Jæja loksins náði ég mér niður á Stefani eftir pussbiljetterna! Haha við vorum að spila í partýi í gær og ég fékk "hringja og hrekkja vin" svo ég lét Calle hringja í Stefan og biðja hann að vinna á lokahófinu hjá Iðnverkfræðideildinnni sem var þetta sama kvöld, því ég vissi að hann ætlaði þangað á eftirsleppið. Í staðinn buðum við honum að hann fengi frían miða á lokahófið hjá sinni deild og frítt að drekka allt kvöldið, myndi bara vinna 10-12 en mætti drekka frítt á barnum restina af kvöldinu!
Hann sagðist ætla að hugsa málið og hringja eftir smá stund. Við héldum að hann myndi ath númerið og fatta að þetta væri Calle, en nei.. hann hringdi eftir smá stund og spurði hvort þeir mættu koma 2 hahaha, við bara að sjálfsögðu;)
Samviskubitið kom hægt og sígandi yfir því að þeir þyrftu að hjóla alla leið uppí skóla og fara úr partýinu sínu, svo ég hrindi þegar þeir voru farnir af stað, og ætlaði að viðurkenna sekt mína áður en þeir gerðu sig að fíflum uppí skóla haha, svo hringi ég í Stefan og spyr hvað hann sé að bralla, hann samkjaftaði ekki því hann var svo önnum kafinn að segja mér hvað hann væri að fara að gera og var geggjað spenntur og hann væri sko á leiðinni heim o balba.. þangað til ég sagði að þetta hefðum verið við.. strákgreyið steinþagnaði og sagði svo "FYFAN MARGRET!" haha, það besta var að það hlakkaði í öllum sem voru í partýinu með honum og okkur og fannst hann sko alveg eiga þetta skilið;)
Ég var ekki viss hvort ég ætti að þora fram í morgun, en var mikið létt þegar stefan kom inní herbergi til mín brosandi og fannst þetta vel gert haha, en lét mig samt sem áður vita það að hann ætti eftir að hefna sín... O-Ó, hvað á honum eftir að detta í hug núna??
Annars þá er hörð helgi að baki, við byrjuðum á Föstudaginn, ég og Hanna vorum að þjóna á einum nemendastaðnum og djömmuðum þar fram eftir nóttu. Prógram Laugardagsins byrjaði kl 8 um morguninn en það var Nollelördag þar sem nýnemar allra deildaTækniháskólans keppa í alls konar asnaleikum; hindrunarhlaupi, kassabílaakstri, luftbandi, riddara slag og fleira. Nollurnar byrjuðu á því að bjóða uppá hefðbundinn sænskan Sillfrukost, sem er síld og brauð sem er skolað niður með hinum ýmsu snöpsum... ojj ekki alveg það sem maður er mest sólginn í kl 8 á Laugardagsmorgni en það er nottla alveg harðbannað að brjóta hefðina! Svo var komið að okkar hópi að setja upp hindrunina sem við byggðum. Hún samanstóð af trévirki sem þurfti að klifra upp, niður í gummisundlaug sem var full af vatni, undir slá og klifra síðan yfir annað virki. Ég og Hanna gerðum okkur svo ferð niður í bæ til að finna fiskhausa til að gera vatnið soldið girnilegra, haha fengum laxhaus og rækjur, æðislega girnilegt að kafa í því;) Eftir keppnirnar lá leiðin heim í sturtu og beint í party heim hjá Jenný, þar sem allir klæddu sig upp fyrir þema party kvöldsins. Þemað var sjúkrahús og elliheimili, en mér tókst loksins að setja nokkrar myndir inn hér fyrir neðan, en svo hætti programið aftur að virka:( Hanna stóra átti tvímælalasut flottasta búninginn en hun fór í fataskápinn hjá ömmu gömlu og fór á kostum. Maður reyndi að komast hjá þvi að þurfa að labba með henni haha! Nágranni minn lánaði mér hækjurnar sínar og sat bara heima allt kvöldið, nei djók, hann þurfti þær ekki lengur! Svo tæmdum við heilan pakka af plástrum og vorum til í slaginn:)
Við stelpurnar skruppum í IKEA á Föstudaginn eftir skóla og nánast tæmdum verslunina.. svo nú er ég kominn með fullt af fínum nýjum hlutum í herbergið .. á bara eftir að taka til!
Útvarpsviðtalið gekk bara vel í síðustu viku haha, ég nottla passaði mig að segja ekki nokkrum manni frá því hvenær þessu væri útvarpað fyr en eftir að þetta var búið, en nei.. þá hafði mamma verið búin að hringja í alla ættina og segja vinum mínum frá þessu og alles haha, smá klúður ;)
Annars þá er kominn tími til að læra, fullt af skilaverkefnum í vikunni, og ég er kominn með staðfestingu á því að ég er ALLTAF í skólanum. En það stóð í dagblaðinu um daginn að nýjustu rannsóknir sýndu að Väg- och Vatten nemendur eru að meðaltali í flestum tímum á viku í skólanum miðið við allt annað háskólanám í Svíþjóð! Svo það er ekkert skrýtið að mér finnst ég aldrei vera í fríi, sem minni mig á það að ég er í skólanum samfleytt frá 8-5 á morgun, svo kominn tími til að gera eitthvað að viti.. bæjó í bili!