.....?

Wednesday, August 31, 2005

Alveg hrikalega heiðarleg.. en ógeðslega freistandi!

Arrg arrg arrg ég er BRJÁLAÐUR!!!

Eins og þið sjáið á síðustu uppfærslu sem inniheldur bara "c" þá tókst mér að eyða alveg ógeðslega löngum texta sem ég var að skrifa hérna inn með því að ætla að vera alveg örugg og ýta á Ctrl-c svo hann myndi örörugglega ekki tapast.. en NEI.. ég með mína feitu putta ýtti á Fn-c.. hvaða sá sem bölvaði takki það er!!! En nóg um það.. ég er alltaf svo glöð að ég byrja bara aftur ... :o)


En mér barst sko ekki leiðinleg sening í pósti í dag en það var ávísun úr bankanum uppá 120 þús krónur!!! Stílað á mína addressu... en reyndar ekki mitt nafn, og eiginlega bara ekkert nafn! Heldur var þetta stílað á "Folkmusikens-Vänner".. gat ég verið þessi þjóðlagavinur??? ... ég hugsaði mig um.. leit í gegnum geisladiskana mína.. músik albúmin í tölvunni.. en nei.. það passaði því miður ekki:( Ég var svo heiðarleg að ég fór ekki beint í bankann og reyndi að leysa þetta út heldur hringdi ég beint í fyrirtækið sem hafði borgað þetta út og sagðist vera með ávísun uppá 120.000 kall í óskilum. Konan var alveg óskaplega ánægð og þakkaði mér voða vel fyrir heiðarleikann og að vera svona góð, fékk hjá mér símanúmerið svo maðurinn sem sæi um bókhaldið gæti hringt í mig og reddað þessu. Hann hefur reyndar ekki hringt ennþá... kannski þjóðlagavinirnir hafi bara ákveðið að arfleiða mig??? En ég fann ekkert um Folkmusikensvänner nema þá líklegast að þetta væri félag harmonikkuspilara kominir á góðan aldur haha.

En svo barst mér önnur skemmtileg sending, sem var reyndar reikningur. En reikningurinn hljóðaði bara uppá 300 sænskar krónur. Þetta voru sem sagt skólagjöldin mín fram að jólum, en þegar mér var hugsað til þess hvað skólagjöldin eru orðin okurhá heima þá fannst mér eins og ég hefði grætt alveg helling:)
Gjöldin voru meira að segja sundurliðuð.. 120 SEK fóru til Háskólans 180 SEK til nationerna (nemendafélaganna) sem reka alla skólapubbana og svo þeir geti örugglega selt okkur ódýrt áfengi. Soldið skondin stefna!
En mér var hugsað til þess þegar ég kom hingað fyrst í fyrra og fór á fyrsta Laugardaginn í skólanum sem hét því virðulega nafni “presentations-lördag” sem mér fannst hljóma eins og kynningar frá hinum ýmsu æðri mönnum skólans, kennurum og eldri nemendum biði mín, mætti því með skólatöskuna og stílabók í skólann kl. 2. En NEI þetta var heldur betur misskilningur þar sem það fyrsta sem blasti við mér voru nokkrir básar þar sem boðið var uppá bjór, og hópur af eldri nemum uppklæddum í samfesting deildarinnar (hver deild á semsagt mismunandi litaða samfestinga sem notaðir eru við hin ýmsu tilfelli..) sem tóki á móti okkur nýnemunum sem var síðan skipt í hópa og fylgdumst með skemmtiatriðum, fórum svo í millipartý heim til faddrana okkar og djömmum fram á rauða nótt!
Maður tekur einmitt eftir því hvernig litlu saklausu nýnemarnir sem komu í síðustu viku spillast á ljósharaða!!
Ég ætla að leggja mig alla fram við það á Laugardaginn þegar við faddrarnir ætlum með þeim á “sittning” eða út að borða, syngja mikið og djamma svo fram á morgun. En ég missti af fyrstu 2 partýunum þar sem ég skrópaði um síðustu helgi.

En úr óhollustunni yfir í hollustunua, þá byrjaði átakið í gær! Ég og Hanna skelltum okkur í ræktina, í box-pass, og ég sver það ég skalf í höndunum af þreytu!!! En leið vel eftir á;)
Eldaði mér síðan saltkjöt og baunasúpu þegar ég kom heim, en ég fékk þá skringilegu löngun í gær að mig langaði svo hrikalega mikið í baunasúpu. Þetta var kannski bara náttúruleg köllun frá líkamanum að biðja um eitthvað hollt! En hún mamma er búin að vera ansi dugleg í að passa upp á að ég éti alveg örugglega yfir mig af góðum mat og oftar en ekki einhverju sætu og nýbökuðu í eftir rétt í sumar. Og að ógleymdum mjög tíðum bakarísferðum í vinnunni!

Ég gerði nú svona lokaslútt á óhollustunni í kvöld og bauð Karin og Mattíasi í O.C. premiär kaffi. Bakaði vöfflur á nýja járninu frá stelpunum;) Óhollustan var semsagt enduð með nýbökuðum vöfflum, ís og sultu.. ummm (við skulum sjá til hvað mér tekst oft að borða síðasta óholla hlutinn....) Sigríður gott ef ég hætti ekki bara að borða kökur þangað til ég sé þig næst;)

Nú er semsagt nýja lífið hafið... –ræktin –hollur matur –skipulögð í skólanum og EKKI eiga eftir að lesa allt nokkrum vikum fyrir próf!!!! (hvað hef ég oft sagt þetta??? ) Jamm en núna ÆTLA ég! Haha;)

Semsagt komið að smá lestri fyrir svefninn, en ég verð endilega að líta aðeins í nýju hagfræðibókina mína, en þessi blessaða hagfræði-stærðfræði er hugsuð allt öðruvísi en við verkfræðinemarnir hugsum.. þarf örugglega bara að hugsa aðeins of mikið. Jah ég ætti kannski bara að byrja á því að tala upp sænsku orðabókina og skilja spurningarnar, en Svíar eru voða mikið fyrir að koma honum Jóni Salomons sem á fyrirtækið Fótur hf, sem var stofnað ’97 og hann gifti sig 5 árum síðar o.s.frv. fyrir í spurningunum bara til þess að biðja mann að reikna út hagnaðinn á sölu síðasta árs t.d. ... sem ruglar mig soldið í ríminni stundum;)

En er ég með munnræpu??? Mér tekst aldrei að skrifa minna en 130 línur!!

Ok, góða nótt, sofiði rótt, í alla nótt.....

Alveg hrikalega heiðarleg.. en ógeðslega freistandi!

c

Monday, August 29, 2005

Tillbaka till Sverige...

Jæja, ég lenti í Kaupmannahöfn í kvöld, þar skildust leiðir okkar Hildar, og lá leið mín yfir brúnna í litlu holuna mína á uppá Delphi í Lundi. Komst lokst heim á 3ju hæð lafmóð eftir töskuburðinn (... var að sjálfsögðu með yfirvikt!!) opnaði hurðina.. og ekki vantaði æðislegu lyktina inn í herbergið sem tekur ávallt á móti manni þegar maður kemur til baka eftir nokkurra vikna frí.. næst skil ég sko vatnið eftir rennandi inná baði og gluggana opna!!! Svo var ekkert til í ískápnum, kvöldmaturinn var frosið soðbrauð úr frysti með smjöri... alger veisla! En yfir í betri tóna þá var 20 stiga hiti hér í kvöld kl 10, svo hér er enn sól og sumar, annað ein heima þar sem var kominn vetur og snjór niður í miðjar hlíðar 25. ágúst.. prrrr.

Heimsóknin hennar Hildar var ROSSSSALEGA skemmtileg (eins og hún hefði borið það fram með færeyskri áherslu;)
Hún lenti á Þriðjudaginn, skoðaði sig aðeins um í stórborginni og stefndi á flug norður seinnipartinn, en eftir að fluginu hafði verið seinkað 3 x gafst hún upp og endaði með því að koma norður með Helgu um köldið. Betra var seint en aldrei i alla fall!
Á Miðvikudeginum lá leið okkar í Austur í Eyjafjörð og nágrenni. Kíktum við á Reðasafnið á Húsavík.. þarna voru typpalingar í öllum heimsins stærðum og gerðum, litum og lögun, og verð ég að viðurkenna að margir hverjir ekkert sérstaklega geðslegir, en má segja að þetta hafið verið fróðleg sýn... maður hreinlega spyr sig hvað þurfi að fara fram í kollinum á manneskju sem ákveður að koma svona safni á stofn??? Og hvað þá þeim sem hefur gefið út gjafabréf uppá sitt eigið kvikindi? En sá fróðleikur að svínstyppi séu raunverulega snúin var staðfestur þennan dag.. skondið! En við komum nú ekki bara við á typpasafninu, heldur skoðuðum við Hvalasafnið á Húsavík líka, en ég lagði ekki í hvalaskoðun með Færeyjing, enda eru þeir meria fyrir að drepa þessi blessuðu dýr en skoða þau.
Ísbúðin Brynja var efst á listanum þegar komið var á Akureyri í “blíðunni” en veðrið leyfði varla göngutúr um bæinn svo við þeyttumst bara um bæinn þveran og endilangan á Törtles og enduðum síðan ferðina í sundi heima á Krók.

Fimmtudagurinn var KALDUR dagur! Við létum slagviðrið ekki stoppa okkur í að fara í smá göngutúr um bæinn, eða reyndar jú.. við komumst ekki nema svona 1 km þegar við vorum orðnar gegnsósa svo við stálum jeppanum hjá pabba á miðri leið. Hituðum okkur yfir heitum súkkulaðibolla á Kaffi Krók. Seinnipartinn fórum við, Ósk og Ingvi í Grettislaug, þrátt fyrir að snjórinn í fjöllunum væri nánast komin niður að laug. En bölvaða laugin var ÍsKÖLD! Við rétt hoppuðum ofaní og komumst upp aftur. Þetta var semsagt mín allra sneggsta heimsókn í laugina! Um kvöldið var spilakvöld með Ósk í fararbroddi í brandarasögnum, hún á það til að missa sig alveg við stofuborðið heima;)
Hún mamma var nottla alveg æðisleg alla vikuna og eldaði ofaní okkur og bakaði kræsingar svo að það hefði verið hægt að rúlla okkur út úr húsinu..

Á Föstudaginn lá leið okkar suður í góða veðrið og nánast beint á skrallið. Við klifum þó eitt fjall á leiðinni suður (tja eða.. skokkuðum uppá gíginn Grábrók;) Á Laugardeginum tók við svo við meira djamm... við fengum selskap af Helgu og Bjarna, Ragga og Margréti Huld og skemmtum okkur konunglega! (þrátt fyrir að þeir hafi ekki spilað Nínu fyrir okkur á HverfisbarnumL ) Það var geggjað veður á Laugardaginn svo við skelltum okkur ég, Hildur, Helga og Bjarni okkur á Esjuna eins og svona 200 aðrir sem við mættum á leiðinni upp. Formið var svo gott að ég var alveg við það að gefast upp á miðri leið og ætlaði að leggja mig frekar útí rjóðri (ég hefði gert það samviskulast þar sem ég hafði komist á toppinn nokkrum vikum áður) en þegar ég gekk framhjá níræðri konu með hækjur á leiðinni upp þá snérist mér hugur eins og skot og rauk á toppinn!

Sunnudagurinn fór í algera afslöppun, byrjuðum á því að fara á körfuboltaleik, gerðum okkur svo klárar á Skauta, en sú ferð endaði á kaffihúsi á Laugarveginum þar sem skautahöllin var harðlæst. Seinnipartinn skelltum við okkur svo í Bláa lónið ásamt Ragga, og enduðum þá ferð með heimsókn til ömmu og afa í Keflavík. Hún amma klikkar náttúrulega ekki á hressileikanum frekar en fyrri daginn og fór alveg á kostum;)

Mánudagurinn fór í það að sofa út (enda alveg búar á því eftir skrall helgarinnar) klára að pakka, pínu búðarráp og kveðjustund.....

Í heildina var þetta semsagt alveg afbragðs vika!

Ótrúlegt en satt þá fer mér heldur betur fram í afmælisdögunum þar sem ég mundi bara eftir Sigríði, Elvu og Ásdísi Jónu sem eiga afmæli 3 daga í röð, en eitt árið tókst mér að gleyma þeim öllum og þrátt fyrir að hafa talað við Sigríði á afmælisdaginn og hún þurfti að minna mig á það sjálf viku seinna! Erum við að tala um glataða vinkonu?? En ég get nú bætt mál mitt með því að ég var búin að redda afmælisgjöf áður en ég fór út!

Annars þá er komið að heilsuátaki í mínu lífi og er ræktin komin í prógrammið strax í fyrramálið. Ég, Hanna og Jenný ætlum að byrja önnina með stæl og fara í morgunpassa í gympa með stöng en það er bara frí í skólanum á morgun svo ég næ að vinna upp það sem ég skrópaði í í dag. En heilsuræktin ætti helst að vera í prógramminu 2svar á dag hér eftir, við sjáum til hvað dugnaðurinn endist lengi;)

Að sjálfsögðu ekki byrjuð að taka uppúr töskum, en byrjuð á öllu öðru og meira að segja búin að takast að rusla til. Svo ég ætla að drífa mig í háttinn og safna orku í upp-pakkningu morgundagsins,

Sakna ykkar allra... Margrét

Monday, August 22, 2005

To-Do Listi...

Streeezzzss... er að fara út eftir viku og er ekki búin að gera allt sem ég é eftir að gera og Hildur er að koma á morgun (vííí) svo ég er ekkert að fara að gera allt sem ég á eftir að gera..!

- Pakka.. öllum 30 kílóunum sem ég kom með heim í vor + skíðin og allt dótið sem ég gleymdi að taka með mér um jólin og haustið þar á undan...

- klára öll verkefnin í vinnunni helst í gær.... ætla helst að hætta á miðvikudagsmorgun

- taka til, allavega svo það sjáist í gólfið í herberginu áður en gesturinn kemur...

- klára að lesa Gatans Barn sem ég byrjaði á um páskana til þess að halda við sænskunni...

-fara út að hlaupa og synda helst 3 vikur aftur í tímann..

...jáh og alla smáhlutina sem ég ætlaði að dýfa af áður en ég færi út aftur, sem sagt í stuttu máli... þá er ég BARA búin að hafa það gott í sumar og slappa af og njóta lífsins (fyrir utan fjöllin 5 sem ég kleif, því þá var ég sko dugleg;)

En þetta blessast allt saman, ég er nýbúinn að sletta 6 ostakökum í form, ætla að fara með í vinnuna til að kveðja eftir sumarið og restina ætla ég að gefa mömmu gömlu ef ske kynni að forsetinn eða aðrir ærði menn kíktu skyndilega í kaffi til hennar heh!

Ég skellti mér á menningarnótt um helgina, já eða það má kannski kalla þetta ómenningarnótt. Maður fer varla að þora út þarna í þessari blessuðu stórborg, ég myndi allavega ekki þora með henni Nínu minni þangað ef hún væri uppá sitt besta í að fíflast í ókunnugu fólki, svo ég vitni nú í góðan frasa sem hún fékk einu sinni að heyra "one day, you´re gonna piss off the wrong person!" sem ég held að sé alveg dagsatt.
En Helga lenti í miðjum látunum á Lækjartorginu uppúr miðnætti, hún lýsti þessu eins og skrúðgöngu sem var leidd af 8 lögreglumönnum og allir tóku þátt... eini munurinn frá þessum hefðbundnu var sá að allir hlupu! Skondin svona skrúðganga á hraðspól.
En ég komst nú heil á húfi frá þessu öllu saman enda skemmti ég mér nu alltaf á svo sómasamlegan hátt eins og þið vitið;) En ég skemmti mér allavega alveg konunglega, og vitiði hvað... þeir spiluðu NINU fyirir okkur á Hverfisbarnum, báðum örugglega bara 5 sinnum um það sem óskalag haha, ég var sko ekkert lítið sátt og bjallaði nú í hana hönnu til Svíþjóðar og leyfði henni að hlusta í beinni og söng hátt með:) (svo skemmdi það nú ekki fyrir að ég sá Eyjólf Kristjánsson sjálfan fyr um kvöldið, ég hefði kannski átt að hringja í Sigríði og sagst hafa séð eitt af átrúnaðargoðunum okkar, ekki "næstum því séð" eins og um síðustu helgi..;)
Það næst besta sem gerðist var líklega þegar ég labbaði á staur í mannþrönginni svo það missti enginn af því! Ég var svo upptekin að gera grín af einhverri konu sem var að labba framhjá þvílíkt áköf að laga hárið á manninum sínum á hraðri göngu, svo ég var minnt á að það á ekki að gera grín af öðrum!
Ég var líka næstum því búin að rústa Ragga í körfubolta, en þorði sko heldur betur í leik og vorum við lögð af stað þegar það kom þessi litla rigning svo leiknum var frestað. Ég tók þessu vitanlega sem unnum leik, enda á ég mér langan og góðan körfuboltaferil að baki (blikk blikk)
Af henni Sigríði, þá er hún að gera það gott, sérstaklega í því að bræða þrítuga heita Ítala uppúr skónum á sólarströndum Usticu (góð saga á blogginu hennar)! Ég hlakka svo til að fá hana heim, sjáumst ekki fyr en um jólin... !

En sú argasta snilld gerðist svo í dag að Anna Margret opnaði blog-síðu, mér til mikillar lukku þar sem ég kem þá ekki til með að missa af neinum gullmolum sem upp úr henni koma á meðan ég er stödd í útlandinu, en það kemur fyrir að hlátursefninu hreinlega rignir út úr henni;) Ég fékk líka að vera númer 1. á linka listanum hennar, ég er mjög sátt Anna!!

En tími til komin til moka út úr herberginu, og gera allt klárt, svo sæki ég Hildi seinnipartinn á morgun;)

Bæ í bíli...

Monday, August 15, 2005

Forseta heimsókn í Grenihlíð 5...

Jæja enn ein helgin búin. Ég skellti mér á Danske-dager á Stykkishólmi, heldur betur fjör! Og vitiði hvern ég sá???? Engan annan en danska Eusrovision-farann Jakob Sveistrup,.... hann er nottla bara algert æði og tók lagið. Gott ef það er ekki bara ennþá æðislegra á dönsku:) En þetta var mjög skemmtileg helgi, þarna voru Raggi og Nonni stóri frændi minn vinur hans og svo komu Sandra og Ósk og company í Kiddaferðinni sinni árlegu. En 50 ára gamla tjaldið, trivialið, gönguskórnir, sundfötin og grillid voru með í för svo þetta var alveg afbragðs helgi, en sló þó verslunarmanna helginni ekki við þar sem Önnu og Elvu var sárt saknað:)

Mamma fór heldur betur á kostum í gær. Ég kom heim og þá voru nágrannar mínir í heimsókn og allir í einhverju hláturskasti, það tók svolíitinn tíma áður en þau hættu að bulla og komu loksins uppúr sér hvað væri svona fynndið, en þá hafði engin önnur en Vigdís Finnbogadóttir kíkt í mat heima. En það var svoleiðis að vinkona mömmu hringdi í hana og sagðist vera föst nirðá flugvelli heima með nokkrum kellingum því fluginu hafði verið seinkað um 2 tíma og spurði vort mamma væri ekki til í ná í þær og þær myndu kíkja í kaffi. Mamma var nottla komin á nóinu og kom sko síður en svo tómhent heim þar sem hún vorkenndi svo restinni af fólkinu að þurfa að hanga þarna og bauð bara líðinu í mat. Þar á meðal Vigdísi og spurði hvort hún nennti nokkuð að bíða hérna og sagði að þau ætluðu að skreppa heim þangað til vélin færi hvort hun vildi ekki bara skella sér með, Vigdís hélt það nú. Svo pabba var sendur beint í búðina eftir grillkjöti og haldin var heljarinnar grillveisla haha, en mömmu þótti nú alveg ómögulegt að þau voru kölluð í flug áður en hún gat gefið þeim eftriréttinn, hún er ótrúleg þessi kona, búin að hrista fram úr erminni grillveislu og eftirrétti á no-time!
Þessu fer ekki batnandi þar sem hún skellti sér á Hólahátíð fyr um daginn með vinkonu sinni sem er alþingiskona svo hún lenti á bekk með frekar hátt settu þekktu fólki og þegar ráðherrar og annað hátt sett fólk kom inn og heilsaði félögum sínum tóku þau öll í spaðann á mömmu líka, ég veit ekki hvernig mamma var farin að kynna sig... ætli hún hafi ekki bara kinkað kolli og sagt “sæll, Lydia heiti ég, sit í embætti forstöðumanns heimilislausra” haha ég hefði sko viljað sjá þetta:)

Annars skelltum við stelpurnar okkur í bíó á Fimmtudaginn (shit svo ég missti af síðasta þættinum í desperate housewifes.. uss og ekki ennþá búin að horfa, geggjað spennandi!) en aftur að bíóferðinni þá fórum við á “Wdding Crashers”. Ég verð nú að viðurkenna að mér fannst hún geggjað fyndin, svosem algert bull.. en fullt af sprenghlægilegum atvikum! Og það skemmdi ekki að vera með Ósk sér við hlið því þið sem þekkið hana vitið að hún hlær alltaf mest og best í bíó, fólk var örugglega farið að líta í kringum sig hvort það væri nokkuð falin myndavél á svæðinu :)

En það fer að styttast í það að maður fari að fara út aftur, fer eftir nákvæmlega 2 vikur, sem þýðir að Hildur kemur eftir viku... vííí! Ég hlakka geggjað til að hitta hana. Annars þá er stefnan sett á menningarnótt um næstu helgi, loksins. En ég hef alltaf annaðhvort verið farin út eða verið að vinna síðustu árin svo þetta verður gaman.

Ég ætla að benda á síðuna hennar Söndru sem eru aðallega myndaalbúm, en margar góðar syrpur gamlar sem nýjar! Ég verð endilega að útbúa svona síðu við tækifæri þegar ég kemst í myndirnar mínar úti.

Ég og sandra fórum og gáfum Elvu síðasta stubbaknúsið áður en hún stingur af til Danaveldis á fimmtudaginn.. hennar verður sárt saknað hérna á klakanum.. en ég er mjög ánægð með staðsetninguna á henni, hlakka til að sjá hana úti og þá verður anna nottla að vera dugleg að koma að heimsækja líka:)

Monday, August 08, 2005

Äntligen en liten updatering på svenska för hannus.....

Tjena, nu är det alltså dags för en updatering på svenska, Hannus har pressat på mig sen början av juni och nu satte jag mig äntligen ner! Jah Svenska eller skandinaviska denna gången eftersom jag har glömt ganska mycket under sommaren! Planer om att läsa massor av svenska böcker o träna tappades nån stans på vägen och jag har klarat hela trettio sidor i Gatans Barn vilken jag började läsa under påsklovet by the way:) Alltså jag har helt enkelt bara jobbat, slappat o festat i sommar! En sak har jag gjort.. jag har lyssnat på Lars Winnerbäck och så klart Gunilla varje kväll...!
Jag jobbar på en ingenjörs kontor och trivs jätte bra på jobbet. Jag har säkert lärt mer nyttiga saker för arbetslivet under sommaren än på hela första året på universitet så jag kommer säkert vara en expert på Auto-Cad när jag kommer till baka (ahh kannske inte.. men bättre iaf;)
I början av sommaren hadde vi skit väder! Vi pratar om 6°C och moln varje dag, sen började det regna i 3 veckor.. underbart!!! Men i mitten av juli kom solen äntligen hit upp till norra Island och har stannat mer eller mindre sen dess.
Även om jag har glömt hur det känns att ha träningsverk så var jag ganska duktig i början av sommaren och klarade mig upp 5 bergtoppar:) På den sista började vi “hika” i dimma o ganska regningt väder men när vi kom till toppen kollade vi ner på molnen... det var asfint o vilken värme. På grund av det såg vi ingen anledning att gå ner till dimman på engång o satt det uppe o solade i mer än 1000 m höjd i 4 timmar.. och ni får gissa hur jag såg ut efteråt!!!! PRECIS som en kräfta, så enkelt var det:( Jag skojar inte jag har aldrig brunnit lika illa. Jag kunde inte sova nån ting på natten o dan efter skulle jag ha alla fyra visdomstännerna opererade bort.. outch! (dom varnade mig för att alla fyra på en gång skulle göra ganska ont.. men jag tänkte jätte ont 1 gång eller ganska ont 2 gånger???) Operationen gick bra, fast nu kunde jag inte prata, såg ut som en hamster i ansiktet och en randig kräfta på kroppen med stenhårt skal så jag rörde mig som en robot! Jag måste erkänna att lite roligt måste det ha varit att se mig även om jag tyckte inte det var så trevligt precis då;) Senare på dagen svimmade jag på nån affär.. mina föräldrar bar mig till bilen där jag låg i 4 timmar för att komma hem och behövde spy hela vägen! Ojj jag har alltså mått bättre. Men flytande mat i en vecka och allting var bra igen.
Veckan efter solbrännan hörde jag en varning på radion om att man borde vara försiktig i solen så högt uppe eftersom ozonlagern över island är otroligt tunn precis nu! Japp.. det var bra att höra efteråt..vúbbs! Men det måste ju låta som jag är asbrun o fin nu.. men NEJ.. vackra bruna färgen kunde jag skala bort som en appelsin.. så nu ser jag ut som en giraf med en hudsjukdom.. väldigt snyggt!
Helgen efter var jag på världens rolagasta festival, konstant fest från Fredag till Måndag. Jag tror jag har aldrig havt lika trevlig helg. Äkte dit med 3 kompisar och massor av andra från min gamla klass var där. Vi satte upp ett 49 år gammalt telt vilket är stort och perfekt för att vara många o festa i. Det värsta är att även om vi inte är äldre så tolde vi inte 3 dagars fest, men vi har alla varit sjuka hela veckan efter. Det är faktiskt inget fest-form, jag måste nog börja ladda innan lundaliv tar över!!
Hildur från Färöerna, från skolan i Norge, ska komma o hälsa på mig veckan innan jag kommer till Lund, kommer bli riktigt trevligt, men jag har inte sett henne sen i mars när hon flytte från Köpenhamn. I fall nån annan vill komma o hälsa på samtidigt eftersom vi ska ju åka runt lite o kolla på isl turist ställen o.fl och där finns plats i bilen, och så klart ska vi kolla på Reykjavik´s nattliv, då är det bara höra av er o boka biljett den 23. aug:)
Och ännu mer bra nyheter, Elva kom in på läkareutbildningen i Köpenhamn så hon kommer vara på andra sidan av bron:) Det innebär massor av danmarks fester med Elva nästa 5 åren!
Men nu är det dags för jobb igen sen blir det Trivial-träffelse-kväll med några kompisar i kväll.
Jag kommer tillbaka till Lund Måndagen den 29 augusti, asladdat o pigg (pik.. inte säker) för höstens fester;)
Ses snart, Maggan

Thursday, August 04, 2005

"Tzzs-Tzzs"

Jæja þá er Verslunarmannahelgin liðin og mikið ógeðslega skemmti ég mér vel!
Þrátt fyrir að meðalaldur tjaldstæðagesta hafi verið um 15 þegar við mættum fyrst á svæðið þá var helgin bara hreinasta SNILLD og í æðislegu veðri! Anna og Elva hafa nottla ekkert breyst og reittu af sér brandarana svo ég kom heim með strengi í maganum! (flestir frasarnir eru ekki netútgáfuhæfir.. bara algert “tzzs-tzzss”...)
Við fórum á græna hattinn, svarta teið, rauða tómatinn eða hvað það nú hét á Hjálma á Föstudagskvöldinu. Ég hélt ég væri á útihátíð og skellti mér líklega í gömlu góðu óléttusokkabuxurnar hennar mömmu sem klikka aldrei, flíspeysu, jakka, með trefil, í ullarsokkum, strigaskóm og útilegubuxum á djammið, en nei þá var fólk bara í hinum fínustu fötum og í frekar eðlilegum miðbæjargír, skítt með það ég skemmti mér þrátt fyrir það alveg konunglega. En þar sem helmingurinn af bandinu er nú sænskur þá þóttist ég bara vera sænskur túristi sem hefði elt hjálma alla leið til Íslands því ég væri alger fan svo ég mátti alveg líta hallærislegra út en hinir. Ég hitti Arnar litla frænda og leit að sjálfsögðu eftir guttanum eins og ég hafði lofað mömmu hans;)
En eitt af því fyrsta sem blasti við okkur niðri í bæ voru 3 alveg eins klæddir menn, og eitthvað kannaðist ég við þá en sá ekki í þann 3ja fyrir stórum hatti. Þetta var þá bara hann ragnar og félagar hans (þetta varð nú bara eins og hálfgert ættarmót þar sem vinur ragga er víst stórfrændi minn og þegar helga slóst í hópinn var hægt að fara að ræða um hana ömmu gömlu haha) en þrátt fyrir að þessir menn séu að nálgast þrítugt (haha) þá var ekki á því að bera og voru þeir eldhressir og ungir í anda. Gott ef þeir voru ekki bara enn virkari í frasasetningum helgarinnar en Anna og co, svo við setjum bara “tzzss –tzzzss” við því líka!
Svo bættist Sandra í hópinn á Laugardaginn, við vorum voða fegnar þar sem það var loksins einhver í hópnum sem leit út fyrir að koma af sömu pláhnetu og restin af fólkinu (svona manneskja í eðlilegri kantinum sem segir ekki bara allt sem hún hugsar) og þar með voru kaflaskiptingin hennar Elvu orðin klár. Ég er ekki frá því að við hefðum getað haldið bekkjarmót niður í bæ á Laugardagskvöldið, þarna voru ég, Sandra, Siggi, Davíð, Andri, Þráinn. Kalli, Sólrún, Anna Rún og Lára, Hákon og fullt af fólki, enda ákváðum við það að við yrðum að halda bekkjarmót um jólin! Seinna um kvöldið fórum við á Sálina í Sjallanum og ég hef hreinlega aldrei farið á jafn skemmtilegt ball! Sálin var frábær, við vorum komin á dansgólfið áður en þeir byrjuðu að spila og ég fór ekki af því fyr en þeir voru hættir! Enda var röddin alveg horfin eftri helgina. Það var uppselt áður en Helga og Bjarni komu inn, en við redduðum því nú, helga keypti miða af einhverri stelpu og ég leiddi hann mág minn inn eins og við værum þvílíkt ástfanginn þangað til að dyravörðurinn vorkenndi okkur svo mikið að það ætti að stía okkurí sundur ad hann hleypti honum líka inn, haha gott ef við vorum ekki bara sprungin úr hlátri þá þegar!
Hápunktur helgarinnar hjá Ósk sem skellti sér á Neystaflug var líklega sú að henni var neitað að komast inná ball þar sem hún var ekki með skilríki haha,, en osk mín við erum nú komnar á þann aldur að þetta er orðið hrós;)
Sunnudagsmorguninn var hafinn mjög menningarlega með “opnu húsi” og var opnunarathöfnin mjög eftirmynnileg þegar anna og elva skriðu út úr tjaldinu alveg þvílíkt ferskar og rauði varaliturinn lak niður tjaldið muhaha:)
En Sunnudagskvöldið var hafið með seinniparts-eðal-pulsu-grilli, tjaldbrandarastund og brekkusöng (þar sem raddböndunum var endanlega nauðgað), þaðan lá leiðin á kirkjutröppurnar til að horfa á flugeldasýningu og svo á ball með Stuðmönnum sem voru bara alls ekekrt til að hrópa húrra fyrir, enda engir stuðmenn án Röggu Gílsa,... svo ég vitni nú í frasann “Stuðmaður-Stuðkona.. það er bara eins og gleðimaður-gleðikona!” (þeir skiljann sem skiljann tzss-tzzs!)
En afrek helgarinnar var líklega að takast það að vera síðastar af tjaldstæðinu á Mánudaginn ahah.. það voru bókstaflega allir farnir. En við fengum verðlaun fyrir flottasta tjaldið (sem er bara 49 ára gamalt með trésúlum.. algert eðaltjald) gæslan spurði hvort við hefðum stolið því af þjóðminjasafninu og gáfu okkur 6 fallega nærboli í staðinn, en þeir eiga eflaust eftir að koma sér vel á næstu þjóðhátíð:)
Hvert kvöld var semsagt alger snilld og var hver morgun byrjaður á ljúfri sundferð, það er nottla alltaf gott ad fara í sund og “tzss-tzss” já eða fara bara í rennibrautina og láta eins og maður sé í liðveislu!Við komumst allar heim að lokum, komum beint heim í grill og tertur ummmm, og Elva kom svo um Kvöldið og tókum við lokahláturskastið og kaflaskiptum restinni af helginni:) en nú er bara harkan 6 í vinnunni að jafna sig á hæsinu og sjúga upp í nefið. En ég var svo hás á sunnudeginum að ég var búin að tala við mömmu í 10 mín í símann þegar hún spurði hvort þetta væri ég, þá hélt hún að hún væri að tala við Helgu sem er þekkt fyrir sína viskí-rödd. Svo var mamma líka handviss um að ég hefði verið að slást þar sem brunasárin á nefinu voru farin að flagna ansi-mikið! En svo slæmt var það ekki, heldur var helgin BARA skemmtileg (og hver veit hvað hefði gerst ef hun sigríður ítalíudrottning hefði verið á svæðinu?? :)