.....?

Wednesday, February 28, 2007

Teygjubindi eða plástur???

Ég skellti mér í kaffi í blóðbankann í hádeginu og gaf nokkra dropa. Konan spurði mig hvort ég vildi teygjubindi eða plástur... ég sagði að plástur nægði mér og var svo litið á manninn í næsta stól sem hafði greinilega beðið um teygjubindi. Bindið var skærgult, ca. 5 cm breitt með risastórum brosköllum með reglulegu millibili ahaha þarna var harðfullorðni maðurinn með broskallateygjubindi vafið marga hringi í kringum olnbogann á sér! Ég sá ekkert eftir ákvörðum minni um að fá bara plástur. Mér fannst þetta val á teygjubindum stofnanarinnar frekar sérstakt með tilliti til þess að maður þarf að vera að lágmarki 18 ára til að gefa blóð og þá hefði ég haldið að huggandi sárabindi og litríkir plástrar væru löngu hættir að virka;)

Það er komið að árshátíð hjá skólanum á Föstudaginn.... ég hef barasta ekki farið á árshátíð síðan á öðru ári í fjölbraut og það var fyrir heilum 5 árum síðan! Ekki það að ég hafi verið félagsskítur eða nískupúki sl. 5 ár og annað hvort ekki nennt eða ekki týmt að fara á árshátíð.. neii heldur tíðkast slíkir hefðarviðburðir hvorki í Noregi né Svíþjóð. Í Noregi var meira svona diskó í félagsheimilinu á hverjum Laugardegi og í Svíþjóð var meira um skólapöbba menningu, villt þemateiti inná milli og að ógleymdum sittningum þar sem nemendur mæta oft á tíðum í deildarsamfestingunum sínum og maturinn er ekki borðaður.. heldur kastað í sessunauta og yfir á næstu borð!! Ég lýg því nú reyndar, ég hef einu sinni farið í kjól á tveggja ára búsetu minni í Svíþjóð.

Talandi um kjóla, þá kannast allir við mánuð í ræktinni til að komast í árshátíðarkjólinn... neiiii ég er búin að finna lausn á því vandamáli því ég var svo sniðug að kaupa mér kjól án sniðs í spootnick. Kjóllinn er held ég heimasaumaður af kvenmanni sem er nokkrum kynslóðum eldri en ég. Hann er svo hentugur að ef manni þykir voða voða gott að borða þá er minnsta mál að fara bara afsíðis og laga kjólinn að nýju formi. Svo má ekki gleyma því að það er afar hentugt að hafa ekki farið í ræktina um sinn.. því allt sem áður hétu stinnir vöðvar er núna orðið afar tilfærilegt og ekkert mál að hýfa lærin bara einu leveli ofar í shockwave sokkabuxunum og jafnvel láta bara hluta af maganum sitja í brjóstahaldaranum. Semsagt þessi kjólakaup voru alger kjarabót á sínum tíma því ég sé fram á að geta notað hann á öllum árshátíðum bara næstu 10 árin eða svo:) Flýkin er sérstaklega flókin og ég og Sandra héldum reyndar að ég væri að kaupa pils þegar ég keypti hann...

Nóg af bulli, árshátíðin verður haldin á Hótel Selfossi.. voða fínt og mikið gaman, hljómsveitin Bermuda mun leika fyrir dansi. Mér á örugglega eftir að líða eins og í útlöndum bara þar sem ég hef hreinlega ekki farið á ball með öðrum en hljómsveitunum Von eða Sálinni sl. 5 ár eða svo heldur!

Svo næst á dagskrá er bara lagning og förðun.... ööööö eða ekki! Set gel í hárið og kaupi túpu af meiki:)

Monday, February 26, 2007

Home Sweet Home...

Við skruppum heim í sveitina um helgina, ég var að halda kynningu í gamla góða FNV um verkfræðideildina í HÍ, þau urðu án efa öll sömul hugfangin af deildinni og fara öll í vekfræði hehe:) en því fylgir að sjálfsögðu algjört dekur að koma heim, en mamma og pabbi dældu í okkur kræsingum.. ummm! Jah það má allavega segja að hann Raggi sé ofdekraðasti tengdasonur landsins því hann fékk jólasteikina sína Hamborgarahrygg með sósunni sinni, og hann fékk hangikjöt með jafningnum sínum plús að það var marensterta sem hann syrgir nú ekki með kaffinu fyrir matinn! Er að hugsa um að skilja hann eftir næst og fara ein og vita hvort það verði ekki bara hristar fram rjúpur úr erminni handa mér?? :)

Ég fór til Óskar og klappaði henni á bumbunni... ohhh vííííí svo gaman!!! En Ósk er einmitt fyrir sunnan núna með krakkana sem hún er að þjálfa í sundi, mig langaði mest að hoppa í sundgallann og keppa þegar ég fór til hennar að horfa á!! Margar góðar minningar af KR-mótum í den... þar stendur eflaust hæst silfurmedalían sem við fengum í einu boðsundinu og tókum ekki af okkur í nokkra daga á eftir við vorum svo stoltar;)

Það er komið að spilakvöldi í kvöld.. einhverjir erfiðleikar með mætingu.. en fámennt en góðmennt spillir aldrei góðu kvöldi ;)

Að lokum fyrir ykkur sem eruð Grey´s aðdáendur.. þá mæli ég eindregið með því að horfa á þátt 17 sem fyrst.. manni líður örlítið betur á eftir:)

Tuesday, February 20, 2007

Símasurgeon!!

Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég var glöð í gærkvöldi!! Síminn minn drukknaði semsagt... vikugamli geggjað flotti gullsíminn minn;) Hann drukknaði samt á mjög eftirminnilegan metklaufalegan hátt! Ég var alveg búin að úrskurða hann látinn þar sem hann hafði ekki sýnt lífsmark í 2 daga. En svona áður en ég dreif hann í viðgerð gat ég ekki látið slag standast með að skrúfa hann sjálf í sundur og krukka aðeins í honum. Tók til skrúfjárn, augnbrúnaplokkara, beittasta hnífinn minn og eyrnapinna, skar símann upp, braut lítið stykki af honum (óvart) klóraði honum aðeins með eyrnapinnunum, reif af honum velvaldan límmiða og viðraði hann í nokkra tíma. Viti menn... það kom ljós!!! Hann svínvirkaði, enn betur en fyrr ef eitthvað er... ÓÓÓ jééé.. I´m a símasurgeon;)

Og þess er vert að geta að það var ekki bara síminn sem lagaðist heldur komust ég og öll áhöldin heil frá aðgerðinni.. mér hefur nú tekist að gera hlutina verri, skera mig soldið eða skemma eitthvað áður... klapp fyrir mér!

Ég vildi bara deila gleði minn með ykkur.. ég er í símasambandi ef þið viljið samgleðjast mér;)

Bolludagur var í gær.. bolludagar eru góðir dagar! Pabbi gamli var á fundi í borginni svo ég sletti í form bauð Pabba, Helgu og Bjarna í bollukaffi;) Ummm.. rjómi, sulta og súkkulaði.. bolludagar eru óhollir dagar.. en góðir dagar! Bolludagur byrjaði reyndar á Laugardaginn hjá okkur þegar Björk mamma hans Ragga var svo sæt að færa okkur bollur í heimsendingu.. ummm!!

Þetta heldur áfram.. í dag er sprengidagur, sprengidagar eru góðir dagar og okkur er boðið í saltkjöt í kvöld;)

Spurning um að halda þessum góðu dögum áfram og sauma sér búning og ganga um bæjinn á morgun og syngja í búðum??? Einhver in??

Friday, February 16, 2007

Helgarfríííííí

Pensilín skammturinn að klárast og helgin að koma.. gerist það betra?? :)
Framundan er stórafmæli hjá Gústa á Laugardagskvöldið og að sjálfsögðu dansidjamm í bænum þar á eftir.. víí.. það hefur legið við við dansi í stað þess að syngja í sturtunni í vikunni! Svo það á heldur betur að sletta úr klaufunum:) Margrét, Helga og Sandra ég reikna með ykkur á gólfinu.. og þið megið allar nota Ragga í sveiflur að vild!!

Ég var reyndar mjög svekkt í gær. Við héldum bjórhappdrætti í skólanum, í fyrsta vinning voru 34 exotiskir bjórar, og ég ætlaði mér að sjálfsögðu bara eitt.. að vinna! En ég vann ekki.. og var alveg jafn hissa og síðast og enn svekktari:/ ég ætti kannski að taka upp regluna hennar Önnu.. að spila ekki af læknisráði haha:)

Mér var hugsað til sumarsins um daginn.. dreymdi um góða verslunarmannahelgi í Vestmannaeyjum svona rétt áður en maður leggur í útlöndin.. en nei áttaði mig svo á því að hún yndislega Ósk mín er búin að binda okkur við Akureyri þetta árið þar sem ég á eftir að bíða fyrir utan fæðingardeildina þar að deyja úr spenningi:) :) já ég er að verða stóra frænka því hún Ósk er að koma með kríli:) Það verður tilhlökkunarefni að heyra hvað barnið verður skírt, því “afkvæmi” Óskar hafa heitað afar skemmtilegum nöfnum hingað til.. kettirnir Gullrass og Spjaldveig:)

En nóg af vitleysunni.. Greys anatomy komið í hús svo ég er very very busy núna...

Friday, February 09, 2007

Píkupóker

Jæja ég fór loksins til læknis á Þriðjudaginn á 16. degi með hita og ógeðslegan hausverk. Læknirinn spurði mig hvort ég stefndi á met.. en þið vitið hvernig það er.. maður trúir því alltaf að akkurat á morgun verði þetta betraJ Svo tjáði hann mér að það væri engin heilvita manneskja með hita í 16 daga svo ég fékk sýklalyf og stera við mjög líklegri sýkingu inní ennisholunum.. sem er líklega skýringin á mjög miklum þrýstingi og jarðskjálfta tilfinningu í hausnum ef ég svo mikið sem kinkaði kolli eða horfði í einhverja aðra átt en beint áfram. Svo ég og krukki af pensilíni erum “like this” þessa dagana að fagna góðum bata og nokkura kílóa létti á höfuðinu... en ekki á djamminu þó. Ég mun mæta tvíefld til leiks í slíkan fagnað að 8 dögum liðnumJ

Ég veit ekki hvort það eru sterarnir.. en ég er farin að nýta krafta mína á óeðlilegustu tímum! Vaknaði við það í fyrrinótt að ég dúndraði hendinni í náttborðið með þeim afleiðingum að flest létt og laust flaug af því og á gólfið.. rankaði við mér og sagði Ragga að í draumnum hafi ég sko verið að gefa honum High-Five haha... Raggi hefur sofið í hinum endanum á rúminu frá því þá.. og getur sko verið þakklátur fyrir það að ég snéri mér í átt að náttborðinu en ekki honum þegar þessi harðhentu High-Five voru látin dynjaJ

Við héldum mini-FNV reunion stelpurnar í gær og héldum Píkupókerkvöld.. mikil skemmtun mikið gaman:) Niðurstöður kvöldsins voru þær að ...

... Elva er GLÖTUÐ í að gera pókerbluff og tapaði því í þriðju umferð
... Oddný spilaði mjög skynsamlega.. væri eflaust ágætis fjárhættu spilari
... Ásdís var of tapsár og yfirgaf því spilið á örlagastundu áður en hún tapaði (haha.. OK hún tapaði kannski ekki;)
... Ég var mjög óvinsæl í því að peppa nýliðann Margréti í ruglið svo hún hagnaðist.. sem ég sá svo mjög eftir þar sem ég var þarna til þess eins að VINNA þrátt fyrir að ég hafi kreist fram bros yfir velgengni hennar
... Margrét G vann.. puff ekkert nema byrjendaheppni !! Bíddu bara þar til næst ;)

Og Sandra .. þín var sárt saknað.. það var ekki einu sinni spilað uppá real money þar sem það vantaði Bankastjóradótturina!! (shit það er langt síðan við höfum notað þennan;)

Já og Anna Margrét.. ég er eiginlega bara fegin þín vegna að þú varst ekki á staðnum... þú manst.. þú spilar jú ekki af læknisráðiJ (við finnum bara eitthvað annað að gera þegar þú ert með.. sauma út eða prjóna eða eitthvað...)

Ég er til í Píkupóker sem fyrst bara aftur stelpur;)