Stelputeiti og nítugir karlmenn...
Ég á nítugan granna sem var örugglega sætur þegar hann var áttugur! Þetta væri ágætis trikkí málfarsspurning í Gettu Betur finnst mér.. það væri nú í mesta lagi MR liðið sem gerði athugasemd við svona málfar hehe;)
Í gær skilaði ég Ragga tímabundið til foreldra sinna, kíkti á það hvort hundurinn sem ég var að passa væri ekki örugglega tík því það var STELPUPARTÝ hérna heima!! Við stelpurnar í bekknum létum keyra okkur úr vísó á rútu yfir í Kópavoginn og hófum prýðisteiti verð ég að segja. Þemað fór út um þúfur en endaði samt sem Hááá.... hárskraut, höfuðföt og hári hælar!!! Er leið á kvöldið voru svo allir skreyttir rauðdoppóttunælon hárbandi sem fór sérstaklega vel hnýtt yfir ennið með mismyndalegum slaufum seinna um kvöldið...
Þeir sem eiga H-Hrós skilið eru...
...Ásdís fyrir frumlegasta höfuðfatið .. bleik ljósakróna úr Tiger...
Í gær skilaði ég Ragga tímabundið til foreldra sinna, kíkti á það hvort hundurinn sem ég var að passa væri ekki örugglega tík því það var STELPUPARTÝ hérna heima!! Við stelpurnar í bekknum létum keyra okkur úr vísó á rútu yfir í Kópavoginn og hófum prýðisteiti verð ég að segja. Þemað fór út um þúfur en endaði samt sem Hááá.... hárskraut, höfuðföt og hári hælar!!! Er leið á kvöldið voru svo allir skreyttir rauðdoppóttunælon hárbandi sem fór sérstaklega vel hnýtt yfir ennið með mismyndalegum slaufum seinna um kvöldið...
Þeir sem eiga H-Hrós skilið eru...
...Ásdís fyrir frumlegasta höfuðfatið .. bleik ljósakróna úr Tiger...
... Rut fyrir að fara virkilega niður í bæ með jólaskraut á eyrunum, doppótt rambóband á enninu og með sólgleraugu...
.... Sirrý fyrir best heppnuðu samsetninguna...
.... Guðrún edda fyrir vinsælasta hattinn...
...Katrín og Óli-Jói-Óli fury fyrir að hafa náð tilfinningalegasta mómenti partýsins á filmu..
...sænskan og Hjörtur fyrir mest kúl mómentið sem náðist á filmu...
... og að lokum allar stelpurnar í bekknum fyrir að vera svona ógeðslega hressar..:)
Já eins og þið sjáið þá bættust karlmenn í stelpupartýið seinna um kvöldið.. þeir grátbáðu hvort þeir mættu koma því við erum einfaldlega bara svona stórskemmtilegar:)
En við verðum endilega að endurtaka leikinn við tækifæri stúlkur;)