.....?

Monday, May 22, 2006

Karneval og Júródjamm


Helgin var ARRRRGASTA snilld!! Karnevalið sem haldið er í Lundi 4 hvert ár var semsagt að ljúka í gær. Við vinkonurnar vorum að vinna á Lunds Nation á Fimmtudagskvöldið. Það var alþjóðlegt þema þar og 9 mismunandi barir t.d. japanskur bar með sushi og japönsku blenni, mexikóskur með nachos og mexikóskum bjór, franskur bar með víni og ostum, þýskur með bier og ölpulsu o.fl... svo var búið að setja upp risa skátatjald fyrir utan staðinn ásamt fleiri tonnum af sandi svo það var alger útlanda stemmning. Þetta var semsagt í annað sinna á mínum lífsferli sem ég missi af Eurvision!!! En ég lét taka það upp og við horfðum daginn eftir;) Sylvia Night er by the way ekki vinsælasta manneskan hérna í Svíaveldi haha!

Á Föstudaginn spókuðum við okkur um í öltjöldum og hlustuðum á tónleika á karnivalssvæðinu og fórum svo á djammið á Lunds nation þar sem við vorum að vinna kvöldið áður. Hápunkti helginnar var síðan náð á Laugardaginn þar sem við byrjuðum á því að fylgjast með Karnevalståget (svona skrúðganga með skreyttum vörubílum með alls kyns atburðum og showum á ásamt fullt af lúðrasveitum) og svo var haldið í White trash júrópartý hjá Sjönu. Ég held að ég hafi aldrei farið í eins vel heppnað þemapartý og upplifað aðra eins stemmningu;) Sænsku vinkonur mínar voru aftur á móti alveg í sjokki yfir hversu háværir íslendingarværu þegar þeir djamma haha;) (enda voru nágrannarnir rétt í því að hóta að hringja í lögregluna þegar við vorum að skríða út.. þeim hefur greinilega ekki þótt Nína öskruð af hópi íslendinga vær söngur fyrir svefninn;)
Eftir partýið héldum við síðan á AF-ballið og héldum áfram að tjútta á júróvision þema dansgólfinu langt fram eftir nóttu. Við fórum úr rifnu hot-pants-unum og netasokkabuxunum áður en við fórum niður í bæ, en mér skilst að sumir hafi látið sig hafa það í búningi í bæinn haha;)
Á myndunum hérna í textanum (þ.e. ef þær birtast) sést mynd af stemmningunni þegar hún Carola vinkona Sylvíu er að taka lagið og á hinum sjást topp 3 búningar kvölsind;) þess má geta að þeir sem ekki mættu í múnderingu fengu refsingu og urðu að ganga um með dömubindi á bringunni allt kvöldið;)
Við slútuðum Karnevalinu svo með því að fara á Kanevalsrevyn (svona leikrit eða skemmtun) á sunnudagskvöldið. Svo þrátt fyrir rigningu og hundleiðinlegt veður þá skemmti ég mér konunglega og er endurnærð fyrir komandi átök næstu viku (bjartsýni og jákvæðni skaðar alrei..) PRÓFALESTUR. Þessi umtöluðu átök hófust semsagt af fullum krafti í dag og kemur til með að ljúka á miðvikudaginn eftir viku. Þessum átakalokum á svo að slúta með Tivolíferð til Köben strax eftir próf þar sem ég mun hitta hann Ragga minn á mirði leið á flugvellinum;) Gaman saman.. svo er ég búin að panta gott veður þessa 5 daga sem ég ætla að sóla mig í Svíþjóð áður en við höldum heim á frónið;)

Sunday, May 14, 2006

Saga um Gunillu Geitung, áframhald:

Geitungahlunkurinn áðurnefndi sem var byrjaður á búi í studentamössunni verður hér eftir kölluð Gunilla heitin. Í dag er Gunilla látin og hetjan ég drap hana sjálf.. ALVEG sjálf!!!!! Kl 6 aðfaranótt Laugardags lýsti ég opinberlega yfir stríði gagnvart Gunnillu heitinni. Ég vaknaði kl rúmlega 3 eftir að hafa sofið í 2 tíma við gjörsamlega snarbrjálaðan geitung sem þyrlaðist um herbergið mitt með þvílíkum látum og steypti sér niður í dýfum í leit að búi (sem var horfið haha). Helga það fynndasta var að hún var þvílíkt að djöflast í myndinni af þér uppí hillu.. pottþétt funndist þú líklegust til þess að hafa tortýmt búinu hennar haha! Allavega þá hélt ég að ég myndi pissa í brækurnar af hræðslu og faldi mig undir sæng í þeirri von að hún rataði út um gluggann fyrr en síðar. Ég var orðin frekar þreytt á þessu kl hálf 6 þegar ég var að kafna innpökkuð undir sænginni því sólin var farin að skýna beint inn og lagði loksins í leiðangur með glas þegar Gunilla var orðin rólegri. Mér tókst loksins að veiða helvítið rétt fyrir 7 þegar ég var hálf farin að skæla af pirringi:( En ég náði semsagt að sofa tæpa 5 tíma þessa átakaríku nótt, en ég viðurkenni það alveg að ég fylgdist spennt með henni kafna í gær í hefndarskini.. þið ráðir hvort þið kallið þetta mannvonsku eða sjálfsvörn;)

Og vegna skilningsleysis frá honum Ragga mínum þá bæti ég glöð "Geitungaveiðum" við hans helming á heimilisverkalistanum okkar. Þá lýtur listinn svona út: Raggi; Vaska upp-Ryksuga-Þvo þvott-Skúra-Versla í matinn-Slá grasið-Veiða geitunga.. OK gleymdi ég nokkru??? :)

Friday, May 12, 2006

Dýrahatarinn margrét

Öllu góðu fylgir eitthvað slæmt svo að sólinni fylgja víst allskyns óverur eins og GEITUNGAR.. sem ég hata virkilega með öllu mínu hjarta :( Ég hef vaknað síðustu nætur við hel**tis suðið í þeim því ferðir þeirra voru orðnar ansi tíðar innum gluggann hjá mér. Þegar ég þorði loksins að stinga nefinu upp fyrir sængina fylgdist ég aðeins með ferðum þeirra og þær virtust allar eiga erindi uppí djammstúdentahúfuna (svona sænskt fyrirbæri) sem er í hillunni.. hmmm mig grunaði að sjálfsögðu ekki það versta heldur taldi ég þetta bara vera alkólistaflugurnar sem væru að leita í fnykinn af húfunni. En NEIII þegar ég kallaði geitungalögguna Stefan til til að kanna þessa undarlegu hegðun flugnanna (því ég ætlaði sko ekki að koma nálægt þeim!!) þá kom í ljós að bölvurnar voru byrjaðar á þessu myndarlega BÚI í húfunni minni!! OJJJ OJJJ ég er sko búin að tæma húfuna og vacum pakka henni og troða lengst uppí skáp!!
Þessi hatur minn á flugum er ekki af ástæðulausu heldur þykir þeim blóðið í mér yfirleitt mjög gott og bíta mig yfirleitt margar í einu og ég breytist í eitt stórt kíli sem ég kroppa síðan í rúman mánuð og það skilur eftir sig stórt ljótt ör.. svo einfaldlega erum ég og flugurnar ekki eitt:(

Helga ég geri fastlega ráð fyrir vorkunn þinni!! hahaha

Sunday, May 07, 2006

Æði

Jæja best ég bloggi og dáist að góða veðrinu áður en ég verð farin að blóta því í sand og ösku af sökum sólbruna!!
Helgin var alger draumur.. sitt lítið af öllu. Byrjaði á því að eyða seinniparti Föstudagsins í bongó-sólbaði í litlu rjóðri með Sjönu og Kolbrúnu, þær voru by the way KOLbrúnar (enda búnar að vera á spáni báðar 2, ætli ég hafi ekki bara gert þeim greiða með því að liggja á milli þeirra og reflektað sólinni frá mínum næpuhvíta hörundi;) (hehe ekki lengur sko..)
Svo skellti ég mér til Köben á laugardagsmorgunin til Elvu og við strippluðumst í Kongens Have med skólabækurnar. Fórum út að borða kínverskt og í öl trivial persuit kvöld heima hjá frænku Elvu. Sól sól og ennþá meiri sól í dag.. bikiní sólbað og lestur;)

Verkefnavinna alla vikuna........

Thursday, May 04, 2006

Sól sól skín á mig, ský ský....

Veðrið hérna á Skáni er þvílíkt æðislegt þessa dagana og á víst að vera það út Mai.. víííi! Ég elska vorið, en ekki prófin og verkefnavinuna sem fylgja því yfirleitt!!
En jæja til þess að geta farið að fáklæðast í blíðunni svona með góðri samvisku þá ákvað ég nú að fara í ræktina í fyrsta sinn í mánuð (jamm ég gerði ekki rass í bala í fríinu..) og byrjaði með trompi og fór í Alpin gympa sem er ekkert grín því ég var að DREPAST úr strengjum í löppunum.. outch. Og svona í tilefni þess að ég var orðin aðeins mýkri í löppunum í dag þá fór ég 10 km skokk í dag og ég get lofað því að strengirnir skánuðu EKKi við það. Svo mitt tips um skynsamlega þjálfun er að annað hvort sleppa helvítis mánaðarfríinu eða bara byrja rólega;) Ég fer bara að halda mig við Power-walk á morgnanna.. engin átök!

Mér tókst að týna kortinu mínu í ræktina á einhvern furðulegan hátt, og konan í afgreiðslunni tjáði mér um það að ég gæti komið 3x með því að sína skilríki en eftir það þyrfti ég að lögreglu-tilkynna týnda kortið. Hvernig finnst ykkur þetta hljóma "Ég ætla að lýsa eftir týndu líkamsræktarkorti. Ástæða: of mikið rusl í herberginu mínu" ?

Ég ætla að skella mér til Köben um helgina og læra úti í sólinni með henni Elvu minni (því það er svo æðislegt veður sko.. bara svona til að minna ykkur heima á blíðuna hjá mér;) Svo ætla ég að reyna að hitta á yndið hana Hildi í leiðinni.

Eftir mánaðarfrí á Prison-break þá er ég orðin hoocked aftur (kannski ég stefni á nýtt met, sá fyrstu 16 þættina á viku..) þetta er ótrúlega spennandi, en ég má engan vegin vera að því að detta í þetta núna:(

Jæja ef ég hætti þessu bulli núna, læri í snarhasti þá má ég kannski leyfa mér einn þátt fyrir lúrinn....

Monday, May 01, 2006

Páskafríið í stuttu máli...

-Fórum norður í algjöra afslöppun
-Æðislegur matur
-Skíði, skíði og meiri skíði í sól og blíðu (já ekki bara svig heldur líka gönguskíði)
-Ég lærði að hoppa aftur á stökkpöllunum, en hætti aftur þegar litli bróðir var búin að brjóta 3 rifbeint í einu heljarstökkkinu...
-Raggi lærði á skíði.. orðin alger hetja!!
-Sofa sofa og sofa út
-Fórum í mat hjá Önnu Tszz-Tszz á Skagaströnd... oggó gott;)
-Troðfullt Miðgarðsball og fyrirpartý í Tröð eins og í gamladaga:)
-Grill og spilakvöld í Tröð
-Opinberaði leyndum leik- og sönghæfileikum mínum fyrir Ragga þegar við horfðum á Litlu Hryllingsbúðina frá því í 10. bekk hahha jessus hvað maður var nú lítill og hallærislegur:)
-Fórum í sumarbústað uppí Kjós á leiðinni suður og grilluðum í bongó blíðu og höfðum það gott
-Mokaði skít í hesthúsunum og fór í útreiðatúr (og fór ekkert að skæla eins og á reiðnámskeiðunum í gamladaga..;)
-Buðum nánast allri ættinni í kaffi á sumardaginn fyrsta (amma er búin að rukka mig um kaffiboð frá því í Janúar) svo við bökuðum og bökuðum og buðum bara svo bara allri fjölskyldunni hans Ragga um kvöldið.
-Buðumst til að baka kransaköku kl 10 um kvöldið daginn fyrir fermingu.. og hun varð ótrúlega flott hjá okkur þó ég segi sjálf frá;)
-Keyrði Ragga einu sinni uppá slysó í fríinu þegar honum tókst að skera í sundur slagæð í miðjum bakstrinum, usss maður þarf að kenna þessum bökurum handtökin það munaði litlu að kransakakan eyðilagðist í blóðbaðinu!
-Tókst að vera spurð tvisvar hvort ég væri ekki örugglega orðin 18 þegar ég borgaði mig í sund (og þess má geta að Ragnar sem er aðeins 26 ára var líka spurður í annað skiptið.. ungleg erum við;)
-Lögðum lokahönd á íbúðina svo nú er allt klárt (tja nema 2-3 loftljós..;)
-Héldum snilldarpartý um síðustu helgi þar sem þemað var "hallærislegustu sólgleraugun sem þú finnur" haha það mætti hver einasti maður með gleraugu. Ég skelli inn myndum við tækifæri;)
-Svo þóttist meira að segja læra í vikunni

Nú er ég komin aftur til Sverige, síðasta heimferðin hingað næsta árið eða svo. Skóli í tvær og hálfa viku og endalaus verkefnaskil, svo er djamm í 4 daga (Lundakarnevalið sem haldið er fjórða hvert ár er semsagt í ár.. vííí) svo er prófavika, svo kemur Raggi út og við ætlum að spóka okkur um í tæpa viku áður en við komum heim að vinna;)

Valborghátíðin (eins konar verslunarmannahelgi í Svíþjóð) var í gær en ég kom til Lundar um hálf 12 í gærkvöldi (eftir endalausar tafir á lestum, færiböndum og flugvélum..það brást ekki að taskan mín kom síðust.. LANG síðust í þetta sinn!!) Fór beint á djammið og hitti stelpurnar á Slagerkvöldi á Helsingkrona.. geggjuð stemmning (fólk var nú samt svona í þreyttari gírnum þar sem þau voru búin að djamma frá því kl 9 um morguninn hah) Svo endaði kvöldið á rólegu eldhús-eftirpartý spjalli svo er svo heppilegt að hafa tveggja tíma mun svo ég get hitt hann Ragga á web-camerunni þegar ég kem heim af djamminu;)

Jæja.. taka uppúr töskum, kaupa inn, elda og opna bækur og lífga heilann við...... kem til með að líta aftur upp í lok Maí..