.....?

Sunday, January 30, 2005

Gangpartý

Það er búið að vera eftirpartý á flatsænginni minni í allan dag, helmingurinn af ganginum lá hérna eins og skötur í náttfötum á dýnulöggðu gólfinu og spiluðum manna tróðum í okkur nýbakaðri súkkulaði köku og afgangana af kjúklingasalatinu frá gærkvöldinu. En það var korridorsfest hér í gærkvöldi, Magnus (úr skólanum í Noregi) kom í heimsókn, mjög gaman. Við funndum uppá skemmtilegum leik (að okkur fannst allavega;) sem gekk útá það að safna öllum hurðum á ganginum inná mitt herbergi.. það er að segja að rífa þær allar af lömunum og bera þær inn til mín. Fyrir rest þá voru aðeins 10 hurðir inni hjá mér .. en þetta varð til þess að enginn gat verið antisocial og allir voru með;) Það besta var samt að fólk þurfti virkilega að finna rétta hurð þar sem væntanlega aðeins einn lykill gekk að hverri hurð. En það voru nú bara 3 efitr þegar ég vaknaði í morgun, svo flestir virðast hafa fundið sitt. Annas þá rifjuðum við upp æskuleiki svo sem Flöskustút og Sannleikann og Kontor. Við höfðum verið að hlægja að því fyrr um daginn hvað það heyrist mikið á milli herbergja hérna svo ég fékk það verkefni að banka hjá herberginu á hæðinni fyrir ofan mig mjög alvarleg á svipinn og biðja hann um að hafa lægra þegar hann stundar heimaleikfimi... Ég slapp fyrir horn þar sem hann var ekki heima;)

Annars þá tók ég miklum framförum í tölvukunnáttu minni í dag.. ég lærði að setja inn myndir á bloggið mitt, svo nú fer ég að verða dugleg að updata bæði í máli og mynd!

Dags að leggja sig

Mjög stolt yfir afköstum söfnunarinnar Posted by Hello

Stefan, Heikki, Therése, Kenneth, Crister og Karin Posted by Hello

Hurðasöfnun, Jenny og Magnus Posted by Hello

Maturinn Posted by Hello

Saturday, January 22, 2005

Það var geggjað veður í dag.. smá snjóþekja á jörðinni og skjannasól! Svo ég gat nottla ekki setið heima og lært (eins og helgin átti að vera) heldur tók ég smá bæjarrölt og svei mér þá ef ég er ekki farinn að bera þess merki að ég sé að verða gömul því ég fór sko ekki á útsölur að kaupa mér föt, heldur keypti ég mér glös! Annars þá er ég ekki enn farinn að læra þar sem ég fann uppá því að baka þegar ég kom heim og þar eftir breyta í herberginu mínu. Það er svosem ekki miklu hægt að breyta en mér tókst þó að víxla sjónvarpinu og sófaborðinu, jah og færa "far"tölvuna yfir á annað borð. Ætli morgundagurinn fari svo ekki í að pústla saman ca. 300 mydnum inní albúm og byrji svo að læra eftir kvöldmat.. þetta er alltaf eins hvað sem ég er ákveðin í því að drífa þetta af!

Nágranninn minn kom heim úr skíðaferðalagi í Frakklandi í kvöld.. hvorki meira né minna en með þríbrotinn hrygg!!! En sem betur fer fór þetta betur en á horfðist, hann getur labbað og allt svoleiðis með hjálp overdoze af verkjalyfjum. Ég er semsagt alveg hætt að væla hvað mér er illt í bakinu. Það var einn bjartur punktur við þetta allt saman, hann fékk að koma heim með leigubíl og flugi í stað 24 tíma rútuferðar.

Ég vaknaði geggjað rugluð í nótt, það var svoleiðis að ég stóð í miðju herberginu og var að tala í símann. Og ég er nú búinn að komast að því að þetta voru þær stöllur Ósk og Sigríður á línunni, en ég man bara að ég vaknaði þegar ég var kominn í símann og spurði hvort ég hefði hringt! Fynndið, en ég vona bara að ég hafi ekki sagt mikið áður en ég rankaði við mér, en það verður semsagt verkefni morgundagsins að komast að. En það er semsagt ekkert óalgengt að fá update af djamminu heima svona um 3 leitið þegar þær taka sig til hehe :o) En ég vona að þið hafið skemmt ykkur vel stelpur!

Góða nótt..

Thursday, January 20, 2005

Box or Yoga?

Outch.. went for a Box-class the other day, and believe me I could feel that the day after in both legs and arms! To make that up I decided to go for a Yoga class today, and relax a bit.. which wasn´t the best idea. When I had managed to keep balance on one hand, with a little support from one toe and thereafter reach the floor behind my head with my toes and knees next to my ears I realised that I wasn´t gonna get up again! I felt like I wanted to cry it hurt so much in my back, but I suppose that is due to the breathing-technique which I didn´t really get, but seemed like everyone else knew. However I´ll stick to the "faster" classes from now on, and try to live with the muscle ache the day after :)

I met Nina and Hildur in Copenhagen last weekend, a very nice mini-reunion. We saw Nikolai, Ditte, Emil and Charlotte for a sec as well. I realised how tiny this world actually is as I managed to pop into a friend from home in the middle of the night at a bus stop, be at a party in the next house to another friend from home in the suburbs of Copenhagen and end up in an Icelandic Staff-party at 6 am downtown (that´s maybe because there are only Icelanders left at that piont) however we had a very nice weekend wearing "Hildur´s/Bridget Jones/mallorca pants" size 50 haha and looking at photos that Hildur had kept hidden since the college, hilarious!

But other than that school has started, million books to read, but I guess I´ll rather read my new "Super-flirt" book which I got from my friends as a 20th birthday present, a very useful thing to have, too bad it´s in Icelandic otherwise I would gladly lend it to you;)

Bye for now, Maggan

Hvort er betra box eða yoga?

Arrrrg.. var búin að skrifa þetta ekkert stutta blog þegar tölvan mín (ég gæti nú hafa átt einhvern þátt í því) ákvað að láta það hverfa!

Annars þá vildi ég sagt hafa að ég skellti mér í box-tíma í fyrradag og fann svo sannarlega fyrir því í bæði örmum og fótleggjum daginn eftir svo ég ákvað að slappa af í Yoga tíma í dag. Þegar mér var búið að takast að standa á honum einari, með stuðning af aðeins einni tá og eftir það komin með tærnar ofaní gólf fyrir ofan hausinn og hnéin fyrir utan eyrun þá áttaði ég mig á því að ég átti ekkert eftir að standa upp þann daginn! Ég hélt ég myndi fara að grenja mér var svo illt í bakinu! En það hefur örugglega bara verið andadrættinum að kenna, kennarinn talaði allavega ekki um annað en hvað hann væri mikilvægur. Svo ég hugsa að ég taki pásu frá þessum rólegu æfingum í bili og bíti bara á jaxlinn og lifi með strengjunum frá hinum tímunum.
Annars þá er skólinn kominn á fullt, endalausar bækur að lesa og ég er ekki í nokkrum vafa um að ég verð orðinn expert í rakavandamálum eftir veturinn þar sem mér sýnist orðið "fukt" standa utan á hverri einustu bók (hljómar mjög spennandi ekki satt?) En ég fékk nú miklu skemmtilegri bók í afmælisgjöf frá Önnu og Elvu, hún heitir "Súperflirt" svo ætli ég sofni ekki bara yfir henni í kvöld svo mamma þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að ég pipri að eilífu:)

En eitt enn, er ég að skrifa fyrir engan? Það lítur út fyrir að hinir útlensku vinir mínir séu mun duglegri við að lesa þar sem mynstrið er svona: ísl. blogg -0 comments, enskt blogg -4 comments, ísl.blogg -0 comments... jah eða þið eruð bara svona ofsalega fámál og það gerist ekkert hjá ykkur (en ykkur sem ég þekki best þá á þetta engan veginn við!)

Og spurning dagsins (fólk var soldið ósammála í skólanum í dag) en er blóðflokkurinn O, bókstafurinn O eða talan núll á íslensku?

Jæja nú er ég búin að taka Ctrl C af öllu svo ég ætla að þora að ýta á "publish"...

Adjö for now, vonast til að heyra frá ykkur

Monday, January 17, 2005

Komin til baka heim/út

Jæja ég hafði það loksins heim í Lund eftir strembið ferðalag! Það varð rise and shine kl 4 að morgni eftir strembna djammhelgi með sænsku gestunum, beint í rútu á völlinn með mín ca 45 kg! Ég virðist aldrei ætla að læra að pakka þrátt fyrir að ég geri þetta minnst 4 sinnum á ári. En þetta varð til þess að ég þurfti að borga yfirvikt í fyrsta sinn (en aldeilis ekki að væri með of þungar töskur í fyrsta sinn) en það gekk ekkert að kreista fram minnsta flirt-bros til að sleppa í þetta sinn vegna þungans, enda enginn von.. þetta var kona á fimmtugsaldri allt annað en glaðleg! Ekki nóg með það að hun hafi rukkað mig morðfjár fyrir farangurinn þá tókst henni að klúðra einhverju með kvittunina svo ég var í mínum mestu makindum á röltinu úti vél þegar ég er kölluð upp í hátalarakerfinu og beðin um að koma uppí þjónustuver. Ég hugsaði eins og versti krimmi hvort ég ætti að láta mig hverfa eða gefa mig fram, svo var þetta alveg alsaklaust þurfti bara að skipta um miða við hana.
Það var ljúft að sjá það að herbergið mitt var alveg á sama stað og ég skildi við það þrátt fyrir storminn stóra sem reið yfir í jólafríinu (skildi nebbla eftir opinn gluggann).
Ég rak augun í þessa (já eða allir svíarnir bentu mér á) þessa fínu grein í Aftonbladet: http://www.aftonbladet.se/vss/nyheter/story/0,2789,589611,00.html hun fjallar semsagt hversu framarlega Íslendingar, og jafnframt aftarlega Svíarnir standa í kynlífinu, jah þrátt fyrir að Svíar hafi okkur í handbolta og fótbolta þá virðumst við nú eiga vinninginn í bólförum;)
Annars þá skellti ég mér til Köben um helgina, mini-skólamót með Ninu og Hildi (frá skólanum í Noregi) var mjög skemmtilegur hittingur. Komst að því að þetta er ótrúlega lítill heimur þar sem ég stóð í Strætóskýli kl 5 að morgni og Hlynur kunningi að heiman kemur allt í einu röltandi, svo daginn eftir ætluðum ég og Maggi bekkjarbróðir að mæla okkur mót þá var hann akkurat staddur í partýi einni blokk frá því þar sem ég var í partýi. Ekki nóg með það heldur rákumst við á bekkjarsystur okkar frá Noregi í röð á einn skemmtistaðinn og svo bjargaðist kvöldið þegar við gengum niður Strikið kl 5 aðfaranótt sunnudags og hittum á hóp Íslendinga sem voru að raula/garga lagið um hana Ninu;) (var semsagt árshátíð hjá starfsmönnum Lækjarbrekku..mjög hresst fólk)

Jæja, ef ég ætla ekki að sofa á fyrirlestrunum á morgun þá er betra að fara að leggjast með bók í hönd (voða gott að sofna yfir þeim;)



Thursday, January 13, 2005

Back to Lund

Hey.. I´m back to Sweden after a great break! Actually had to pay owerweight for the first time (for my luggage not myself) as well as being called up in the speakers on the whole airport! Well I only had 12 kg too much in my suit case and of course all the heavy things in my hand luggage (I know the tricks by now.. squeezed smile on my face allthough I´m about to collaps from the weight!) It was the first time and I had no chance this time.. it was a middle aged woman so no flirting tricks would have worked either!
However it was great to be at home...spending time with the family, but the snowstorm for 2 weeks out of 3, and the cold that I got gave me a very good reason to be a lazy butt, stay at home and relax;)

I got a visit from a few friends from Lund the last week, we did the standard tourist round: The Blue Lagoon, Gullfoss and Geysir, Þingvellir and went for a horse-riding tour on a lava field. Other than that a basketball match with a real Icelandic atmosphere, shopping (yeah in this expensive country), bowling (where I lost big time) and of course not forgetting Reykjavik´s nightlife (the Icelandic style... so we were going out when the Swedes are used to go home!) In general it was a really nice week;)

I´m going to Copenhagen tomorrow to meet up with Hildur and Nina, it´s gonna be a real "dick-tator reunion", can´t wait!

About Sebastian´s comment about adding some pictures to my blog.. well I´m afraid that computers and me are still not best friends so I´ld need some help with that one.... ;)

Time to go to bed now.. school has started again, full speed! But in case you´re passing by, or planning to visit, I´m back and you´re welcome! (Magnus and Hildur.. I´m expecting you for my corridor party in the end of the month;)

Nighty