði getað farið heim að sofa úr mér þreytuna sem ég þjáist af af sökum Magnavöku!

Ég áttaði mig nefninlega á því að ég er búin að vera ótrúlega dugleg að prenta út heimadæmin mín.. en aðeins minna dugleg við að taka þau upp aftur:/ .. svo bunki sem þarf að klárast fyrir næstu viku.

En ég ætti nú ekki að eiga í vandræðum með það þar sem ég lifi alveg á tvöföldum hraða miðað við marga aðra;) haha ég var AFTUR spurð þegar ég var að gefa blóð um daginn:

"Hljópstu hingað?" -neei
"Varstu að drekka kaffi?" -neei
"Ertu mjög stressuð?" -neeei

Þetta er semsagt reglulegi spurningalistinn sem ég fæ þar sem ég er yfirleitt með hvíldarpúls yfir 100 (sem þykir ekki mjög venjulegt...já og oft einkennandi fyrir fólk í mjög lélegu formi og þjáist jafnvel af offitu haha.. ) en nei þetta er ekki baaara æfingaleysið og offitan sem er að hrjá mig því ég hef alltaf verið svona... líka þegar ég var í toppformi og æfði tvisvar á dag og leit frekar út fyrir að vera vannærð! og samt með skokkpúls uppá rúma 200..... semsagt ég hef komist til botns í málinu af hverju ég ét eins og grís... ég hlít að brenna tföfalt hraðar en aðrir:)

Thursday, September 07, 2006

Fyndnir Færeyjingar;)

Þetta er ástæðan fyrir því að ég og Hildur tölum norsku við hvor aðra þar sem við rifnum alveg úr hlátri þegar við segjum eitthvað á íslensku og færeysku... :


Ég reif mig að sjálfsögðu úr fötunum þegar ég kom að þessu skilti... :)


Og fleiri skilti um nektina.. betra að hafa allt svona á hreinu í Færeyjum!

.. og þar sem ekki er gert ráð fyrir því að maður sé nakin.. þar getur maður keypt Super -Lekker undirklæði Grrrrrr :)

... Talandi um fyndin orð þá spiluðum við stelpurnar Fimbul-Famb í gær.. sem er nú ekki frásögu færandi nema fyrir það að ég sjálf, sem er þekkt fyrir það að vera sérstaklega illa að mér í íslenskum orðtökum (þá sérstakelga þau sem tíðkuðust fyrir árið 2000) plús það að vera orðin hálf ryðguð í lenskunni vann bara spilið:) og vann ekki bara heldur rústaði:) Og anna.. sem spilar helst ekki spil af læknisráði (sökum alvarlegrar tapsárni) tapaði spilinu og hlaut þar með titilinn PRUTLA kvöldsins múhahahha;) Anna þetta var svo sannarlega orð í þínum anda!

Helgin framundan lofar góðu.. vísindaferð á morgun, smá (mikið..) lær um helgina og svo bara SOFA ÚT...

Monday, September 04, 2006

Sjónvarpssjúklingur

Yeeeessss Prison Break er byrjað aftur vestan hafs og hjartað á mér farið að slá á tvöföldum hraða af spenningi!!! Ég er að hugsa um að horfa aldrei á það fyrr en ég er komin með amk 2 þætti í hendurnar þar sem ég verð alltaf svo hrikalega svekkt að ég skuli þurfa að bíða í heila viku eftir næsta þætti!

Og fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér hvort Scofield sé ennþá jafn mikill sjarmör og í fyrstu seriunni þá lofa ég því að það verða engin vonbrigði þar:) það liggur við að ég of raggi þurfum að horfa á þáttinn í sitthvoru lagi, en þar sem myndarlega læknastúlkan lifði þetta af þá er þetta sanngjarnt;)

Ég gerði nánast ekkert nema horfa á sjónvarp og körfubolta um helgina, jú sat 4 tíma á kaffihúsi.. semsagt alger leti helgi;) Sáum derailed, sem ég mæli hiklaust með.. en insider var ekki uppá alveg jafn marga fiska (réttar sagt þá gerðust hlutirnir ekki alveg nógu hratt í henni til að halda mér vakandi;)

Stelpuhittingur framundan á morgun þar sem Sandra er LOKSINS komin suður til mín (tja þangað til um næstu helgi) svo er Anna Tzzs-tzzs í skólatörn í bænum svo ég, sandra, anna, dagný, oddný og linda ætlum út að borða og hafa cosykvöld;) hlakka til.....