Thailand
Þá er tveggja vikna helvíti loksins að baki... heimapróf sem mér tókst að sjálfsögðu að hanga yfir alla 13 dagana!
Ég segi nú ekki að ég hafi verið með fullri einbeitingu alla dagana 13 þar sem hið langþráða jólafrí okkar Ragga stal olli smá einbeitingarskorti. Við vorum komin hringinn í kringum hnöttinn á internetinu í hugmyndum... fyrst Kenya, svo Malaysia, Venezuela, Egyptaland, Karabíska hafið.. bara neim it, en svo enduðum við í Thailandi:) Við fengum ekki ferð fyrr en á gamlárskvöld (yess við munum halda áramótapartý í háloftunum) og munum þess vegna koma örstutta ferð heim yfir hátíðirnar og hitta okkar næru og kæru;)
Planið er svona: Förum út á gamlársdag, og komum til Bankok snemma á nýársdag. Við munum stoppa í Bankok í 3 daga og fara í alls konar túra, Kanúasiglingar á skurðunum, heimsækjum alls konar hof og skoðum okkur um í borginni. Þar á eftir liggur leiðin suðureftir á ströndina Hua Hin þar sem við ætlum að slappa af og skoða okkur um í 12 daga í viðbót. Slappa af þýðir líklega að missa okkur í alls konar water sports, fílareiðtúrúm, skoðunarferðum og að borða Thai mat;) Ummmm ég sé þetta alveg í hyllingum!
Ströndin í Hua Hin...
Fílareið...
Hofið Wat Po sem við ætlum að skoða í Bankok..Sem sagt.. ég vona bara að tíminn fram að jólum líði hratt og vel;) Því ekki get ég drepið tímann með því að kaupa jólagjafir þar sem ég er búin að því hehe (jamm í byrjun Október) Ef þessir 15 dagar í Thailandi verða jafnlengi að líða og heimaprófið mitt var þá er ég mjög sátt!
Við Raggi gerðum voða fynndin grikk að okkur fanst í dag;) Hanna vinkona mín var með bílinn í láni til að snúast fyrir surprise 25-ára afmælispartýið hans Calla. Við fórum heim til hennar með aukalykilinn í gær og færðum bílinn um eina hæð í bílastæðahúsinu og parkeruðum honum lengst útí horni. Viti menn, Hanna hringdi með tárin í augunum seinnipartinn í dag og sagðist fyrst hafa haldið að einhver hefði stolið bílnum, en svo hafi hún fundið hann á allt öðrum stað. Ég reyndi að telja henni trú um að hún hafi bara verið svona út úr heiminum þegar hún lagði bílnum, nei hún var alveg handviss um að einhver hefði fært hann og var skíthrædd hvernig það hefði tekist bewhaha, hún er svo auðtrúa þessi elska;)
Jæja ég ætla að fara að njóta 9 tíma fríinu mínu í skólanum áður en næsta önn byrjar!