.....?

Sunday, October 21, 2007

Thailand

Þá er tveggja vikna helvíti loksins að baki... heimapróf sem mér tókst að sjálfsögðu að hanga yfir alla 13 dagana!
Ég segi nú ekki að ég hafi verið með fullri einbeitingu alla dagana 13 þar sem hið langþráða jólafrí okkar Ragga stal olli smá einbeitingarskorti. Við vorum komin hringinn í kringum hnöttinn á internetinu í hugmyndum... fyrst Kenya, svo Malaysia, Venezuela, Egyptaland, Karabíska hafið.. bara neim it, en svo enduðum við í Thailandi:) Við fengum ekki ferð fyrr en á gamlárskvöld (yess við munum halda áramótapartý í háloftunum) og munum þess vegna koma örstutta ferð heim yfir hátíðirnar og hitta okkar næru og kæru;)
Planið er svona: Förum út á gamlársdag, og komum til Bankok snemma á nýársdag. Við munum stoppa í Bankok í 3 daga og fara í alls konar túra, Kanúasiglingar á skurðunum, heimsækjum alls konar hof og skoðum okkur um í borginni. Þar á eftir liggur leiðin suðureftir á ströndina Hua Hin þar sem við ætlum að slappa af og skoða okkur um í 12 daga í viðbót. Slappa af þýðir líklega að missa okkur í alls konar water sports, fílareiðtúrúm, skoðunarferðum og að borða Thai mat;) Ummmm ég sé þetta alveg í hyllingum!
Ströndin í Hua Hin...
Fílareið...
Hofið Wat Po sem við ætlum að skoða í Bankok..
Sem sagt.. ég vona bara að tíminn fram að jólum líði hratt og vel;) Því ekki get ég drepið tímann með því að kaupa jólagjafir þar sem ég er búin að því hehe (jamm í byrjun Október) Ef þessir 15 dagar í Thailandi verða jafnlengi að líða og heimaprófið mitt var þá er ég mjög sátt!
Við Raggi gerðum voða fynndin grikk að okkur fanst í dag;) Hanna vinkona mín var með bílinn í láni til að snúast fyrir surprise 25-ára afmælispartýið hans Calla. Við fórum heim til hennar með aukalykilinn í gær og færðum bílinn um eina hæð í bílastæðahúsinu og parkeruðum honum lengst útí horni. Viti menn, Hanna hringdi með tárin í augunum seinnipartinn í dag og sagðist fyrst hafa haldið að einhver hefði stolið bílnum, en svo hafi hún fundið hann á allt öðrum stað. Ég reyndi að telja henni trú um að hún hafi bara verið svona út úr heiminum þegar hún lagði bílnum, nei hún var alveg handviss um að einhver hefði fært hann og var skíthrædd hvernig það hefði tekist bewhaha, hún er svo auðtrúa þessi elska;)
Jæja ég ætla að fara að njóta 9 tíma fríinu mínu í skólanum áður en næsta önn byrjar!

Wednesday, October 10, 2007

Klapp fyrir Sterling

Núna er ég voða voða glöð:)

Var að fá tilkynningu frá flugfélaginu Sterling um að þeir væru mjög miður sín yfir 10 tíma seinkuninni og þess vegna langar þá að gefa mér frímiða!

Ég kvarta ekki yfir 6000 króna (matar) drikkjarmiðum og fríu flugi;)

Hvert á ég eiginlega að skella mér næst???

Sunday, October 07, 2007

Nýklippt og Barcelona

Áframhald af klippingarsögunni:

Hann Ragnar átti bókaðan tíma á sama stað daginn eftir. Byggt á minni eigin reynslu þá sendi ég stráksa af stað með staðsetningartæki sem átti að leiða hann skref fyrir skref á hárgreiðslustofuna. 20 mín seinna hringir síminn og spurt er um Ragnar, ragnar var sem sagt ekki mættur... hann viltist! Hahaha hvernig er hægt að villast með staðsetningartæki?? (ok það var eitthvað ruglað því við stilltum það inni) en samt... þessi gella klippir okkur aldrei aftur;)
Hér er Raggi sæti nýklipptur á leið í brúðkaupið;)

Barcelona var algert æði! 3 dagar var samt alltof stutt, svo við verðum að fara þangað aftur :) Brúðkaupið var rosa skemmtilegt, báðir aðillar sögðu já á réttum tíma, svo vel heppnað það;)


Við raggi héldum svo leik á sænsku og íslensku svo allir skildu nú.. við vorum komin út í frekar grófa sálma undir lokin og ég fékk heiðurinn af því að sjokkera norðmennina (æææ maður veit ekkert hvað þeir þola langt fyrir neðan mitti, en ég held að guðs blessun hafi nú hvílt yfir þessu öllu saman ahha).

Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan þá lét hún Ella Bríet aðeins minna á sig undir athöfninni;)
Raggi fór svo á Föstudeginum og ég hitti Ninu og Mahmoud um kvöldið, það er alltaf jafn frábært að hitta UWCara.. það er bara eins og maður hafi hist síðast í gær;)

Að fleiri hrakfarasögum af okkur, þá flugum við Raggi bæði út með Sterling en svo átti Raggi að fljúga heim með Ryan Air. Ca hálftíma áður en Raggi ætlaði uppá flugvöll föttuðum við að BCN -Giruna var ekki sami flugvöllur og við lentum á heldur 1,5 klst í burtu!!! Raketta í rassgatið og beint uppí Taxa! Hann var mættur ca. 30 mín fyrir brottför, kallaði bara Malmö-check-in eins og hann ætti lífið að leysa og fékk svarið "you´re lucky, you´re the last one! I was just about to close" haha, seint er betra en aldrei;)

Það var ekki alveg sömu sögu að segja af mér. Ég var mætt tímanlega kl. rúmlega 5 á laugardagsseinnipart, átti að fljúga kl hálf 8. Fyrst var mér tilkynnt að fluginu væri seinkað til kl. 10 eftir það var atburðarrásin svona:

-Meiri seinkun til 00:30
-flugvélin biluð en eru að reyna að laga hana í Köben
-seinkun til 01:00
-flugvélin farin af stað og ný brottföt áætluð kl 01:59
-Vélin bilaði aftur og snéri við á miðri leið
-Ný vél fer af stað frá Köben ... en 17 komast ekki með!
-Ég bauðst til að verða eftir og fá að sofa eitthvað, þurfti þess svo ekki
-Kl. rúmlega 5 um nóttina kom svo eldgömul rella og sótti okkur
-kom heim kl 10 á sunnudagsmorgun!

Þetta var laangt 17 tíma ferðalag, en þökk sé 60 Evru matarmiða-bótunum frá Sterling í búð þar sem allur matur var búin og bara hægt að kaupa drikki þá svaf ég bara ágætlega á flugvallarbekkjunum;) Þetta dró ég svo uppúr töskunni minni þegar ég kom heim...
.. matarmiðar í boði sterling;)

Monday, October 01, 2007

Margrét utan við sig!

Maður þarf víst að vera fínn um hárið þegar maður fer í brúðkaup. Þess vegna bókaði ég klippingu fyrir mig og ragga í síðustu viku, var pínu utan við mig þegar ég pantaði og fattaði svo í gær að stofan sem ég er vön að fara á var ekki lengur þar sem hún var vön að vera. Ég hugsaði mig um og rifjaði upp hvar ég hefði eiginelga pantað klippingu. Komst svo að því að ég pantaði á gömlu góðu stofunni en hún var flutt í annað húsnæði.. hið besta mál! ég mætti í klippingu stundvíslega kl 5! sagði til nafns en hún vildi ekkert við mig kannast. Woobs, ég hafði semsagt pantað á hárgeiðslustofu í verslunarmolli í útjaðri Lundar! sama keðja - sitthvor staðurinn...Sauður! ég hjólspólaði heim og brunaði aldeilis á bílnum út í Nova Lund þar sem ég var nú þegar orðin 5 mín of sein þegar ég lagði af stað. Nei mér tókst að villast, btw ég var ekki að fara þessa leið í fyrsta sinn, en tókst samt að villast!! Ég var orðin frekar pirruð þegar ég var komin í næsta bæ sem heitir víst Varpinge, svo þegar ég sá ekki fyrir endann á einbreiða sveitaveginum sem ég var lent á þá setti ég bara stefnuna á mótórveginn sem ég sá úr fjarlægð. Var mætt í mollið 20 mín á eftir áætlun en er svona líka svakalega fínt klippt;)

Á milli þess sem ég lærði um helgina þá skellti ég mér í partý hjá hAnusi.. þemað var teiknimyndafígúrur.. við vorum maurar...


... svartir maurar ;)
Svona lítur stofugólfið út hjá okkur núna...

.. yes þetta eru jólapakkar (smá vandræði með pappír.. þeir eru nebbla ekki byrjaðir að selja jólapappír hérna :/ ) svooo svooo gaaman.. ég er komin í jólastuð!
En jæja ætla að demba mér í skýrsluskrif, barcelona á Miðvikudaginn!!
Maggan (.. sem gæti verið að fá feitt blátt nef eða glóðurauga á kinnina.. helvítis harka bandý.. outs)