.....?

Wednesday, March 29, 2006

Flugflensa..

Ég er komin heim frá Hollandi.. heil á húfi! Flugvélin hristist reyndar eins og hristiglas og það var svartaþoka þegar við lentum, svo ég vissi ekki að við værum að lenda fyr en maður fann fyrir högginu.. aww ég var ekkert smá hrædd. Skondið að ég er farin að taka uppá því allt í einu núna á fullorðinsárum að vera flughrædd.. soldið ironiskt þar sem ég bý hálfpartinn í flugvél. Er búin að fljúga 7 sinnum á þessu ári, og talan verður komin uppí 9 x eftir mánuð og líklega 12 x þegar árið verður hálfnað. Ég hef aldrei verið flughrædd áður (nema kannski þegar við vorum 10 tíma á leiðinni heim frá Kanarí og ég beið bara eftir að ég myndi blotna í fæturnar í einni dýfunni okkar, og ég þorði fyrst að opna augun þegar við lentum í Skotlandi til að fylla á eldsneytið ef ske kynni að við kæmumst ekki alla leið..)
Allavega þá hef ég verið í vél þar sem flugfreyjurnar hættu að afgreiða því vélin hristist svo mikið og ALLIR áttu að vera í belti, og annari þar sem eldingu sló niður í vélina og enn einni sem tók svoleiðis dýfu að ég greip í sessunaut minn (hann hélt ég ætlaði að segja sér e-ð merkilegt haha). Allavega þá liggur kannski eitthvað að baki þessari flughærðslu minni;)

Það var geggjað gaman í Hollandi. Rise and shine kl 4 aðfaranótt Fimmtudags og komin til Henrieke kl 10 um morguninn. Við höfðum ekki hist síðan við útskrifuðumst.. en mér leið samt eins og það hafi verið í gær. Nóg af partýum, verslunarferðum og aðeins menningarlegri leiðangrum eins og kyrkjuskoðunum og kaffihúsum;) .. ég sagði kaffihúsum.. ekki Coffieshops;) Það var samt skondið hvað það virtist ekkert vera eðlilegra en hassplöntur og tilheyrandi pípur, kex og kökur í búðargluggum. Og meira að segja saklausa ég sem er þvílíkt á móti hassreykingum var þukluð í bak og fyrir í öryggishliðinu á leiðinni út úr landinu.. þeir þukluðu meira að segja á mér allan hausinn!!

Ég mun setja inn myndir frá helginni við tækifæri;)

Hversdagslífið í Lundi er nú tekið aftur við, en BARA gaman þar sem það eru ekki próf fyr en í lok Maí. Sushi-stelpu-póker kvöld á Föstudaginn, Bekkjardjamm á Laugardaginn.. ein vika í skólanum og svo verð ég komin heim í páskafrí á Föstudaginn eftir viku;) Ég mun stoppa í rúmar 3 vikur í þetta sinn (við fáum viku lengra páskafrí ef við þurfum ekki að fara í upptökupróf.. vikar mjög hvetjandi til að ná öllum prófum!!!)

Ég fékk að vita að ég komst inn í skiptinemanámið svo ég er á heimleið í 1 ár næsta haust;) og það besta er að okkur Sigríði ætlar að takast það aftur að vera örugglega EKKI í sama landinu þar sem hún ætlar að stinga af til DK árið sem ég verð heima.

Þetta eru hittingar okkar sl. ár í hnotskotum:

Sigríður á Hallormstað - Ég á Króknum
Sigríður heim á krók í Jólafrí - Ég á Kanarí
Sigríður til Noregs í hálft ár - Ég heima á Krók
Sigríður heima á Krók - Ég í Noregi í 2 ár
Sigríður til Dk allt sumarfríð - Ég að vinna á Króknum
Sigríður heima á Krók - Ég til Svíþjóðar í 2 ár
Sigríður á Ítalíu allt sumarið - Ég á Króknum að vinna
Sigríður á króknum að vinna - Ég í Reykjavík (samt á sama landi í þetta sinn..)
Sigríður til DK í 1 ár - Ég á íslandi í 1 ár

Þess má geta að í flestum tilfellum þá fór Sigríður út daginn áður en ég kom heim eða öfugt.. Sigrður mín.. maður hreinlega spyr sig, ER ÞETTA PLANAÐ?? ;)

En það er víst komin tími á heilsurælt hérna megin (hmm búin að vera í fríi í 3 vikur..afsakanir afsakanir: prófavika, var heima, var veik, var í Hollandi.. ) Annars þá hlakka til að sjá ykkur öll um páskana.. og Helga ég býst við mega afmælispartýi þegar ég kem heim (annars færðu enga afmælisgjöf sko.. híhí)

Sunday, March 19, 2006

Á ferð og flugi...

Wehoo ég er að fara til Amsterdam á Fimmtudaginn ligga ligga lá lá:) Ég fékk þessa flugu í hausinn þegar ég lá hérna í slappleikanum heima og hundleiddist.. sendi Henrieke (fyrrum herbergisfélaga mínum) meil og henni fannst þetta líka svona prýðishugmynd svo ég sló til og bókaði miða:) Fer eldsnemma á fimmtudagsmorgun og kem til baka á Mánudagsmorgun!

Afköst saumaskaps helgarinnar eru 4 púðar og einn partýbolur, svo keypti ég efni í gardínur á Furugrundina sem ég ætla að sauma um páskana (svona svo allur kópavogur fái ekki lengur að fylgjast með hvað geirist á því heimili..híhí)

En jú ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvort ég sé í leikskóla þá er sko meira en nóg að gera í skólanum líka.. er búin að lesa yfir 200 síður í húsabyggingartækni á milli anna í saumaskapnum;)

Best að halda áfram að sofa úr sér slenið og sökkva mér aftur í snítiþurrku flóðið mitt .. snökt snökt!

Friday, March 17, 2006

Smávægilegur heilsubrestur og heyrnarskertur nágranni....

Hvað er betra en að liggja heima með tærnar uppíloft hálfveikur að drepast í hálsinum, með stíflað nefið, hóstandi og með svo þungan haus að allt snýst í hringi í honum???? Umm þetta er æðislegt líf!!!!!!!! Ég HATA að vera slöpp!!!
En ég á sem betur fer íslenskt skyr og harðfisk í kæliskápnum sem heldur í mér lífinu:)

Ég var alveg staðráðin í því að fara á skrallið um helgina, en nei það verður að fá að bíða betri tíma... (ekki nema ég feli bakkusi það verkefni að rífa þetta úr mér??)) ;)
Í stað djammsins þá ætlum ég og Jenný að hafa Myskvöld í kvöld og borða sushi og horfa á imbann í góðu yfirlæti. Svo er ég búin að draga fram saumavélina og ætla að sauma mér eitthvað skemmtilegt um helgina (mmm á nefninlega grænt cool efni.. surprise:)

Ég er með kenningu um að nýi nágranni minn sé mikið heyrnarskertur! Vekjaraklukkan hans hringir suma morga í fleiri tíma (svo hátt að ég gæti vaknað við hana inni hjá mér). Við héldum kannski að hann væri ekki heima og þess vegna myndi hann ekki slökkva á henni.. en nei, svo kemur hann út úr herberginu eftir svona 1,5 tíma af stanslausu pípi. Þá tekur hann sig til og kveikir á græjunum á MAX volume, svona áttunda áratugs þungarokk (svo hátt að meira að segja ég heyri textann orðrétt).. algert æði! Ég hafði tekið eftir því að hann sagði "ha" í hvert skipti sem ég reyndi að tala við hann. Ég var alveg búin að sætta mig við það að hann ætti bara erfitt með að skilja hreiminn minn. Svo vorum við e-ð að tala um þetta hin á ganginum og þau voru alveg sammála því að hann sagði "ha" í öðru hverju orði. Svo slutsatsinn okkar er að hann er bara mjög heyrnarskertur greyið. Ég var í fyrsta sinn mjög fegin með það að vera hálf heyrnarskert sjálf svo ég get allavega sofið fyrir látunum í honum:)

Jæja best að fara að demba sér í saumaskapinn;)

p.s. ótrúlegt en satt þá er ég búin að taka uppúr töskunum síðan á þriðjudaginn þrátt fyrir vantrú vina minna á því:)

Tuesday, March 14, 2006

orðin 1/3 hluti verkfræðingur...

Jæja þá er hversdagslífið í Lundi tekið við aftur og mér leiðist í fyrsta sinn í mörg ár. Kom heim í tómt herbergið og enginn frammi í eldhúsi. Mér finnst ég ekkert stressuð útaf skólanum þar sem það er langt í næstu próf og ég veit ekkert hvað ég á af mér að gera. Hvað gerir maður þá?? humm Bloggar einhverja vitlaysu...??
Skellti mér heim yfir helgina, þó ekki alveg heim á krók en var í Rvk og hafði það gott:) Lenti seint á Föstudagskvöldið og við kíktum aðeins niður í bæ eftir að hafa heimsótt hina eldspræku ömmu og afa í Keflavík (alltaf gaman að því hvað hún Amma gamla er ekkert að skafa utan að hlutunum í frásögnum sínum.. svo ef það er einhver sem fynnst ég ekki vera dönnuð þá á ég ekki langt að sækja það..)

Mig dreymdi forritun ALLA hel***is laugardagsnóttina!!! Sko.. ég var vektor.. og passaði ekki við Matrixið, og svo var ég á fullu að reyna að leysa dæmið og láta kóðann virka.. en nei í þetta eyddi ég nóttunni liggjandi milli svefns og vöku að reyna að forrita í draumi.. ef maður verður ekki heilaþveginn af þessari vitleysu!! En prófinu náði ég svo nóttin var þess virði, gekk mjög vel í hinu prófinu líka svo ég hef hér með lokið nákvæmlega 1/3 af mínu háskólanámi.. shitt hvað tíminn líður hratt!!

Ég gerðist svo djörf að fara á hestbak á Laugardaginn, skref í rétta átt til að komast yfir hræðslu mína við hesta.. (þess má geta að hesturinn reyndi ítrekað að drepa mig með því að stefna í kollhnýs...stórhættuleg dýr!!)
Við buðum svo Helgu og Bjarna í þríréttað um kvöldið.. gaman sman og spjölluðum langt fram á kvöld.
Ég skellti mér svo á Ísafjörð í geggjuðu veðri á Sunnudaginn og horfði á Ragga og félaga klúðrða einum leik eða svo.. en flugferðin var engu að síður skemmtileg;) Að nokkrum manni skuli hafa dottið í hug að fljúga flugvél inn í þennan fjörð.. ég er mest hissa að það hafi hreinlega ekki verið boruð fluggöng til að sleppa við þessar U-beygjur sem þarf til að þröngva sér á milli fjallshlíðanna.. það er ekkert smá óghugnalegt að fljúga þarna!

Ég veit ekki hvernig það verður þegar ég og Raggi komum til með að búa saman í sumar því við gerum ekkert annað en að éta þegar við erum saman (og gleymum eftrirréttinum sko ekki!!) .. miðað við það að ein helgi saman getur valdið þyngdaraukningu á 3ja kíló þá segir það mér að útlitið geti verið svart í lok sumars haha:/
En ég lét bakarann kenna mér að gera leyni-bakaríspizzubotnauppskrift í gær.. ummm geggjaðar heimagerðar pizzur með öllu á. Ég sá til þess að við elduðum nóg alla helgina svo Raggi þyrfti örugglega ekki að verða svangur þar til ég kem heim næst haha.. fyllti frystirinn með boxum merktum "mið 15/03", "fim..." ..haha næstum því..;) Svo þegar við vorum orðin hugmyndasnauð hvað við ættum að fá okkur næst þá buðu tengdó okkur tímalega í mat.. ekki slæmt;)

Jæja nóg af babbli.. kominn tími til að fara að taka uppúr töskum og koma íslenska skyrinu og harfisknum fyrir á góðum stað.. ummm;)

Tuesday, March 07, 2006

Öskur bætir öll mein...

Haha akkurat í þessum skrifuðu orðum eru u.þ.b. helmingur Delphi-búa (stúdentagarðarnir sem ég bý á ásamt 1499 öðrum) með hausinn út um gluggann að öskra eins hátt og þeir geta.. skemmtilegt það! En það er semsagt hefð hérna á garðinum að í prófavikum safnast fólk út á svalir, útí glugga eða útá plan kl 23.00 og örskra eins hátt og þeir geta til að losna við óþarfa uppsafnað prófastress. Alveg hreint ótrúlega áhrifarík aðferð og sérstaklega skemmtilegt að geta deilt henni með svona mörgum í einu.. áhrifin magnast tvímælalaust;)

Fór í Byggnadsmekanik próf í dag.. það hafðist.. komst þó að ótrúlega mörgum og ótrúlega litlum og leiðinlegum klaufavitleysum á leiðinni heim:/ En núna sýst lífið mitt um Forritun 24-7 (fyrir utan þessa 3 mín pásu til að skrifa þetta blogg..) en ég held ég geti alveg dergið þá ályktun af þessu streði mínu að forritun er enganvegin mín deild!!! Fékk létt PANÍK á Sunnudaginn þegar ég kíkti á gamalt próf og hefði alveg eins getað verið að lesa kínversku!!!

Sem sagt.. núna get ég ekki beðið eftir að Föstudagurin líði og forritunin liðin tíð (..vonandi..) jah eða ég kannski taki uppá því að falla í mínu fyrsta prófi, heimurin færist síður en svo ef það væri einmitt próf í forritun:) En ég lendi svo á klakanum kl. 22.20 á Föstudagskvöld og verð mætt eldhress á djammið eigi síður en 12.00.. nei segi svona.. sjáum nú hvað líkaminn leyfir;) En ég verð allavega í Rvk um helgina með íslenska númerið.. er nú þegar búin að bóka Helgu og Bjarna á Lau-kvöldið;)

Sjáumst bráðum.. og þið sem ég sé ekki í þetta sinn þá styttist í páskana;)

Thursday, March 02, 2006

Extreme makeover...

Ef ég hef eitthvað til að fikta í .. þá fikta ég .. og ef það er eitthvað grænt í boði þá verður grænt fyrir valinu!

Ég kom heim og átti að fara að læra undir próf en ákvað að lífga aðeins upp á síðuna í staðin. Var hæst ánægð þegar ég rakst á þette gullfallega græna look:) Ég réttlætti þetta fikt í mér með því að telja mér trú um að þetta væri ágætis æfing fyrir forritunarprófið í næstu viku, það er nebbla bölvað puð og tölvuvesen að breyta "templatinu" á blogginu!

Elva var víst búin að skora á mig í svona "blogg-klukki" svo hérna kemur en hel del óþarfa upplýsingar um mig....

4 Staðir sem ég hef búið á..

1. Grenihlíð 5 á Sauðárkróki.. besta hótel mamma á landinu
2. Flekke í Noregi, Norway-house romm 203
3. Lundi í Svíþjóð
4. Hjá Ellu frænku í Hull í Englandi

4 störf sem ég hef unnið..

1. Eldhúsmella á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki (þar lærði ég að blanda hræring og steikja kleinur fyrir landið og miðin..)
2. Vegamella hjá Vegagerðinni þar sem ég dansaði í vegaköntum landsins í appelsínugulum samfestingi
3. Verkfræðistofan STOÐ
4. Kayak-kennari á endurhæfingastöðinni Haugland

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur..

1. The Gladiator (alltaf jafn falleg!)
2. Stella Löve (búin að sjá hana yfir 100 x..)
3. Rocket man ( klikkar ekki!)
4. Chocolate (algert æði..)

4 Sjónvarpsþættir sem mér líka..

1. Desperate housewifes
2. One Tree Hill (bara því Luke er svo sætur..)
3. Så ska det låta (sænskur músík-spurnigaþáttur..)
4. Sönn íslensk sakamál

4 Staðir sem ég hef heimsótt í fríum..

1. Florida, Orlando
2. Budapest, Ungverjaland
3. Kanarí, Playa de Inglés
4. ..og nánast allan vesturhluta meginlands Evrópu í einum rykk.. (jamm mamma og pabbi keyrðu með okkur ÚT UM ALLT þegar við vorum litlar:)
þess má geta að það er líklega ekki til neinn staður á Íslandi sem ég hef ekki komið á... svo ég eyddi hálfri æskunni í bíl sem var reyndar alveg ótrúlega gaman..:)

4 Bækur sem ég les oft..

1. Hot sex (á dönsku) eftir Tracy Cox
2. Byggnadsmaterial (biblía hvers verkfræðinema..)
3. Kalenderið mitt
4. Gatans Barn.. hana hef ég líklega lesið oftast því ég er búin að byrja svo oft að mér ætlar aldrei að takast að klára hana..
... og af þessu má draga þá niðurstöðu að ég er engan vegin nógu þolinmóð til að lesa...

4 Staðir sem ég vildi heldur vera á núna..

1. Í anddyrinu í Matte huset á leiðinni út úr síðasta prófinu mínu..
2. að kúra uppí Furugrund..
3. Í heimsókn í frábæra Flekke..
4. Einvhersstaðar hátt uppá fjalli í brjálaðri sól með vatn í einari og sólarvörn í hinni..

4 sem ég skora á að gera þetta..

1. Helga (ég veit þú átt ekki blogg en þú verður bara að svara hérna í kommentunum mínum;)
2. Ósk
3. Anna Beta
4. Sigríður


Að lokum þá vildi ég deila því með ykkur hvað ég á æðislegan lítinn bróður sem er by the way CELEB!!! kíkkið á linkinn;) http://www.skagafjordur.com/index.php?pid=982&imgid=8064